TÆKNI BÍLSINS

Óaðfinnanlega samþætt tækni einfaldar stjórnun búnaðar í I‑PACE og tengdra tækja.

I‑PACE býður upp á áður óþekkta samfellda upplifun, bæði innan og utan bílsins. Allt er innan handar, hvort sem um er að ræða snertiskjáina tvo, gagnvirka ökumanns- og sjónlínuskjáinn eða snjallsímann.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
TOUCH PRO DUO

Touch Pro Duo-upplýsinga- og afþreyingarkerfið okkar samanstendur af 10" snertiskjá sem felldur er inn í mælaborðið og neðri 5" snertiskjá með fjölnota mælum.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:v1v9Ss8JQo4

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

TENGINGIN ER STAÐALBÚNAÐUR
NAVIGATION PRO
Navigation Pro gerir þér kleift skoða bæði tvívíð og þrívíð kort. Þú getur einnig vistað uppáhaldsstaðina þína og notað bendistjórnun til að skoða kort á einfaldan máta. Í I‑PACE býður Navigation Pro auk þess upp á upplýsingar um drægi þar sem tekið er tillit til ýmissa þátta, þar á meðal gerðar vega og hraðatakmarka.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:M1YaPrydegU
CONNECT PRO
Með Connect Pro tryggir I‑PACE að þú hafir alltaf aðgang að nýjustu upplýsingunum. Þú getur fylgst með hvort eitthvað er að gerast á leiðinni, fundið nálæg bílastæði og áhugaverða staði og þegar búið er að setja SIM-kort í er hægt að búa til heitan 4G Wi-Fi-reit í bílnum til að tryggja samfellda tengingu.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:u6g4p3NoKfI
REMOTE
Vertu í sambandi í I‑PACE. Forritið Remote er samhæft við flesta Apple- og Android-snjallsíma og gerir þér kleift að sækja nýjustu fréttir og lykilupplýsingar frá búnaði bílsins, þar á meðal um drægi, hleðslustöðu, hleðsluhraða og hvort bílnum hefur verið stungið í samband.
ÖRYGGISRAKNING
Notar rakningartækni til að láta vita þegar reynt er að stela bílnum og sendir upplýsingar um staðsetningu bílsins til viðeigandi yfirvalda. Pro-öryggisrakning (aukabúnaður)1 bætir enn við eiginleikana og sendir tilkynningu í rakningarmiðstöð fyrir stolna bíla ef bílnum þínum er stolið með óheimilum lyklum eða lyklum sem hafa verið smíðaðir í leyfisleysi.
ONLINE MEDIA
Hlustaðu á uppáhaldstónlistina þína, útvarp og hlaðvörp á meðan þú ekur. Allt án snjallsímans. Tengdu Deezer- og TuneIn-reikningana þína við InControl-gáttina til að hafa aðgang að margmiðlunarefni á snertiskjá bílsins.
SNJALLSTILLINGAR

Snjallstillingar geta auðkennt ökumenn sjálfkrafa út frá lykli og síma hvers og eins þeirra og þannig stillt sæti og spegla eftir þörfum viðkomandi og kveikt á uppáhaldsafþreyingu í upphafi hverrar ferðar. Snjallstillingar geta einnig lært inn á og gert kjörstillingar þínar sjálfvirkar út frá venjum þínum og fyrri aðgerðum.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:URgXPjG9Jtk

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

SJÓNLÍNUSKJÁR
Sjónlínuskjárinn er aukabúnaður sem minnkar hættuna á truflun með því að birta grunngögn um bílinn, svo sem hraða, gír og akstursstefnu, á framrúðunni. Hann býður upp á kristaltærar myndir í lit og háskerpu.
GAGNVIRKUR ÖKUMANNSSKJÁR
Gagnvirkur 12,3” ökumannsskjár í mikilli upplausn býður upp á viðeigandi akstursupplýsingar, þar á meðal leiðsögn á öllum skjánum með þrívíðum kortum, á hárréttum stað. Mikil upplausn tryggir hámarksskýrleika um leið og nákvæm vinnsla skilar hnökralausri og tærri mynd.
HLJÓÐ FRÁ MERIDIAN
Tvö hljóðkerfi hönnuð af bresku hljóðsérfræðingunum hjá Meridian™ sjá um að glæða tónlistina þína lífi. Hið frábæra Meridian Surround-hljóðkerfi með Trifield™-tækni skilar dýpt og tærleika lifandi tónlistarflutnings. I‑PACE HSE eru með 15 Meridian™-hátalara sem staðalbúnað, til að tryggja fyrsta flokks hljóðupplifun.
JAGUAR IGUIDE
Forritið Jaguar iGuide nýtir nýjustu tækni til að útskýra nauðsynlega eiginleika og stjórntæki í I‑PACE. Í því er einnig að finna farsímaútgáfu notandahandbókarinnar til að tryggja að þú hafir nauðsynlegar upplýsingar ávallt við höndina.
SÆKJA FORRITIÐ

Finndu rafmagnaða samsetningu afkasta, tækni og útlits í Jaguar-bíl sem hentar þér.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

Tilteknir eiginleikar sem lýst er kunna að vera aukabúnaður eða framboð kann að vera misjafnt eftir markaðssvæðum. Öruggast er að leita upplýsinga hjá næsta söluaðila um hvað er í boði á þínu markaðssvæði (landi). Sumir eiginleikanna krefjast viðeigandi SIM-korts með viðeigandi gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa tengingu á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem koma fram á þessari vefsíðu og tengjast tækni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim aukabúnaði sem er valinn. Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á ökutækinu, öllum stundum.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar