ÍVILNANIR FYRIR RAFBÍLA

I‑PACE er bíll sem eingöngu er knúinn með rafmagni og án útblásturs og býður sem slíkur upp á ávinning af ýmsu tagi.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
AÐ EIGA I‑PACE

I‑PACE býður bæði upp á mikil rafknúin afköst og hönnun sem er í sönnum anda Jaguar og felur í sér sama viðhald, þjónustu og stuðning og allir eigendur Jaguar geta gengið að sem vísu. Sem rafbíll án útblásturs getur I‑PACE líka fært þér frekari kosti, þ.m.t. aðgang að ívilnunum og ávinningi sem ríki, sveitarfélög og fyrirtæki bjóða upp á í því skyni að stuðla að rafbílavæðingu.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
AÐSTOÐ VIÐ KAUP Á RAFBÍL

Yfirvöld í sumum löndum bjóða upp á beinar fjárhagslegar ívilnanir eða undanskilja ökumenn rafbíla frá sköttum við kaup, svo sem virðisaukaskatti, sem lagðir eru á bensín- og dísilbíla. Upplýsingar er að finna á vefsvæði Jaguar fyrir þitt land eða hjá næsta söluaðila.

AÐSTOÐ VIÐ VÖRUGJÖLD OG SKRÁNINGU RAFBÍLS

Vörugjöld eru almennt lægri fyrir rafbíla og geta jafnvel verið engin. Í löndum þar sem númeraplötur eru keyptar með bílnum, eða dregnar út í happdrætti, geta rafbílar notið ávinnings af lækkuðum kostnaði og jafnvel komist alveg hjá því að taka þátt í skráningarhappdrætti fyrir bíla. Upplýsingar er að finna á vefsvæði Jaguar fyrir þitt land eða hjá næsta söluaðila.

AÐSTOÐ VIÐ KAUP Á HLEÐSLUBÚNAÐI FYRIR RAFBÍLA

Í sumum löndum er hægt að fá heimahleðslustöðvar niðurgreiddar. Einnig kann að vera boðið upp á ívilnanir til að setja upp sameiginlegar hleðslustöðvar í fjölbýlishúsum og á vinnustöðum. Upplýsingar er að finna á vefsvæði Jaguar fyrir þitt land eða hjá næsta söluaðila.

LÆKKAÐIR SKATTAR Á FYRIRTÆKISBÍLA

Rafbílar geta haft í för með sér verulegan ávinning af lægri sköttum miðað við sambærilega bensín- eða dísilbíla sem fyrirtæki útvega starfsmönnum sínum. Einnig getur vinnuveitandi notið ávinnings í bókhaldi í tengslum við afskriftir eignarinnar. Upplýsingar er að finna á vefsvæði Jaguar fyrir þitt land eða hjá næsta söluaðila.

ÓKEYPIS HLEÐSLA FYRIR RAFBÍLA

Ókeypis hleðslustöðvar kunna að vera í boði þegar þú leggur við verslunarmiðstöðvar, hótel og aðra staði. Þetta kallast hleðsla á áfangastað. Aðrir kunna að bjóða upp á lægri hleðslugjöld eftir því hvað þú dvelur lengi á staðnum. Upplýsingar er að finna á vefsvæði Jaguar fyrir þitt land eða hjá næsta söluaðila.

UNDANÞÁGA FRÁ TOLLUM OG GJÖLDUM

Þar sem gjöld eru lögð á notkun vega eru rafbílar stundum undanþegnir. Að sjálfsögðu þurfa eigendur þeirra ekki heldur að greiða nein útblástursgjöld sem lögð eru á bensín- eða dísilbíla vegna loftgæða. Upplýsingar er að finna á vefsvæði Jaguar fyrir þitt land eða hjá næsta söluaðila.

ÞÆGINDI OG AÐGENGI

Í sumum borgum mega rafbílar nota forgangsakreinar án þess að vera með farþega, auk akreina fyrir strætisvagna. Þú mátt einnig leggja á stöðum þar sem bensín- eða dísilbílar eru ekki leyfðir eða borgar minna fyrir að leggja. Upplýsingar er að finna á vefsvæði Jaguar fyrir þitt land eða hjá næsta söluaðila.

Ívilnanir eru mismunandi eftir löndum og jafnvel borgum, og geta breyst án fyrirvara. Upplýsingar er að finna á vefsvæði Jaguar fyrir þitt land eða hjá næsta söluaðila.

ÞJÓNUSTA AÐ KAUPUM LOKNUM

Eftir að hafa framleitt bíla og þjónustað þá í nálega öld veitir Jaguar eigendum einstaka hugarró. Rafhlaðan í I‑PACE er með átta ára alhliða ábyrgð*. Þá færðu ávallt fullan stuðning reyndra söluaðila Jaguar og vel þjálfaðra tæknimanna sem þekkja Jaguar-bílinn þinn að innan sem utan.

*Ábyrgð I‑PACE takmarkast við 8 ár eða 160 000 km (hvort sem fyrr verður) og hana má innleysa ef hleðslugeta rafhlöðunnar fer niður fyrir 70 prósent.

FINNA ÞJÓNUSTUUMBOÐ

Finndu rafmagnaða samsetningu afkasta, tækni og útlits í Jaguar-bíl sem hentar þér.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn I-PACE.
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar