DRÆGI OG HLEÐSLA

Þú kemst lengra með I‑PACE.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
FRAMTÍÐIN Í BÍLAEIGN

I‑PACE kemst 470 km samkvæmt WLTP-prófuninnii*. Þetta næst fram með hátæknilegri litíum-jóna-rafhlöðu með 90 kWh afkastagetu. Næsta kynslóð rafbílatækni og ástríða okkar fyrir hönnun sameinast í bíl án útblásturs sem er Jaguar út í gegn.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
VISSIR ÞÚ

Veldu flokk til að komast að því hvernig hann hefur áhrif á drægi I‑PACE

Loft í innanrými
Loft í innanrými

Miðstöð og loftkæling nota orku og slíkt getur minnkað drægi.
Þessi kerfi eru oftast notuð við upphaf ferða og til þess að minnka áhrifin sem þau hafa á drægi getur I‑PACE hitað eða kælt innanrýmið fyrir brottför á meðan bíllinn er enn í hleðslu. Þetta gerir I‑PACE kleift að nota rafmagn frá aflgjafa í stað rafhlöðunnar til að hita eða kæla innanrýmið.

Mikill hiti eða kuldi
Mikill hiti eða kuldi

Mjög lágt og hátt hitastig hefur áhrif á hversu vel rafhlaða getur haldið hleðslu sinni.
I‑PACE er búinn háþróuðum hitastjórnunarkerfum sem hjálpa til við að halda rafhlöðunni við kjörhitastig og lágmarka áhrif lofthitastigs á drægi bílsins.

Aksturslag
Aksturslag

Sá sem hefur einna mest áhrif á drægi er ökumaðurinn. Tíð og mikil hröðun hefur slæm áhrif á hleðslustöðu bílsins á meðan akstur á jöfnum hraða hjálpar til við að varðveita drægi rafbílsins. Hæg hröðun getur einnig dregið úr þörfinni fyrir snögga hemlun sem notar meiri orku en mjúk hemlun. Akstur á jöfnum hraða hjálpar til við að varðveita drægi rafbílsins.

Akstur í umferð
Akstur í umferð

Bæði hröðun og hemlun nota orku. Endurtekin hröðun og hemlun, eins og á sér oft stað í þungri umferð, getur sogið jafnmikla orku úr rafhlöðunni og hún sýgur úr ökumanninn. Eins jafn hraði og mögulegur er í þungri umferð hjálpar til við að varðveita drægi.

VISTVÆNT, HENTUGT, EINFALT

Rafhlaða I‑PACE er hlaðin í gegnum hleðslutengi bílsins, sem er á lítt áberandi stað á bak við brettakantinn að framan. Þegar búið er að stinga í samband geturðu skilið I‑PACE eftir í hleðslu. Bíllinn hættir sjálfkrafa að hlaða þegar fullri hleðslu er náð. Óhætt er að hlaða bílinn í rigningu, eða jafnvel í snjó, þar sem hleðslukerfið er algjörlega sjálfbirgt.

HLEÐSLA HEIMA VIÐ
Besta hleðslan heima við fæst með því að setja upp viðurkennda Jaguar-heimahleðslustöð * . I‑PACE er búinn 7,4 kW innbyggðum einfasa riðstraumshleðslubúnaði ** , sem getur hlaðið bílinn að fullu á einni nóttu og skilað allt að 35 km drægi á klukkustund. Þegar hefðbundin heimilisinnstunga er notuð er hleðslan hægari en með heimahleðslustöð (allt að 11 drægi á klukkustund) en nægir til að sjá bílnum fyrir nægu rafmagni til daglegra ferða til og frá vinnu eða 60 km ef bíllinn er hlaðinn yfir nótt. Iðnaðartengi (eða uppfærðar heimilisinnstungur) geta hlaðið bílinn fyrir allt að 35 km drægi á klukkustund.

* Jaguar á í viðurkenndu samstarfi við hleðsluþjónustufyrirtæki á öllum mörkuðum þar sem I‑PACE er fáanlegur. Samstarfsaðilar okkar á sviði innviða fyrir hleðslustaði geta ráðlagt þér um bestu lausnirnar. Hafðu samband við söluaðila Jaguar til að fá frekari upplýsingar.
**7,4 kW rafmagnstenging er í boði í flestum löndum.
HLEÐSLA Á HLEÐSLUSTÖÐVUM
Besta leiðin til að hlaða rafhlöðuna í snatri áður en lagt er upp í lengri ferðir er að nota jafnstraumshleðslubúnað - hefðbundinn 50 kW hleðslubúnaður getur skilað allt að 270 km drægi á klukkustund*. Eftir því sem almennir hleðslustaðir fara batnandi verður I‑PACE reiðubúinn að taka við allt að 100 kW jafnstraumshleðslu. Þetta þýðir að þú getur auðveldlega bætt við 100 km drægi á aðeins 15 mínútum. Afköst almenns riðstraumshleðslubúnaðar geta verið mismunandi eftir þjónustuveitendum. Þú getur einnig fundið þægilegar hleðslustöðvar á stöðum þar sem þú dvelur hugsanlega í nokkrar klukkustundir - eða jafnvel yfir nótt - þar á meðal við verslunarmiðstöðvar, hótel og líkamsræktarstöðvar. Þú einfaldlega leggur, stingur í samband og gerir síðan það sem þig lystir.

Jaguar á í viðurkenndu samstarfi við fyrirtæki sem reka almennar hleðslustöðvar á öllum mörkuðum þar sem I‑PACE er fáanlegur.
*Hraðhleðslutæki skilar mikilli orku á stuttum tíma. Hleðsluhraðinn minnkar eftir því sem rafhlaðan nálgast fulla hleðslu og þess vegna er yfirleitt fljótlegra að hlaða upp í 80 prósent eða upp í það viðbótardrægi sem þörf er á.
HLEÐSLUKORT – AUÐVELDARI LEIT AÐ HLEÐSLUSTÖÐ

Hvert sem þú ferð hefurðu núna tækifæri til að skipuleggja ferðina fyrirfram svo að I‑PACE bíllinn þinn frá Jaguar sé alltaf með næga hleðslu. Á gagnvirka hleðslukortinu okkar getur þú staðsett næstu hleðslustöð hvenær og hvar sem er.

HLEÐSLUSNÚRUR
FJÖLNOTAHLEÐSLUSNÚRA
Fjölnotahleðslusnúran (svokölluð hleðslusnúra af tegund 2) sem fylgir með I‑PACE gerir þér kleift að hlaða bílinn annaðhvort með venjulegri heimilisinnstungu eða innstungu fyrir iðnaðartengi (IEC). Frekari upplýsingar um notkun I‑PACE í öðrum löndum fást hjá söluaðila Jaguar.
HLEÐSLUSNÚRA FYRIR ALMENNINGSHLEÐSLUSTÖÐVAR
Hleðslusnúran fyrir almenningshleðslustöðvar (svokölluð hleðslusnúra af tegund 3) tengir I‑PACE við staðlaðar hleðslustöðvar fyrir almenning. Þessa snúru má einnig nota til að tengja við heimahleðslustöð. Hraðhleðslustöðvar fyrir almenning eru með fastri snúru þannig að þú þarft ekki að nota þína eigin. Frekari upplýsingar um hleðslustöðvar í þínu sveitarfélagi eða landi fást hjá söluaðila Jaguar.
UPPSETNING HEIMAHLEÐSLUSTÖÐVAR

Við vottum birgja og uppsetningaraðila fyrir heimahleðslustöðvar af kostgæfni til að tryggja hámarksgæði vinnunnar. Hægt er að setja sterkbyggða heimahleðslustöðina upp í innkeyrslunni, bílskúrnum eða á öðrum hentugum stað heima hjá þér. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Jaguar.

FINNA SÖLUAÐILA
DRÆGI VARÐVEITT

I‑PACE er búinn tækni til að varðveita drægi og vernda rafhlöðu bílsins. Með fjarstjórnun farþegarýmis geturðu til dæmis hitað eða kælt innanrýmið á meðan I‑PACE er í hleðslu og rafmagnið sem er notað verður tekið frá rafveitunni en ekki rafhlöðunni. Annar hugvitssamlegur eiginleiki, tímastillt hleðsla, gerir þér kleift að slá inn brottfarartíma þannig að síðustu XX prósentunum af hleðslunni sé ekki bætt við fyrr en rétt áður en þú leggur af stað, til þess að viðhalda góðu ástandi rafhlöðunnar í I‑PACE.

SKOÐA AFKÖST
ECO-STILLING

Eco-stilling hjálpar til við að varðveita drægi I‑PACE með því að draga úr orkurýrnun og stuðla að sparneytnara aksturslagi. Hún stuðlar einnig að lítils háttar breytingum á hitastigi farþegarýmisins, lofthringrás og ýmsum öðrum eiginleikum bílsins. Hægt er að hnekkja þessum breytingum með venjulegri notkun á hverjum eiginleika fyrir sig eða gegnum valmyndarstillingarnar.

Finndu rafmagnaða samsetningu afkasta, tækni og útlits í Jaguar-bíl sem hentar þér.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

NEDC-staðallinn er eldri prófunin sem notuð var til að mæla eldsneytisnotkun og útblástur í farþegabifreiðum í Evrópu. WLTP (Worldwide harmonised Light vehicle Test Procedure) er nýja aðferðin sem hefur verið innleidd í áföngum frá 2017 og mælir eldsneytisnotkun, orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi. Tölur eru sýndar fyrir NEDC og fyrir nýju WLTP-akstursprófanirnar. Munurinn á tölum stafar af breytingum á því hvernig bílarnir eru prófaðir en ekki af minnkuðum afköstum.

Upplýsingar um eiginleika eiga ekki við um gerðir sem seldar eru í Kína.

Opinberar tölur úr ESB-prófunum frá prófunum framleiðenda samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins. Aðeins ætlaðar til samanburðar. Raunverulegar tölur og heildargögn um EV-eiginleika geta verið mismunandi eftir akstri og umhverfisþáttum.