ÖRYGGI

Allur búnaður er byggður á háþróuðum tæknilausnum og hannaður með það í huga að veita þér óviðjafnanlega akstursupplifun og öryggi.

I‑PACE er vel búinn öryggisbúnaði, hannaður til að verja þig, farþega þína, rafhlöðuna og aðra vegfarendur.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
ÖRYGGISBYGGING

Yfirbygging I‑PACE er samsett úr áli og stáli til að tryggja stífa grind um rafhlöðuna og auka öryggi þeirra sem sitja í bílnum.

YTRA HLJÓÐKERFI
I‑PACE gefur frá sér hljóðmerki þegar honum er ekið hægar en 20 km/klst. til að gera gangandi vegfarendum vart við.
LOFTPÚÐAR
Sex loftpúðar, fyrir ökumann og farþega, loftpúðatjöld til hliða og fyrir efri hluta líkama, eru staðalöryggisbúnaður.
ISOFIX-FESTINGAR
Tvær ISOFIX-festingar fyrir barnabílstóla eru sín hvorum megin í aftursætunum.
NÝSTÁRLEG ÖRYGGISTÆKNI

Fjölbreytt úrval hugvitssamlegs öryggisbúnaðar er í boði sem staðalbúnaður, aukabúnaður eða hluti af aukabúnaðarpakka, búnaður fyrir þunga umferð og opinn þjóðveg, búnaður til að verja þig og farþega þína.

SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR MEÐ STÝRISAÐSTOÐ

Þegar aka þarf langa leið eða í þungri og hægri umferð kemur sér vel að I‑PACE er búinn sjálfvirkum hraðastilli með stýrisaðstoð. Kerfið heldur I‑PACE sjálfkrafa á miðri akreininni um leið og tiltekinni fjarlægð er haldið frá ökutækinu á undan.

AKSTURSAÐSTOÐ - STAÐALBÚNAÐUR
NEYÐARHEMLUN
Neyðarhemlun getur hjálpað til við að koma í veg fyrir árekstra við aðra bíla, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk með aðstoð myndavélar, ratsjár og úthljóðsnema. Ef hætta er á ákeyrslu gefur kerfið frá sér hljóðmerki og sjónræna viðvörun. Ef ökumaðurinn bregst ekki við beitir kerfið hemlunum til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs.
HRAÐASTILLIR OG HRAÐATAKMÖRKUN
Hraðastillirinn gerir ökumanni kleift að halda stöðugum hraða án þess að nota inngjafarfótstigið. Auk þess geturðu valið hámarksökuhraða fyrir bílinn með hraðatakmörkuninni.
SJÁLFVIRK HRAÐATAKMÖRKUN OG UMFERÐARSKILTAGREINING
Þetta kerfi vekur athygli á hámarkshraðaskiltum og skiltum sem banna framúrakstur með því að birta þau á mælaborðinu. Þegar kveikt er á sjálfvirku hraðatakmörkuninni notar hún hraðastillinn til að stjórna hraða bílsins eftir upplýsingum frá umferðarskiltagreiningunni.
ÖKUMANNSSKYNJARI
Ökumannsskynjarinn greinir hreyfingar stýris, hemla og inngjafarfótstigs til að ákvarða hvort þig er farið að syfja og lætur þig vita þegar þú ættir að taka þér hlé frá akstri.
AKREINASTÝRING
Greinir hvort bíllinn er byrjaður að reka út úr akrein og beitir stýrisátaki til að leiðrétta stefnuna rólega ef svo er.
BAKKMYNDAVÉL
Bakkmyndavélin veitir þér betri yfirsýn þegar þú bakkar. Leiðbeinandi línur fyrir væntanlega stefnu I‑PACE birtast á snertiskjánum til að auðvelda ökumanni að bakka í stæði.
AKSTURSAÐSTOÐARPAKKAR

Hver pakki býður upp á úrval búnaðar sem stuðlar að auknu öryggi og betri upplýsingum. Bílastæðapakkinn er staðalbúnaður í I‑PACE S. Bílastæðapakkinn og aksturspakkinn eru staðalbúnaður í I‑PACE SE. Bílastæðapakkinn og akstursaðstoðarpakkinn eru staðalbúnaður í I‑PACE HSE.

BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
Bílastæðaaðstoðin auðveldar ökumanni að leggja samsíða eða hornrétt í stæði eða aka út úr því með því að stýra bílnum í og úr stæðinu. Ökumaðurinn þarf aðeins að setja í fram- eða bakkgír og stjórna hraða bílsins. Myndir og tilkynningar leiða þig í gegnum ferlið.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
Veitir fullkomið öryggi þegar lagt er í þröng stæði. Þegar bakkgírinn er valinn kviknar sjálfkrafa á skynjurum á öllum hliðum bílsins, auk þess sem hægt er að kveikja á þeim handvirkt. Myndrænar upplýsingar og hljóðmerki segja til um hversu nærri hindranir eru á meðan bílnum er lagt.
ÚTGÖNGUSKYNJARI
Lætur farþega sem eru að fara að stíga út úr aftursætum bílsins vita af bílum eða hjólreiðafólki sem nálgast. Viðvörunarljós blikkar á hurðinni ef eitthvað nálgast. Ljósið slokknar þegar óhætt er að opna dyrnar.
UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN
Umferðarskynjari að aftan er sérstaklega gagnlegur þegar bakkað er út úr stæði þar sem hann varar ökumann við aðvífandi hættu frá báðum hliðum. Kerfið notar bæði hljóðrænar og myndrænar viðvaranir til að gera ökumanni viðvart, líka þegar eitthvað byrgir honum sýn.
SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR MEÐ STOP & GO-EIGINLEIKA
Heldur öruggri fjarlægð frá næsta ökutæki fyrir framan, líka þegar það hægir á sér. Ef ökutækið fyrir framan stöðvast alveg er I‑PACE einnig stöðvaður mjúklega. Í þungri umferð sem gengur rykkjótt sér sjálfvirki hraðastillirinn um að bíllinn taki sjálfkrafa af stað um leið og bíllinn fyrir framan.
NEYÐARHEMLUN FYRIR MIKINN HRAÐA
Greinir hvenær framanákeyrsla vofir yfir og birtir ökumanni viðvörun um að hemla. Ef ökumaðurinn bregst ekki við beitir kerfið hemlunum til þess að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs. Þetta kerfi er virkt á hraðabilinu 10 km/klst. til 160 km/klst.
BLINDSVÆÐISHJÁLP
Blindsvæðishjálp getur komið í veg fyrir árekstra. Ef bíllinn greinir annan bíl á blindsvæðinu þegar verið er að skipta um akrein kviknar lítið viðvörunarljós á viðeigandi hliðarspegli og smávægilegu stýrisátaki er beitt til að fá ökumann til að stýra I‑PACE frá aðvífandi bíl.
SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR MEÐ STÝRISAÐSTOÐ
Greinir bíla og akreinar fram undan með myndavél og ratsjá til að halda bílnum á miðri akreininni og stilla hraða I‑PACE af við hraða ökutækja á undan. Þessi búnaður hægir á bílnum til að tryggja afslappaðan og öruggan akstur í mikilli umferð.
360° MYNDAVÉL
Kerfið notar fjórar myndavélar á bílnum til að birta 360° yfirlitsmynd af honum á snertiskjánum. Hægt er að birta mismunandi sjónarhorn samtímis til að auðvelda aksturinn.
NEYÐARHEMLUN FYRIR MIKINN HRAÐA
Greinir hvenær framanákeyrsla vofir yfir og birtir ökumanni viðvörun um að hemla. Ef ökumaðurinn bregst ekki við beitir kerfið hemlunum til þess að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs. Þetta kerfi er virkt á hraðabilinu 10 km/klst. til 160 km/klst.
BLINDSVÆÐISHJÁLP
Blindsvæðishjálp getur komið í veg fyrir árekstra. Ef bíllinn greinir annan bíl á blindsvæðinu þegar verið er að skipta um akrein kviknar lítið viðvörunarljós á viðeigandi hliðarspegli og smávægilegu stýrisátaki er beitt til að fá ökumann til að stýra I‑PACE frá aðvífandi bíl.

Finndu rafmagnaða samsetningu afkasta, tækni og útlits í Jaguar-bíl sem hentar þér.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á ökutækinu, öllum stundum.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar