ÞRÍVÍÐ UMHVERFISMYNDAVÉL
Nú í boði með 360° bílastæðakerfisbúnaði. Myndir frá fjórum myndavélum hringinn í kringum bílinn eru felldar saman til að bjóða upp á þrívíða mynd af bílnum og umhverfi hans á snertiskjánum, sem annars væri ekki hægt að sjá nema með því að stíga út úr honum. Þetta aukna útsýni einfaldar akstur þar sem ökumaður hefur betri yfirsýn yfir landslagið.
NEYÐARHEMLUN
Neyðarhemlun getur hjálpað til við að koma í veg fyrir árekstra við aðra bíla, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk með aðstoð myndavélar, ratsjár og úthljóðsnema. Ef hætta er á ákeyrslu gefur kerfið frá sér hljóðmerki og sjónræna viðvörun. Ef ökumaðurinn bregst ekki við beitir kerfið hemlunum til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs.
HRAÐASTILLIR OG HRAÐATAKMÖRKUN
Hraðastillirinn gerir ökumanni kleift að halda stöðugum hraða án þess að nota inngjafarfótstigið. Auk þess geturðu valið hámarksökuhraða fyrir bílinn með hraðatakmörkuninni.
UMFERÐARSKILTAGREINING OG SJÁLFVIRK HRAÐATAKMÖRKUN
Umferðarskiltagreining birtir upplýsingar um hámarkshraðaskilti og skilti sem banna framúrakstur á mælaborðinu. Ef sjálfvirk hraðatakmörkun er virk notar hún upplýsingar um hraðatakmarkanir til að stilla af ökuhraða bílsins.
ÖKUMANNSSKYNJARI
Ökumannsskynjarinn greinir hreyfingar stýris, hemla og inngjafarfótstigs til að ákvarða hvort þig er farið að syfja og lætur þig vita þegar þú ættir að taka þér hlé frá akstri.
AKREINASTÝRING
Greinir þegar bíllinn reikar yfir á næstu akrein og snýr stýrinu í rétta átt til að beina ökumanni og bílnum mjúklega til baka.
BÍLASTÆÐAKERFI AÐ FRAMAN OG AFTAN
Bílastæðakerfi að framan og aftan notar skynjara á fram- og afturstuðurum til að vara þig við nálægum hindrunum og auðvelda þér að mjaka bílnum til við þröngar aðstæður.