AKSTURSEIGINLEIKAR

Aksturseiginleikar Jaguar-bíla eru rómaðir en XF færir þá skörinni hærra.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
ÞÆGINDI OG KRAFTUR

Með óviðjafnanlegum þægindum í akstri og frábærum sportaksturseiginleikum býður XF upp á spennandi akstursupplifun. Hægt er að fá XF með bensín- eða dísilvél1 og möguleikinn á aldrifi og IDD-kerfi býður upp á enn betri akstursgetu við erfið akstursskilyrði.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SÉREINKENNI
AKSTUR OG STÝRING
XF skilar einstakri svörun og kröftugum afköstum án þess að það komi niður á þægilegum akstri. Þetta er að hluta til að þakka léttri en ákaflega sterkri og stífri ályfirbyggingu XF. Hún er fullkomin undirstaða fyrir háþróaða tveggja spyrnu fjöðrun að framan og óskipta fjölarma fjöðrun að aftan og hún veitir XF yfirbragð sportbíls.

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:Axc9sJv34gE
INNBLÁSIN FJÖÐRUN
Fram- og afturfjöðrunarbúnaður XF er samsettur úr sterkum og léttum íhlutum úr áli. Að framan er tveggja spyrnu fjöðrun, svipuð og í F‑TYPE, sem skilar stýringu sem á sér fáa sína líka í flokki sambærilegra bíla. Óskipt fjölarma fjöðrunin að aftan skilar stífni til að styðja við stýringu, auka gæði akstursins enn frekar og bæta við aksturseiginleika XF.
INGENIUM-LÍNAN

Ingenium-vélarnar frá Jaguar Land Rover eru ný tegund véla sem eru hannaðar fyrir hnökralaus afköst, fágun og skilvirkni. Framúrskarandi tækni og gegnheil álsmíði Ingenium skilar einstaklega lítilli eldsneytisnotkun og afgerandi minni losun koltvísýrings.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU
INGENIUM-BENSÍNVÉL

Nýju 2,0 lítra fjögurra strokka Ingenium-bensínvélarnar með hverfilforþjöppu í XF skila framúrskarandi afli og togi. Létt hönnun og notkun viðnámslítilla keflalega skilar mýkt og miklum afköstum.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU
INGENIUM-DÍSILVÉL

Ingenium-tæknin liggur til grundvallar í þremur dísilvélunum í XF-bílunum. Þessar viðnámslitlu álvélar eru með stífum strokkstykkjum og tvöföldum sveifludeyfum sem gera það að verkum að titringur er í algjöru lágmarki. Allar vélarnar eru búnar Stop/Start-tækni1 og hugvitssamlegri endurnýtingarhleðslu þar sem hreyfiorka frá hemlun er notuð til að hlaða rafgeyminn til að hámarka sparneytni, sérstaklega við innanbæjarakstur.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU
3,0 LÍTRA 300 HÖ. V6-DÍSILVÉL MEÐ TVEIMUR HVERFILFORÞJÖPPUM

3,0 lítra V6-dísilvél með hverfilforþjöppum skilar óviðjafnanlegu afli, snúningsvægi og aksturseiginleikum. Vélin er búin tveimur hugvitssamlega raðtengdum forþjöppum, þróun sem Jaguar Land Rover hefur leitt, og skilar sér í mýkri og viðbragðsbetri flutningi afls á öllu snúningssviðinu, sem og tveggja þrepa vatnskælingu til að spara orku.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU
VÉLAR INNBLÁSNAR AF F‑TYPE

Bensínvélar í öllum gerðum XF eru kraftmiklar og viðbragðsfljótar en jafnframt sparneytnar. 3,0 lítra V6-bensínvél með forþjöppu, sem líka er notuð í F‑TYPE, skilar 380 hö. og togi upp á 450 Nm. Vélin er smíðuð úr áli og skilar tafarlausum afköstum og togi, hver sem vélarhraðinn er, auk þess að hljóma einstaklega vel.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU
SJÁLFSKIPTING

Átta þrepa sjálfskipting XF er einstaklega viðbragðsgóð, mjúk og skilvirk skipting sem skilar hröðum gírskiptum til að tryggja hnökralausa hröðun. Gírskiptingin undir nútímalegum satínsvörtum skiptingarhnappinum býður upp á enn hraðari gírskiptingu, sportlegri skiptingu niður í kraftstillingunni og hraðari skiptingu upp í sparneytnu stillingunni. Einnig er hægt að skipta handvirkt um gíra með rofum í stýrinu.

BEINSKIPTING

Hér fer létt og háþróuð sex gíra beinskipting3 sem er einn af hornsteinum framúrskarandi vinnslu XF. Kassi úr áli, holir ásar og götuð tannhjól spara hvert einasta gramm þar sem það er í boði, sem gerir þetta eina léttustu eininguna í hennar flokki. Hún er sérstaklega hönnuð til að skila sömu afköstum og skiptingar sportbíla með mjúkum, stuttum hreyfingum og frábærum þægindum.

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:bAjXotBQMK4
AKSTURSEIGINLEIKAR
ALDRIF OG IDD-KERFI
Nú er hægt að fá einstakt aldrif Jaguar með IDD-kerfi1 og AdSR-gripkerfi4 í öllum XF-bílum með bensín- og dísilvélum. IDD-hugbúnaðurinn er hannaður hjá Jaguar og búinn hugvitssamlegum reikniritum til að laga sig að ástandi vegar. Kerfið nýtir bæði fyrirbyggjandi aðgerðir og bregst við aðstæðum til að koma í veg fyrir gripmissi í stað þess að reyna að ná gripinu aftur. AdSR-gripkerfið eykur enn við fjölhæfni XF. Það virkar á öllum snúningssviðum vélarinnar og greinir sjálfkrafa mun á yfirborði til að ná hámarksgripi.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
ASPC-GRIPKERFI
ASPC-gripkerfi5 Jaguar, einstakt í þessum flokki bíla, eykur öryggi þitt á hálu undirlagi - hvort sem þú ert að taka af stað í snjóþekju á bílastæðinu, að aka í ísilagðri brekku eða með eftirvagn eða bíl í eftirdragi á blautu grasi. Hér er um að ræða lághraða hraðastillingu sem gerir XE kleift að ráða við aðstæður þar sem grip er takmarkað, hvers kyns sem veðrið er, til að þú getir einbeitt þér að stýrinu.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:tIehVGxFtw8
AKSTURSSTJÓRNSTILLING
Akstursstjórnstillingin6 byggist á tækni úr F‑TYPE-sportbílnum og gerir þér kleift að stilla fjöðrun, inngjöf, gírskiptingar og stýri í XF eftir þínum þörfum. Hún verður virk þegar kraftstillingin er valin með JaguarDrive-rofanum. Kraftstillingin kallar fram sportbílinn í XF, skerpir inngjafarviðbragðið, þyngir stýrið, eykur hraða gírskiptinga og leyfir skiptingar á hærri snúningi. Þegar Adaptive Dynamics-fjöðrun er uppsett er einnig hægt að stilla demparana.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:AkxF9B31yoY
ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN
Hvort sem ekið er hratt á þjóðvegi, um hlykkjótta sveitavegi eða innanbæjar lagar Adaptive Dynamics-fjöðrunin6 viðbragð XF að aðstæðum og aksturslagi þínu. Kerfið stillir demparana stöðugt til að viðhalda fullkomnu jafnvægi á milli viðbragðs og þæginda.
RAFDRIFIÐ EPAS-AFLSTÝRI

Rafdrifna EPAS-aflstýrið í XF býður upp á frábært viðbragð og tafarlaust hjálparátak. Með háþróaðri tölvustýringu stýrishjálpar fínstillir EPAS-kerfið afl hjálparátaksins í hverri beygju og við hverja hreyfingu. Rafdrifna EPAS-aflstýrið vinnur einnig með öðrum aðstoðareiginleikum, eins og akreinastýringu og bílastæðaskynjara7 til að auka öryggi og þægindi ökumanns.

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:1yDFHRy2PJE
JAGUARDRIVE CONTROL-ROFINN

JaguarDrive Control-rofinn gerir þér kleift að velja á milli hefðbundinnar stillingar, sparneytinnar stillingar (Eco), kraftstillingar og hálkustillingar (fyrir rigningu, ís og snjó), með viðeigandi breytingum á viðbragði stýris, inngjafar og gírskiptipunkta. Sparneytna stillingin býður upp á minni eldsneytisnotkun á meðan kraftstillingin eykur viðbragð inngjafar, skiptir seinna um gír og þyngir stýri. Þegar hálkustillingin er valin dregur kerfið sjálfkrafa úr viðbragði inngjafarinnar og beitir hægara togi til að halda gripi á hálu yfirborði.

Nútímaleg og verðlaunuð hönnun Jaguar, framúrskarandi aksturseiginleikar og fyrsta flokks upplýsinga- og afþreyingarkerfi í bílnum er það sem aðgreinir XF frá keppinautum sínum. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman þinn fullkomna XF.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

1Framboð misjafnt eftir markaðssvæðum.
3Í boði með 2,0 lítra, fjögurra strokka 163 ha. og 2,0 lítra, fjögurra strokka 180 ha. Ingenium-dísilvélum með forþjöppu.
4AdSR-gripkerfið er í boði sem aukabúnaður með aldrifsbílum með Adaptive Dynamics-fjöðrun.
5Eingöngu sjálfskipting.
6Aukabúnaður í öllum vélum nema 2,0 lítra, fjögurra strokka, 163 ha. dísilvél. Staðalbúnaður í XF S.
7Aukabúnaður. Requires 360° Parking Aid to be fitted.
‡All figures are manufacturer’s targets and subject to final confirmation ahead of production. Note that CO2 and fuel economy figures can vary according to wheel fitment, and the lowest figures may not be achievable with the standard wheels.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar