HÖNNUN INNANRÝMIS

I‑PACE er ný útfærsla á hinum sígilda Jaguar þar sem andi sportbílsins og íburðarmikið handverk eru í fullkomnu jafnvægi.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar

Tæknilausnir eru fullkomlega innfelldar, rýmið er veglegt og andinn afslappaður. Hönnun innanrýmisins er snyrtileg og einföld, með þægilegri áferð og samfelldum línum.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
ÍBURÐARMIKIL STEMMNING

Innanrýmið er ríkulega búið fallegum handunnum hlutum sem undirstrika íburðarmikið andrúmsloftið í farþegarýminu. Umlykjandi og gegnheil áferð umlykur þig og fíngerðir áherslusaumar auka við sérsniðna fágunina. Í myrkri undirstrikar tær hvít lýsing glæsilega hönnunina.

FALIÐ RÝMI

Fljótandi miðstokkur myndar kjarna farþegarýmis I‑PACE. Einstök svífandi hönnunin skapar tafarlausa tilfinningu fyrir rýminu í I‑PACE þegar stigið er inn í bílinn.

SKOÐA HAGNÝTI
SÆTA
SPORTSÆTI
Einstaklega vel hönnuð sportsæti I‑PACE, sem hægt er að fá í fjölbreyttu úrvali efna og lita, veita tryggan stuðning í beygjum. Auk þess eru þau búin hita og kælingu til að tryggja enn meiri þægindi.
KÖRFUSÆTI
Körfusætin eru í boði sem aukabúnaður, sérhönnuð fyrir sportbíla. Þau eru smíðuð úr og klædd úrvalsefnum og veita aukinn hliðarstuðning fyrir kraftmikinn akstur.
HLJÓÐLÁT FÁGUN

Farþegarýmið er athvarf frá ys og þys hversdagsins. Óviðjafnanleg fágun næst með sérstaklega einangruðum mótorum til að draga úr hljóði og hönnun ytra byrðis sem lágmarkar vindgnauð.

HLJÓÐEINANGRAÐ MARGLAGA GLER

I‑PACE býður upp á fágaðan og hljóðlátan akstur. Einn þátturinn á bak við afslappað innanrýmið eru hljóðeinangrað marglaga gler í gluggum framhurða og í framrúðu sem takmarkar hljóð sem berst inn í farþegarýmið.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:ohO5fY_9kQs

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

FORSTILLING HITASTIGS Í FARÞEGARÝMI
Hægt er að forhita eða forkæla innanrými I‑PACE í gegnum snertiskjáinn eða snjallsímaforrit til að tryggja að hitastig bílsins sé eins og best verður á kosið þegar stigið er inn. Hægt er að forstilla hitastigið á meðan I‑PACE er í hleðslu. Þannig er kjörhitastigi náð án þess að ganga á hleðslu rafhlöðunnar og drægi bílsins.
JÓNAÐ LOFT Í FARÞEGARÝMI
I‑PACE er búinn jónunarkerfi sem bætir loftgæði. Jónun lofts í farþegarými skapar þægilegra og heilsusamlegra umhverfi með því að eyða lykt og lágmarka magn baktería og óhreininda í loftinu.

Finndu rafmagnaða samsetningu afkasta, tækni og útlits í Jaguar-bíl sem hentar þér.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL