ALGENGAR SPURNINGAR UM RAFBÍLA
BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
ALGENGAR SPURNINGAR UM RAFBÍLA
SP.: HVERJIR ERU HELSTU KOSTIR ÞESS AÐ EIGA RAFBÍL?

Rafbílar bjóða upp á gott rými og fágaðan akstur, auk þeirra þæginda að geta hlaðið heima við.

Þar sem rafmagn er í sífellt auknum mæli sótt úr endurnýjanlegum orkugjöfum eru rafbílar mun umhverfisvænni en bílar sem búnir eru eldsneytisvélum með brunahreyfli. Þar sem enginn útblástur er frá rafmagnsbílum geta þeir einnig stuðlað að minni loftmengun.
Staðbundin yfirvöld og landsyfirvöld hafa áttað sig á þessum og fleiri kostum. Ýmsar ívilnanir eru í boði til að hvetja ökumenn til að kaupa rafbíla. Hægt er að finna frekari upplýsingar á síðunni „Ívilnanir fyrir rafbíla“.

SP.: HVERNIG RAFBÍLL ER I‑PACE?

I‑PACE er knúinn af rafhlöðu (rafmagnsbíll), sem þýðir að hann er ekki búinn brunahreyfli. Í stað þess að brenna eldsneyti sækja rafmótorarnir tveir afl sitt úr hleðslurafhlöðu.

Aðrar tegundir rafbíla eru m.a. hybrid-bílar (HEV) og tengiltvinnbílar (PHEV). Þetta eru bílar sem nota bæði brunahreyfil og rafmagnsmótor.
Hybrid-bílar eru yfirleitt búnir lítilli rafhlöðu sem vélin og hemlakerfið sjá um að hlaða, með endurnýtingu hemlaafls. Bíllinn kemst ekki langt á rafmagnsmótornum einum og sér.
Tengiltvinnbíla má einnig hlaða með utanaðkomandi orkugjafa. Rafhlaða slíkra bíla er stærri og endist lengur en í Hybrid-bílum.

SP.: ERU ÓKOSTIR VIÐ AÐ EIGA RAFBÍL?

Drægi rafmagnsbíla (fjarlægðin sem bíllinn getur ekið áður en hlaða þarf rafhlöðuna aftur) hefur vakið efa og áhyggjur af því að rafhlaðan tæmist. Hins vegar hefur nýjasta þróun í rafhlöðutækni leitt til þess að bílar á borð við I‑PACE eru nú raunhæfur kostur fyrir flesta. Flestir þurfa aðeins að hlaða I‑PACE einu sinni í viku.

Í langferðum gæti þurft að stoppa til að hlaða rafhlöðuna. Þetta krefst svolítils skipulags en verður sífellt auðveldara samhliða fjölgun hleðslustöðva og auknum afköstum hraðhleðslutækja.

SP.: RÆÐUR RAFMAGNSKERFIÐ VIÐ ÞENNAN AUKNA FJÖLDA RAFBÍLA?

Bílaframleiðendur, yfirvöld og orkufyrirtæki vinna saman að því að tryggja að notkun rafmagnsbíla raski ekki starfsemi rafmagnskerfa.

SP.: HVAR GET ÉG FUNDIÐ FREKARI UPPLÝSINGAR UM RAFBÍLA?

Hjá öllum söluaðilum Jaguar starfar sérfræðingur á sviði rafbíla sem getur svarað öllum spurningum þínum um I‑PACE og rafbíla á almennari hátt.

Einnig er hægt að spyrja einn af sérfræðingum okkar í rafbílum spurningar með því að nota neteyðublaðið hér fyrir neðan.

DRÆGI
SP.: HVAÐA ÞÆTTIR HAFA ÁHRIF Á DRÆGIÐ?

Fjöldi þátta getur haft áhrif á drægi, meðal annars umhverfishitastig, notkun hita- eða kælikerfanna og aksturshraðinn.

Þú getur fengið frekari upplýsingar og áætlað áhrif þessara þátta á drægi I‑PACE í reiknivélinni fyrir drægi á síðunni „Drægi og hleðsla“ á vefsvæðinu okkar.

SP.: ER ÁÆTLUNIN Á DRÆGI I‑PACE NÁKVÆM?

Áætlunin á drægi fyrir I‑PACE á að vera mjög nákvæm. Stjórneining rafmótorsins gerir áætlanir miðað við aksturslag hverju sinni og meðalnotkun síðustu 800 kílómetra. Leiðsögukerfið hjálpar til við að áætla drægi með því að bæta við gögnum um landslag og hámarkshraða á valinni leið.

SP.: STÖÐVAST BÍLLINN EF RAFHLAÐAN TÆMIST?

I‑PACE er búinn stjórnunarkerfi fyrir rafhlöðu sem veitir upplýsingar um orkunotkun eftir því sem gengur á drægið. Ef þess gerist þörf verður Eco-stillingin virkjuð, sem gerir þér kleift að auka drægið með því að greina hvaða kerfum bílsins er hægt að slökkva á, til dæmis hita- og loftstýringu og hita í framrúðu.

SP.: DREGUR AKSTUR MEÐ LJÓSIN KVEIKT ÚR DRÆGINU?

I‑PACE er með LED-aðalljós sem eru einstaklega orkunýtin, þannig að akstur með ljósin kveikt hefur engin teljandi áhrif á drægi bílsins.

RAFHLAÐA
SP.: HVAÐ ÞÝÐIR KÍLÓVATTSTUND (KWH)?

Kílóvattstundir mæla hversu mikla orku er hægt að geyma í rafhlöðu. Stærri rafhlöður, þ.e. þær sem búa yfir fleiri kílóvattstundum, hafa meira drægi og/eða meiri afköst.

SP.: ER RAFHLAÐAN ELDFIM?

Rafhlaða I‑PACE verður aðeins eldfim vegna misnotkunar eða utanaðkomandi áhrifa. Rafhlöður rafbíla eru ekki eins eldfimar og bensín eða dísilolía og eru búnar afburðaöryggiskerfum sem viðhalda öruggu hitastigi.

SP.: HEFUR HITASTIG ÁHRIF Á RAFHLÖÐUNA?

Hægt er að geyma rafhlöður við allt að -40 °C en það þarf að setja þær í samband og hita upp í -20 °C áður en ekið er af stað. Við langvarandi hita eða kulda minnkar drægi rafbíls vegna þess að orka er notuð til að halda rafhlöðunni við skilvirkan vinnsluhita. Einnig er þörf á orku til að hita upp farþegarýmið þegar hitastigið er lágt.

I‑PACE býr yfir þróuðum hitastjórnunarkerfum sem hámarka afköst rafhlöðunnar í hita eða kulda.

SP.: HITNAR RAFHLAÐAN VIÐ NOTKUN?

I‑PACE er búinn skilvirku hitastjórnunarkerfi sem viðheldur hitastigi rafhlöðunnar. Hitastig rafbíls er yfirleitt á bilinu 15 °C til 30 °C, sem er umtalsvert lægra en í hefðbundinni vél.

SP.: ER ÁBYRGÐ Á RAFHLÖÐUNNI?

Já. Rafhlöðu I‑PACE fylgir 8 ára eða 160 000 km ábyrgð og hana má innleysa ef hleðslugeta rafhlöðunnar fer niður fyrir 70 prósent.

SP.: HVERNIG ER RAFHLÖÐUM FARGAÐ?

Rafhlöðum rafbíla er fargað í samræmi við tilskipunina um úr sér gengin ökutæki, eftir því sem við á um svæðisbundnar kröfur eða þitt markaðssvæði.

HLEÐSLA
SP.: HVER GETUR SETT UPP HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ FYRIR MIG?

Jaguar er með vottaða birgja og uppsetningaraðila fyrir heimahleðslustöðvar á öllum mörkuðum þar sem I‑PACE er fáanlegur. Samstarfsaðilar okkar geta ráðlagt þér um bestu lausnirnar. Nánari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Jaguar.

SP.: ER HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ INNIFALIN Í VERÐI BÍLSINS?

Nei. Ef þú vilt setja upp heimahleðslustöð heima hjá þér getur söluaðili Jaguar leiðbeint þér með ferlið ásamt vottuðum birgjum okkar og uppsetningaraðilum fyrir heimahleðslustöðvar.

SP.: HVAÐ GERIST EF ÉG SET UPP HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ OG ÁKVEÐ SVO AÐ FLYTJA?

Birgirinn fyrir heimahleðslustöðina getur gefið þér tilboð í að fjarlægja heimahleðslustöðina og setja hana upp aftur á nýja heimilinu.

SP.: GET ÉG LÍKA HLAÐIÐ AÐRA RAFBÍLA MEÐ VOTTAÐRI JAGUAR-HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ?

Já. Hægt er að nota vottaðar heimahleðslustöðvar okkar með CCS-hleðslutenginu (Combined Charging System) fyrir riðstraumshleðslu og jafnstraumshleðsluinnstungu. Hægt er að hlaða alla rafbíla með þessum tengjum í vottuðu heimahleðslustöðvunum okkar.

SP.: GET ÉG NOTAÐ HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ EINHVERS ANNARS EÐA VERÐ ÉG AÐ GANGA ÚR SKUGGA UM AÐ HÚN SÉ SAMHÆF?

Hægt er að nota hvaða heimahleðslustöð sem er af tegund 3 með sömu hleðslutengi og I‑PACE til að hlaða bílinn.

SP.: HVAÐ EF ÉG ER MEÐ BÍLASTÆÐI Í FJÖLBÝLISHÚSI, GET ÉG ÞÁ SETT UPP HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ?

Vottaðir birgjar okkar fyrir heimahleðslustöðvar geta sett upp hleðslulausnir fyrir ýmiss konar heimili. Þeir aðstoða þig með heimildir, leyfi og hæfi.

SP.: HVAÐ KOSTAR MIKIÐ AÐ HLAÐA RAFBÍL?

Verð á raforku sveiflast eftir aðstæðum á markaði. Til að reikna út kostnaðinn fyrir fulla hleðslu margfaldarðu einfaldlega gjaldið sem þú þarft að greiða á kWh með 90, þar sem I‑PACE er með 90 kWh rafhlöðu.

SP.: GET ÉG HLAÐIÐ BÍLINN MINN MEÐ LJÓSSPENNUKERFI (SÓLARORKU) HEIMA?

Já. Hægt er að hlaða bílinn með straumi sem er meiri en 2 amper eða 750 vött.

SP.: GET ÉG HLAÐIÐ Á ÖLLUM ALMENNUM HLEÐSLUSTÖÐVUM?

Að því gefnu að hleðslustöðin bjóði upp á sama staðalbúnað og tengi og bíllinn þinn og þú sért með reikning hjá hleðslustöðvarþjónustunni geturðu notað viðkomandi almenna hleðslustöð.

Ef almennar hleðslustöðvar eru aftur á móti í eigu tiltekinna framleiðenda geta aðeins bílar frá þeim framleiðanda notað þær.

SP.: HVERS VEGNA HEFUR JAGUAR EKKI KOMIÐ UPP SÍNU EIGIN HLEÐSLUSTÖÐVAKERFI?

Óháð kerfi hraðhleðslustöðva fyrir bíla er í hraðri þróun í mörgum löndum. Við munum tryggja að allir Jaguar-rafbílar verði samhæfir við þetta kerfi.

SP.: HVERNIG FINN ÉG HLEÐSLUSTÖÐVAR?

Þú getur notað leiðsögukerfið í I‑PACE við akstur eða forritið Remote til að finna hleðslustöðvar áður en þú leggur í hann.

SP.: ER HÆGT AÐ KEYRA I‑PACE MEÐ HLEÐSLUSNÚRU ENN Í SAMBANDI?

Nei. Það er skylda samkvæmt alþjóðlegum stöðlum að ekki sé hægt að keyra rafbíla þegar þeir eru í sambandi við hleðslustöð.

SP.: ER HÆGT AÐ HLAÐA RAFBÍLA Í RIGNINGU?

Já. Viðskiptavinir og nærstaddir eru ekki í neinni hættu á raflosti.

SP.: HVERS VEGNA HLAÐAST FYRSTU 80 PRÓSENTIN SVONA MIKLU HRAÐAR EN SÍÐUSTU 20 PRÓSENTIN?

Hraði hleðslunnar takmarkast af efna- og eðlisfræðilegum lögmálum litíum-jóna-rafhlaðna og það getur tekið jafnlangan tíma að hlaða síðustu 20 prósentin og það tekur að hlaða fyrstu 80 prósentin. Lokastigum hleðslunnar er vandlega stjórnað af stjórnkerfi rafhlöðunnar.

SP.: HVAÐ ER HÆGT AÐ SKILJA RAFBÍL EFTIR Í MARGA DAGA ÁN ÞESS AÐ HLAÐA HANN? GET ÉG T.D. SKILIÐ HANN EFTIR Á BÍLASTÆÐI Á FLUGVELLINUM?

Hægt er að skilja rafbílana okkar eftir í a.m.k. sex mánuði, en þó er ákjósanlegt að stinga þeim í samband einu sinni í mánuði. Stjórnkerfi rafhlöðunnar er rafstýrt og notar mjög litla orku.

SP.: HVAÐ ER „HLEÐSLA Á ÁFANGASTAГ OG „HLEÐSLA Á LEIÐINNI“?

Hleðsla á áfangastað á við um hleðslustöðvar við verslunarmiðstöðvar, hótel, líkamsræktarstöðvar og fleiri staði þar sem þú kannt að staldra við í lengri tíma.

Hleðsla á leiðinni á við um hleðslustöðvar á bensínstöðvum eða sérstökum hleðslustöðvum fyrir rafbíla sem veita mestu hleðslu á sem stystum tíma.

SP.: ER TIL FORRIT Í IOS EÐA ANDROID SEM GETUR AÐSTOÐAÐ MIG VIÐ AÐ HAFA STJÓRN Á HLEÐSLU I‑PACE?

Já. InControl Remote-forritið, sem er í boði fyrir bæði iOS og Android, gerir þér kleift að stöðva eða hefja hleðslu, stjórna tímastillingum fyrir brottför, hita eða kæla bílinn, stjórna kostnaði og stilla hámarkshleðslu. Forritið sendir þér einnig tilkynningar ef hleðsluklóin er óvænt tekin úr sambandi eða ef hleðsla hefur stöðvast vegna þess að rafmagn er ekki í boði.

AFKÖST
SP.: HVERNIG ERU AKSTURSEIGINLEIKARNIR Í SAMANBURÐI VIÐ BÍLA MEÐ HEFÐBUNDNAR VÉLAR?

Rafbílar mynda tafarlaust hámarkstog þegar tekið er af stað og bjóða því upp á einstaka hröðun.

Auk þess er rafhlaðan á milli öxlanna sem skilar sér í lægri þyngdarmiðju og jafnari þyngdardreifingu sem aftur bætir aksturseiginleikana. Að lokum þarf ekki að huga að plássi fyrir stóra vél í framhlutanum og því er hægt að hafa hjólin nær ystu hornum bílsins til að auka stöðugleika og næmi við stýringu.
Allt skilar þetta kröftugri og snarpri akstursupplifun sem er einkennandi fyrir Jaguar.

SP.: HVAÐ ER ENDURNÝTING HEMLAAFLS?

Rafmótorar nýta orku til að knýja hreyfingu. Þegar hreyfingar er ekki lengur krafist (t.d. þegar bíllinn hægir á sér) er hægt að beisla hemlunarkraftinn, snúa vinnslu mótorsins við og mynda með því raforku. Hægt er að leiða raforkuna sem myndast aftur í rafhlöðuna og auka þannig drægi bílsins.

SP.: JAGUAR-BÍLAR HAFA YFIRLEITT BOÐIÐ UPP Á MISMUNANDI AKSTURSSTILLINGAR. GERA RAFBÍLARNIR ÞAÐ LÍKA?

I‑PACE býður upp á þrjár akstursstillingar með mismunandi stillingum fyrir þægindi, akstursgetu og drægi.

SP.: AF HVERJU KEPPIR JAGUAR Í FORMÚLU E?

Formúlu E-keppni FIA býður okkur upp á raunverulegan hraðakstursvettvang þar sem við getum prófað og fínstillt rafbílatæknina okkar. Reynsla okkar í keppninni skilar sér í framhaldinu í hrífandi akstursgetu næstu kynslóða Jaguar-bíla á almennum markaði.

ÖRYGGI
SP.: ERU RAFBÍLAR ÖRUGGIR?

Rafbílar eru hannaðir, þróaðir og prófaðir samkvæmt öllum gildandi og fyrirhuguðum öryggisstöðlum.

Allar viðurkenndar öryggisprófunaraðferðir, -vottanir og -samþykktir tryggja að rafbílar eru öruggir ef til áreksturs kemur.

SP.: HVAÐ GERIST EF ÉG LENDI Í DJÚPU VATNI?

Vaðdýpi I‑PACE er 500 mm og hann er búinn öryggiskerfum sem hönnuð eru til að takast á við djúpt vatn.

SP.: GET ÉG FARIÐ MEÐ RAFBÍL Í GEGNUM BÍLAÞVOTTASTÖÐ?

Já. Rafbílar eru hannaðir og prófaðir samkvæmt sömu stöðlum og bílar með hefðbundnar vélar.

SP.: ER HÆGT AÐ HLAÐA RAFBÍLA Í RIGNINGU?

Já. Viðskiptavinir og nærstaddir eru ekki í neinni hættu á raflosti.

VIÐHALD
SP.: ER FLÓKIÐ AÐ SINNA VIÐHALDI Á RAFBÍL?

Rafbílar hafa færri hreyfanlega hluti og krefjast því minna viðhalds en bílar með hefðbundnar vélar. Í stuttu máli sagt þá eru færri hlutir sem geta slitnað.

SP.: ER HÆGT AÐ DRAGA RAFBÍL KOMI UPP BILUN Í HONUM EÐA RAFHLAÐAN TÆMIST?

Hægt er að draga I‑PACE stuttar vegalengdir á litlum hraða, ef þörf krefur.

SP.: ER HÆGT AÐ TJAKKA RAFBÍL UPP Á SAMA HÁTT OG BÍL MEÐ HEFÐBUNDNA VÉL KOMI TIL ÞESS AÐ DEKK SPRINGI?

Já. Grind I‑PACE er að öllu leyti jafnstíf og sterkbyggð og grind bíla með hefðbundna vél.

Finnurðu ekki svar við spurningu sem þú ert með um rafbíla? Spyrðu sérfræðing Jaguar í rafbílum.

HAFA SAMBAND VIÐ SÉRFRÆÐING Í RAFBÍLUM
GERÐU BÍLINN AÐ ÞÍNUM

Finndu rafmagnaða samsetningu afkasta, tækni og útlits í Jaguar-bíl sem hentar þér.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SENDA MÉR FRÉTTIR
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn I-PACE.
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar

NEDC-staðallinn er eldri prófunin sem notuð var til að mæla eldsneytisnotkun og útblástur í farþegabifreiðum í Evrópu. WLTP (Worldwide harmonised Light vehicle Test Procedure) er nýja aðferðin sem hefur verið innleidd í áföngum frá 2017 og mælir eldsneytisnotkun, orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi. Tölur eru sýndar fyrir NEDC og fyrir nýju WLTP-akstursprófanirnar. Munurinn á tölum stafar af breytingum á því hvernig bílarnir eru prófaðir en ekki af minnkuðum afköstum. Opinberar tölur úr ESB-prófunum frá prófunum framleiðenda samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins. Aðeins ætlaðar til samanburðar. Raunverulegar tölur og heildargögn um EV-eiginleika geta verið mismunandi eftir akstri og umhverfisþáttum.
Tilteknir eiginleikar sem lýst er kunna að vera aukabúnaður eða framboð kann að vera misjafnt eftir markaðssvæðum. Öruggast er að leita upplýsinga hjá næsta söluaðila um hvað er í boði á þínu markaðssvæði (landi). Sumir eiginleikanna krefjast viðeigandi SIM-korts með viðeigandi gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa tengingu á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem koma fram á þessari vefsíðu og tengjast tækni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim aukabúnaði sem er valinn. Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á ökutækinu, öllum stundum.