Hönnun I-PACE býður upp á ótrúlega möguleika. Óaðfinnanlega samþætt tækni, þráðlaus hleðsla tækja og tengimagnari fyrir síma einfalda stjórnun búnaðar í I-PACE og tengdra tækja.
I‑PACE er nettur að sjá að utan en býður upp á ríflegt pláss að innan. Uppsetning rafkerfisins bauð upp á frelsi til að skapa nýtt innanrými fyrir ökumann og farþega.
Uppbygging I‑PACE gerir það að verkum að hægt er að setja framsætin framar þar sem vélin er ekki til staðar og bæta þannig akstursstöðuna. Þetta býður einnig upp á meiri fjarlægð á milli fram- og aftursætanna sem farþegar í aftursæti njóta með auknu fótarými og þægindum.
Finndu rafmagnaða samsetningu afkasta, tækni og útlits í Jaguar-bíl sem hentar þér.