TÆKNI BÍLSINS 

Óaðfinnanlega samþætt tækni einfaldar stjórnun búnaðar í I-PACE og tengdra tækja.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar

I-PACE býður upp á samfellda tengingu, bæði í bílnum og utan hans. Upplýsingar eru í boði á mismunandi skjáum og á snjallsímanum þínum. Allt sem þú þarft er innan seilingar.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
PIVI PRO

Pivi Pro upplýsinga- og afþreyingarkerfinu okkar svipar til snjallsímans þíns. Lykilupplýsingar á borð við leiðsögn, margmiðlun og tengiliði eru í einnar snertingar fjarlægð.  

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
TENGINGIN ER STAÐALBÚNAÐUR
NÝ LEIÐSÖGN 
Býður upp á upplýsingar um umferð í rauntíma og staðsetningu hleðslustöðva. Bílastæða- og staðsetningarupplýsingar eru einnig í boði, jafnvel þegar tenging er ekki til staðar. Hægt er að birta upplýsingarnar í tvívídd eða þrívídd og sjálfkrafa er slökkt á raddleiðsögn á leiðum sem oft eru eknar. 
NETTENGINGARPAKKI
Býður upp á enn meiri tengingu í akstri. Nettengingarpakkinn veitir þér einfaldan aðgang að öllu sem þarf, þar á meðal nettengdri margmiðlun, veðurupplýsingum, dagbókarupplýsingum og áhugaverðum stöðum. Þú getur meira að segja lesið inn og sent skilaboð með raddskipunum til að þurfa ekki að taka augun af veginum.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:u6g4p3NoKfI
WI-FI FYRIR GAGNAÁSKRIFT
4G-gagnatenging er innbyggð í I-PACE og býður upp á að fá bílinn afhentan með heitum Wi-Fi reit fyrir tengingu við internetið. Wi-Fi fyrir gagnaáskrift gerir þér kleift að vera í sambandi við vini og fjölskyldu og tryggja öllum farþegum afþreyingu í gegnum straumspilun myndefnis. Líka utan alfaraleiðar. Wi-Fi notar loftnetið til að tryggja hámarkstengingu.
SECURE TRACKER
Notar rakningartækni til að láta vita þegar reynt er að stela bílnum og sendir upplýsingar um staðsetningu bílsins til rakningarmiðstöðvar fyrir stolna bíla. Secure Tracker Pro (aukabúnaður)3 bætir enn við eiginleikana og sendir tilkynningu til viðeigandi yfirvalda ef bílnum þínum er stolið með óheimilum lyklum eða lyklum sem hafa verið smíðaðir í leyfisleysi. Inniheldur þjónustuáskrift út ábyrgðartíma.
SJÓNLÍNUSKJÁR
Sjónlínuskjárinn er aukabúnaður sem minnkar hættuna á truflun með því að birta grunngögn um bílinn, svo sem hraða, gír og akstursstefnu, á framrúðunni. Hann býður upp á kristaltærar myndir í lit og háskerpu.
yt:X4-syi3mTno
GAGNVIRKUR ÖKUMANNSSKJÁR
Gagnvirkur 12,3” ökumannsskjár í mikilli upplausn býður upp á viðeigandi akstursupplýsingar, þar á meðal leiðsögn á öllum skjánum með þrívíðum kortum, á hárréttum stað. Mikil upplausn tryggir hámarksskýrleika um leið og nákvæm vinnsla skilar hnökralausri og tærri mynd.
MERIDIAN<sup>TM</sup> HLJÓMTÆKI
Tvö hljóðkerfi hönnuð af hljóðsérfræðingunum hjá hinu breska MeridianTM sjá um að glæða tónlistina þína lífi. Hið frábæra Meridian 3D Surround-hljóðkerfi með TrifieldTM-tækni er aukabúnaður sem skilar dýpt og tærleika lifandi tónlistarflutnings. MeridianTM, með 16 hátölurum og einum bassahátalara, er staðalbúnaður í I‑PACE HSE sem skilar fyrsta flokks hljóðupplifun.
JAGUAR IGUIDE
Forritið Jaguar iGuide nýtir nýjustu tækni til að útskýra nauðsynlega eiginleika og stjórntæki í I‑PACE. Í því er einnig að finna farsímaútgáfu notandahandbókarinnar til að tryggja að þú hafir nauðsynlegar upplýsingar ávallt við höndina.
SÆKJA FORRITIÐ

Finndu rafmagnaða samsetningu afkasta, tækni og útlits í Jaguar-bíl sem hentar þér.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn I-PACE.
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar

1 Fellur undir stefnu um sanngjörn afnot. 1 árs áskrift.
2 Felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar.
3 Secure Tracker og Secure Tracker Pro krefjast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila Jaguar. Krefst Remote og þráðlausrar tengingar

Tiltekinn búnaður sem hér er lýst kann að vera aukabúnaður. Upplýsingar um framboð fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Tiltekinn búnaður krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila.