NOTAGILDI OG ÖRYGGI

XE er búinn fjölbreyttum búnaði sem kemur þér örugglega á áfangastað.

BERÐU SAMAN BÍLANA OKKAR
Veldu allt að þrjá Jaguar-bíla og berðu þá saman
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Jaguar
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Jaguar-bæklingana
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
ALLT Í BOÐI
NOTADRJÚGT FARANGURSRÝMI

Sjálfstæð niðurfelling aftursætanna tryggir að þú kemur því sem þú þarft í farangursgeymsluna. Rafknúinn afturhleri með handfrjálsri opnun er aukabúnaður sem gerir þér kleift að opna og loka afturhleranum á einfaldan máta þegar þú ert með fangið fullt.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:1MHfdW1iFo0
STAÐLAÐIR AKSTURSAÐSTOÐAREIGINLEIKAR
NEYÐARHEMLUN
Ef hætta er á árekstri gefur XE frá sér hljóðviðvörun um yfirvofandi ákeyrslu. Á eftir henni koma sjónrænar viðvaranir. Ef ökumaðurinn bregst ekki við beitir kerfið hemlunum til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs. Þetta kerfi greinir einnig gangandi vegfarendur.
HRAÐASTILLIR OG HRAÐATAKMÖRKUN
Hraðastillirinn gerir þér kleift að halda bílnum á núverandi hraða án þess að þurfa stöðugt að nota eldsneytisgjöfina, en þetta dregur úr þreytu hjá ökumanninum. Með hraðatakmörkun geturðu forstillt hámarkshraða fyrir bílinn.
SJÁLFVIRK HRAÐATAKMÖRKUN OG UMFERÐARSKILTAGREINING
Þetta kerfi vekur athygli á hámarkshraðaskiltum og skiltum sem banna framúrakstur með því að birta þau á mælaborðinu. Þegar kveikt er á sjálfvirku hraðatakmörkuninni notar hún hraðastillinn til að stjórna hraða bílsins eftir upplýsingum frá umferðarskiltagreiningunni.
ÖKUMANNSSKYNJARI
Greinir hvenær þig fer að syfja og lætur þig vita þegar þú ættir að taka þér hlé frá akstri.
AKREINASTÝRING
Akreinastýringin greinir þegar bíllinn reikar yfir á næstu akrein og snýr stýrinu í rétta átt til að beina þér og bílnum mjúklega til baka.
BAKKMYNDAVÉL
Bakkmyndavélin veitir þér betri yfirsýn þegar þú bakkar. Leiðbeinandi línur fyrir væntanlega stefnu XE birtast á snertiskjánum til að auðvelda ökumanni að bakka í stæði.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
MARGSKIPT LED-AÐALLJÓS

Margskipt LED-aðalljósin eru hönnuð með það fyrir augum að tryggja öryggi allra í umferðinni og stilla þannig sjálfkrafa lögun ljósgeislans til að koma í veg fyrir að ökumenn aðvífandi bíla blindist. Stefnuljós með raðlýsingu tryggja svo að aðrir vegfarendur vita alltaf tímanlega hvert þú ert að fara.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
AKSTURSAÐSTOÐARPAKKAR

Hver pakki býður upp á úrval búnaðar sem stuðlar að auknu öryggi og betri upplýsingum. Bílastæðapakki er staðalbúnaður í SE. Bílastæðapakki og aksturspakki eru staðalbúnaður í HSE.

BÍLASTÆÐAPAKKI
AKSTURSPAKKI
BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
Bílastæðaaðstoðin1 auðveldar ökumanni að leggja samsíða eða hornrétt í stæði með því að stýra bílnum í hentugt stæði. Aðeins þarf að velja viðeigandi gír og stjórna hraða bílsins með hemla- og inngjafarfótstigunum. Bílastæðaaðstoðin hjálpar einnig þegar ekið er út úr stæðum. Myndir og tilkynningar leiða þig í gegnum ferlið.
360° BÍLASTÆÐAKERFI
Með 360° bílastæðakerfinu okkar er hægt að leggja í þröng stæði af fullkomnu öryggi. Þegar bakkgírinn er valinn kviknar sjálfkrafa á skynjurum á öllum hliðum bílsins (einnig er hægt að kveikja handvirkt á kerfinu) og snertiskjárinn birtir mynd af bílnum ofan frá. Á meðan bílnum er lagt eru birtar upplýsingar á snertiskjánum og hljóðmerki segja til um hversu nærri hindranir eru.
UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN
Umferðarskynjari að aftan er sérstaklega gagnlegur þegar bakkað er út úr stæði þar sem hann varar ökumann við ökutækjum, gangandi vegfarendum eða annarri aðvífandi hættu frá báðum hliðum. Kerfið notar bæði hljóðrænar og myndrænar viðvaranir til að gera ökumanni viðvart og veita honum upplýsingar um það sem er fyrir aftan bílinn, líka þegar eitthvað byrgir honum sýn.
SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR
Ef ökutæki fyrir framan hægir á sér dregur sjálfvirkur hraðastillir sjálfkrafa úr hraða XE til að viðhalda öruggri fjarlægð. XE heldur svo áfram á forstilltum hraða um leið og leiðin er greið. Ef bíllinn fyrir framan þig stöðvast hægir fjarlægðarstillingin mjúklega á XE. Um leið og bíllinn á undan tekur af stað aftur er nóg að snerta inngjöfina til að fylgja honum eftir.2
NEYÐARHEMLUN FYRIR MIKINN HRAÐA
Greinir hvenær framanákeyrsla vofir yfir og birtir viðvörun til ökumanns um að hemla. Ef ökumaðurinn bregst ekki við beitir kerfið hemlunum til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs.
BLINDSVÆÐISHJÁLP
Blindsvæðishjálpin2 lætur vita af bílum sem eru á blindsvæðinu eða nálgast það hratt. Ef ökumaður gefur stefnuljós í átt að hindruninni blikkar viðvörunarljósið til að ítreka yfirvofandi hættu. Ef ökutæki greinist á blindsvæðinu þegar verið er að skipta um akrein beinir kerfið bílnum frá aðvífandi ökutækinu.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
BERÐU SAMAN BÍLANA OKKAR
Veldu allt að þrjá Jaguar-bíla og berðu þá saman
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Jaguar
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Jaguar-bæklingana
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar

1Aukabúnaður í S.
2Aukabúnaður í S og SE.