TÆKNI BÍLSINS

Háþróuð tæknin í Jaguar F‑PACE inniheldur fjölmörg kerfi sem bæta akstursupplifunina og auka öryggi allra farþega.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ

Ökutækin sem sjást á myndskeiðum á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
NÝJUNGAR FRÁ JAGUAR

Framúrskarandi Touch Pro upplýsinga- og afþreyingarkerfi er staðalbúnaður í F‑PACE. Jaguar býður upp á viðbragðsfljótar, einfaldar og fullkomlega samþættar lausnir sem auðvelda þér aksturinn.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
INCONTROL
10” TOUCH PRO<sup>1</sup>
STAÐALBÚNAÐUR Í ÖLLUM GERÐUM F‑PACE

Nýjasta kynslóð vél- og hugbúnaðar í Touch Pro býður upp á fyrsta flokks tengimöguleika og afþreyingu í F‑PACE.

• 10 tommu snertiskjár með stillanlegum heimaskjá og bendistjórnun (pikka, strjúka, klemma)
• Mælaborð með 5” miðlægum TFT-skjá2
• Jaguar-hljóðkerfi2
• AM/FM-útvarp, Bluetooth® og tvö USB-tengi
SKIPTUR SKJÁR<sup>3</sup>
Skiptur skjár gerir ökumanni og farþega kleift að skoða hvor sitt efni á sama 10" snertiskjánum. Farþegi í framsæti getur t.d. horft á kvikmynd (og hlustað á hljóðið með þráðlausum heyrnartólum) á meðan ökumaðurinn fylgist með leiðsagnarforritinu.
ÖNNUR INCONTROL-TÆKNI
INCONTROL APPS<sup>1</sup>
InControl Apps tengir snjallsímann við snertiskjá bílsins til að þú getir á öruggan máta notað snjallsímann á meðan þú ert í bílnum. InControl Apps gerir þér kleift að stjórna samhæfum forritum á snertiskjánum, til dæmis Spotify og Tile, til að tryggja örugga og handhæga notkun forrita sem eru sérsniðin fyrir notkun í bílnum.
PROTECT<sup>1</sup>
Protect samanstendur af neyðarsímtalseiginleika, sérsniðnum Jaguar-aðstoðareiginleika og snjallsímaforritinu Remote Essentials, sem veitir þér upplýsingar um bílinn og gerir þér kleift að eiga samskipti við hann með fjaraðgangi. Skoðaðu eldsneytisstöðu og drægi og stöðu dyra, glugga og lása. Finndu staðinn þar sem bílnum var lagt síðast og finndu rétta leið að honum með gönguleiðsögn. Þú getur einnig fylgst með upplýsingum um eldsneytisnotkun.
CONNECT PRO<sup>4</sup>
Hægt er að auka enn við virkni Touch Pro með aukabúnaðinum Connect Pro sem samanstendur af InControl Apps, Remote Premium-snjallsímaforriti, heitum Wi-Fi-reit og Pro-þjónustu, þ.m.t. umferðarupplýsingum í rauntíma. Á meðal eiginleika er samstilling uppáhaldsferðanna þinna á milli leiðsögukerfis Touch Pro, forritsins Route Planner í snjallsímanum og vefsvæðis Route Planner.
ÖRYGGISRAKNING<sup>1</sup>
InControl Secure býður upp á rakningu stolinna bíla og tilkynningar í snjallsíma og InControl Secure-öryggismiðstöð.
UMFERÐARSKILTAGREINING OG SJÁLFVIRK HRAÐATAKMÖRKUN<sup>5</sup>
Umferðarskiltagreiningin tryggir að ökumaður hafi réttar upplýsingar og hugann við veginn með því að birta skilti fyrir hámarkshraða og framúrakstursbann á greinilegum stað á mælaborðinu. Þegar kveikt er á sjálfvirku hraðatakmörkuninni notar hún hraðastillinn til að stjórna hraða bílsins eftir upplýsingum frá umferðarskiltagreiningunni.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:1FhPoWvXtAE
SJÓNLÍNUSKJÁR

Sjónlínuskjárinn6 birtir grunnupplýsingar um bílinn, svo sem hraða, gír og akstursstefnu, á framrúðunni. Hann býður upp á afar skýrar myndir í lit og háskerpu sem auðveldar þér að lesa í aðgerðir og upplýsingar.

HLJÓÐ FRÁ MERIDIAN<sup>TM</sup>

Meridian-hljóðkerfin og framúrskarandi stafræn hljóðvinnslureiknirit tryggja að taktur, áherslur og tímasetningar í tónlist skila sér nákvæmlega eins og tónlistarmaðurinn ætlaði sér. Að auki er hægt að velja enn betri hljóm með Meridian™-hljóðkerfi7 (380 W) með 10 hátölurum og tveggja rása bassahátalara eða Meridian Surround-hljóðkerfi7 (825 W) með 16 hátölurum og tveggja rása bassahátalara.

SKOÐA MERIDIAN

Jaguar F‑PACE er hraðskreiður jeppi og í honum færðu bæði framúrskarandi akstursupplifun og sparneytni. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna F‑PACE fyrir þig.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

1Connect Pro-pakkinn felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar. Eiginleikar og valkostir InControl og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum - upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa nettengingu á öllum svæðum. Hlaða verður niður forritunum InControl og Remote frá Apple/Play Store. Tiltekinn búnaður krefst viðeigandi SIM-korts með gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.
2Eiginleikar og framboð þeirra kann að vera mismunandi eftir útfærslum bíla og markaðssvæðum. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Jaguar.
3Aukabúnaður; krefst uppsetningar Navigation Pro, geislaspilara/DVD-spilara og MeridianTM-hljóðkerfis/MeridianTM Surround-hljóðkerfis.
4Til að nota Navigation Pro þarf Connect Pro að vera til staðar. Þegar Navigation Pro er sett upp í bílnum þarf að velja allan búnað sem fylgir Connect Pro. Upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Internetvirkni og Wi-Fi-tenging krefjast uppsetningar micro SIM-korts með viðeigandi gagnaáskrift.
5Framboð og uppsetning ræðst af markaðssvæði. Aðeins í boði með Navigation Pro.
6Setja þarf upp framrúðu sem dökknar í sólarljósi.
7Aukabúnaður.