AKSTURSEIGINLEIKAR

Upplifðu áreynslulausan en um leið spennandi akstur með framúrskarandi tækni og hönnun í XE.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
BERÐU SAMAN BÍLANA OKKAR
Veldu allt að þrjá Jaguar-bíla og berðu þá saman
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Jaguar
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Jaguar-bæklingana
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
ÞÆGINDI OG SVEIGJANLEIKI
LÉTT YFIRBYGGING ÚR ÁLI

Létt yfirbygging dregur ekki bara úr eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings heldur gerir hún XE kleift að bjóða upp á losun allt frá 106 g/km og hámarkshraða upp á 250 km/klst.

HEMLATOGSTÝRING
HEMLATOGSTÝRING

Akstur XE er tryggur með stöðugri greiningu og jöfnun átaks til að bæta grip og stýringu bílsins á hvers kyns undirlagi. Kerfið eykur stöðugleika með því að beita hemlum á innri hjól og beita auknu átaki á ytri hjól til að draga úr undirstýringu.

yt:Fw9zhsJ6JWc
LÉTT YFIRBYGGING ÚR ÁLI
HEMLATOGSTÝRING
AKSTURSTÆKNI
ALDRIF
Aldrif XE býður upp á enn betri afköst og stjórn á bílnum. Aldrifskerfið er búið IDD-kerfishugbúnaði sem greinir akstursaðstæður og dreifir afli til hjólanna til að tryggja hámarksgrip og -stjórn á hvers kyns undirlagi.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:Ul20FhA6c6g
ADSR-GRIPKERFI
AdSR-gripkerfið1 okkar vinnur með aldrifinu til að tryggja áreynslulausan akstur við erfiðar aðstæður. AdSR-gripkerfið greinir undirlagið og lagar viðbragð inngjafarfótstigs XE að því til að tryggja stöðugan akstur á hvers kyns undirlagi, svo sem grasi, möl eða snjó.
ASPC-GRIPKERFI
ASPC-gripkerfi Jaguar er lághraðastillir sem býður upp á jafnan hraða við aðstæður þar sem grip er takmarkað.
INNBLÁSIN FJÖÐRUN
Mjúkt fjöðrunarkerfi XE að framan og aftan skilar enn meiri akstursgetu. Hlutlaus sportfjöðrun2 er með stífari gorma og einstaka aflstýrisstillingu sem hvort tveggja stuðlar að liprum akstri XE.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:sTT2DEs-cZ8
VÉLAR OG GÍRSKIPTINGAR
VÉLAR

Bensín- og dísilvélarnar okkar eru hannaðar til að sameina sparneytni, hnökralaus afköst og spennandi akstur.

LÍNAN

Vélalína Jaguar er búin nýstárlegum tæknilausnum sem skila meiri sparneytni og minni losun koltvísýrings án þess að fórna afköstum.

BENSÍN
XE er hægt að fá með tvenns konar bensínvélum úr Ingenium-línunni, annars vegar 250 hestöfl og hins vegar 300 hestöfl. 2,0 lítra, fjögurra strokka bensínvél með hverfilforþjöppu býður upp á sveigjanleika til að fínstilla afkastagetu og sparneytni Jaguar XE.
NÝ DÍSILVÉL
2,0 lítra dísilvél með forþjöppu sem skilar bestu mögulegu blöndu sparneytni og afkasta er í boði með 180 hestöflum. Hverfilforþjappan dregur úr seinkun og skilar samfelldum afköstum.
SKOÐA TÆKNILÝSINGU
KRAFTMIKILL AKSTUR
KRAFTAKSTURSPAKKI

Þessi pakki snýst bæði um enn fallegra útlit og enn betri akstursupplifun með akstursstjórnstillingu, Adaptive Dynamics-fjöðrun, rauðum hemlaklöfum, 350 mm hemlum að framan og vindskeið á afturhlera.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
AKSTURSSTJÓRNSTILLING
Sérsníddu aksturseiginleikana að þínu aksturslagi. Akstursstjórnstilling gerir þér kleift að stilla stýrisátak, gírskiptingu og viðbragð inngjafar.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:r6FXUvAlcok
ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN
Hvort sem ekið er hratt á þjóðvegi, um hlykkjótta sveitavegi eða innanbæjar lagar Adaptive Dynamics-fjöðrunin viðbragð XE að aðstæðum og aksturslagi þínu. Kerfið stillir demparana stöðugt til að viðhalda fullkomnu jafnvægi á milli þæginda, fágunar og lipurðar.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:F_ecqRJGdko
JAGUAR DRIVE CONTROL-ROFI
Stilltu á uppáhaldsakstursstillinguna þína með JaguarDrive Control-rofanum, þar sem velja má um þægindastillingu, ECO-stillingu, kraftmikla stillingu, regn-, ís- og snjóstillingu.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:e6qPki3mQk0
Rafdrifið EPAS-aflstýri
Rafdrifið EPAS-aflstýri býður upp á framúrskarandi stjórn, svörun og viðbragð sem skilar sér í hárnákvæmu stýri þegar ekið er hratt og skilvirkri aðstoð þegar ekið er á litlum hraða.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:Behx2sCilJo
BERÐU SAMAN BÍLANA OKKAR
Veldu allt að þrjá Jaguar-bíla og berðu þá saman
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Jaguar
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Jaguar-bæklingana
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar

1Aðeins í boði með akstursstjórnstillingu og Adaptive Dynamics-fjöðrun.
2Aðeins í boði í XE R-Dynamic með afturhjóladrifi.