INNANRÝMI

Innanrýmið í F‑PACE er nútímalega hannað og bæði fágað og sportlegt.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
Í ÖKUMANNSSÆTINU

Veldu þér körfusæti (aukabúnaður) með götuðu leðri1 til að auka enn frekar á sportbílsáhrifin. Körfusætin eru búin stillanlegum hliðarpúðum sem auka hliðarstuðninginn og halda enn betur við þig. Körfusætin í F‑PACE SVR eru bólstruð með götuðu Windsor-leðri með Lozange-saumi og upphleyptu SVR-merki á höfuðpúða.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
F‑PACE SVR INNANRÝMI

Farþegarými F‑PACE SVR er með körfusætum og þar eru ökumaður og farþegar hans í aðalhlutverki.

AFKÖST

Ljósgrá/íbenholt körfusæti, Lozange-mynstur, gatað Windsor-leður2.

LÚXUS

Siena-brún götuð Windsor-leðursæti eru fáanleg í Portfolio-gerðinni.

SPORT

Íbenholt/Pimento-rauð leðursæti úr leðri eru fáanleg í R-Sport.

GÆÐI OG HANDVERK

Innanrými F‑PACE er eitt það ríkulegasta í sínum flokki. Þar finnurðu nútímalegt, breskt handverk, sérvalin gæðaefni, ríkulegt leður og vandaðan frágang - þar á meðal nýja koltrefjaklæðningu (aukabúnaður).

SETTU SAMAN ÞINN F‑PACE

Hannaðu og settu saman hinn fullkomna F‑PACE fyrir þinn lífsstíl. Þú getur valið bæði gerð bílsins og vél og skoðað ólíka liti, felgur og fleira.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SÉREINKENNI
STILLANLEG LÝSING Í INNANRÝMI
Hægt er að nota stillanlega stemmningslýsingu í innanrými3 til að gera rýmið enn persónulegra. Með henni verður lýsingin áhrifamikil og afslappað andrúmsloftið umvefur alla farþega. Kerfið dregur fram glæsileg hönnunaratriðin í innanrýminu með því að varpa ljósflötum þar sem hægt er að velja á milli tíu ólíkra lita. Í F‑PACE geturðu stillt stemninguna að eigin skapi, hvernig sem það er.
RÝMI Í AFTURSÆTUM
Í aftursætum er fótarými 944 mm og hnjárými 65 mm. Bæði fram- og aftursæti eru með rafknúnar stillingar4 sem bjóða upp á hina fullkomnu sætisstillingu með einum hnappi.

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:_BepWtrvQK8
ÞAKGLUGGI
Veldu annaðhvort fastan eða opnanlegan þakglugga5 og fylltu innanrými F‑PACE af ljósi og tilfinningu fyrir góðu rými. Til að tryggja næði og draga úr mikilli hitamyndun í sterkri sól eru rafknúin gluggatjöld staðalbúnaður í öllum gerðum þakglugga.

Jaguar F‑PACE er hraðskreiður jeppi og í honum færðu bæði framúrskarandi akstursupplifun og sparneytni. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna F‑PACE fyrir þig.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

1Aðeins í boði í F‑PACE R-Sport og F‑PACE S.
2Aðeins í boði í F‑PACE SVR.
3Uppsetning fer eftir útfærslu og markaðssvæði.
4Aukabúnaður. Ekki í boði í F‑PACE SVR.
5Uppsetning þakglugga fer eftir markaðssvæðum og gerðum.