Spennandi samsetning hagkvæmrar tengiltvinntækni og afkastagetu Jaguar.
Með nýjum F-PACE tengiltvinnbíl færðu meiri sparneytni og engan endarörsútblástur þegar þú ekur á rafmagnsstillingu (EV).
F-PACE er einn fárra bíla sem hafa bæði verið útnefndir bíll ársins, „World Car of the Year“, og hlotið hönnunarverðlaunin „World Car Design of the Year.“ Hinn nýi Jaguar F-PACE tengiltvinnbíll viðheldur hugmyndafræði okkar um framsækna hönnun og nútímalegan lúxus.
*Með 32kW DC-hraðhleðslutæki.
†Tölurnar eru reiknaðar samkvæmt NEDC2 á grunni WLTP-prófana hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Tölur um koltvísýring og sparneytni geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og aukabúnaði. NEDC2-tölur eru reiknaðar samkvæmt forskrift opinberra aðila á grunni talna úr WLTP-prófunum sem eru jafngildi þess sem þær hefðu verið í eldri gerð NEDC-prófana. Að því loknu er hægt að leggja á viðeigandi skatta.
Skoða WLTP-tölur
WLTP er nýja opinbera ESB-prófunin sem notuð er til að reikna út staðlaðar tölur um eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun fyrir fólksbíla. Hún mælir eldsneytis- og orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi.
‡Opinberar eldsneytisnotkunartölur fyrir F-PACE línuna (að tengiltvinnbílum undanskildum) í l/100 km: Blandaður akstur 5,2–8,9. NEDC2 koltvísýringslosun 137–202 g/km. Tengiltvinnbíll í l/100km : Blandaður akstur 2,4. NEDC2 koltvísýringslosun 54 g/km. Drægi í EV-stillingu byggist á framleiðsluökutæki á staðlaðri leið. Drægi er mismunandi og veltur á ástandi ökutækis og rafhlöðu, leiðinni sem ekin er, umhverfisaðstæðum og aksturslagi. Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Koltvísýringslosun, eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi og aukahlutum.