INNANRÝMI

Í F‑TYPE nærðu fullkominni tengingu við bílinn. Hver einasti þáttur innanrýmisins er hannaður með það fyrir augum að skapa tengsl. Það umlykur þig og veitir þér enn betri akstursupplifun.

Innanrýminu hefur verið gefinn ferskari blær sem gerir bílinn fágaðri án þess að það dragi úr athygli ökumannsins. Hvert einasta smáatriði hefur verið endurhugsað. Ný fyrirferðarlítil sæti eru stærsta breytingin og körfusætin eru nú með kælimöguleika. Minnstu smáatriði hafa verið uppfærð, s.s. nýir listar á stokki og króminnfellingar á hurðum og stýri, sem ýta undir lúxustilfinninguna.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
ÚTFÆRSLUR
NÝR F‑TYPE CHEQUERED FLAG

Líflegt innanrými Chequered Flag snýst allt um spennuna. Körfusæti með upphleyptri merkingu og hiti í stýri með rauðu merki fyrir miðju að ofan eru meðal sérkenna þess.

SKOÐA MYNDASAFN
SÉRSNIÐ

Valmöguleikarnir eru fjöldamargir sem gerir þér kleift að sníða innanrými F‑TYPE nákvæmlega að þínum stíl. Settu saman innanrými eftir þínum smekk, með vali á sætum, áferð og litasamsetningum. Það er auðvelt að gera F‑TYPE að hinum fullkomna sportbíl fyrir þig.

STJÓRNTÆKI ÖKUMANNSINS
Mælar eru einfaldir, skýrir og auðveldir til aflestrar með tveimur stórum mælum með vísi - sem er grundvallareinkenni sportbíla. Þriggja arma stýri býður upp á stjórntæki fyrir lykileiginleika. Í sjálfskiptum gerðum gera rofar í stýri þér kleift að velja gíra handvirkt án þess að taka hendurnar af stýrinu.
LÉTT SÆTI
Nýju sportsætin og körfusætin í F‑TYPE eru hönnuð með sportbíla í huga. Sætin eru úr magnesíum sem léttir þau um 8 kg* frá eldri gerðum. Straumlínulögun þeirra tekur minna pláss og því er hægt að velja um fjölda sætisstillinga. Körfusætin veita aukinn hliðarstuðning og möguleika á kælingu.

*Samanburður á þyngd körfusæta.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:fUsizUZpYZw
STILLANLEG LÝSING
Ýttu á ræsihnappinn og innanrými F‑TYPE lifnar við með ljósaröð. Hægt er að velja lit lýsingarinnar eftir stemmningu hverju sinni, hvort sem það er fosfórblár, fölblár, hvítur, kóralrauður eða rauður. Þegar þú stillir á kraftstillingu verða ljósin á hurðarhúnum, miðstokki og mælaborði rauð.
FARANGURSRÝMI
Við hönnuðum farangursrýmið í F‑TYPE blæjubílnum með það í huga að skapa sportbíl sem hæfir hvaða lífsstíl sem er. Plássið jafnast á við nokkra af þekktari Hatchback-bílum, allt að 408 lítrum. Hægt er að opna og loka afturhleranum með því einu að ýta á hnapp ef rafstýrður eiginleiki er valinn*.

*Eingöngu í tveggja dyra bíl.

Tæknilegir yfirburðir F‑TYPE veita tæra akstursánægju og skila fjölbreyttum eiginleikum fyrir mismunandi ökumenn og ólíka vegi. Hvort sem F‑TYPE er tveggja dyra, með eða án blæju, afturhjóladrifinn eða með aldrifi, sjálfskiptur eða beinskiptur geta allir fundið útfærslu sem hentar þeirra aksturslagi. Hannaðu og settu saman þinn eigin F‑TYPE á hönnunarsvæðinu okkar eða skráðu niður það sem þú hefur áhuga á.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

1Comparative weight saving for Performance seats. Vehicles shown in films may not be exact representations of recent upgrades and enhancements. Please refer to your local Jaguar Retailer for the latest specifications.
2Coupé only.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
Url
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
Url
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
Url
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
Url