YTRA BYRÐI

Kröftugt og snarpt útlit F‑PACE og sportlegt yfirbragð hans gefa bílnum einstaka stöðu á vegum úti. Útlit F‑PACE er byggt á F‑TYPE-bílnum frá Jaguar og hann er afkastamikill jeppi með einkenni sportbíls.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
KRAFTMIKIL HÖNNUN

F‑PACE er nýjasti bíllinn í þessari línu glæsilegra og spennandi bíla. Öll hlutföll bílsins ýta undir kraftinn, draga úr loftmótstöðu og bæta fjölhæfni hans. Dropalaga bíllinn og uppmjó þaklína hans gerir stöðu hans á veginum enn meira afgerandi.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
F‑PACE SVR YTRA BYRÐI

Hönnun F‑PACE SVR státar af sérstökum loftmótstöðulausnum, t.d. nýjum framstuðara og breiðari vindskeið, sem mynda nægan niðurþrýsting og straumlínulögun til að jeppinn geti náð hámarkshraðanum 283 km/klst. - stórglæsilegur á fleygiferð.

ENDURBÆTT STRAUMLÍNULÖGUN

Einstakt ytra byrði F‑PACE SVR skilar framúrskarandi straumlínulögun og afköstum með því að beina lofti bæði undir og yfir bílinn. Með þessu er dregið úr lyftu bílsins, gripið eykst og bæði vél og hemlar fá kælingu. Útkoman er framúrskarandi aksturseiginleikar, aukinn þyngdarkraftur í beygjum og meiri stöðugleiki á miklum hraða.

FRAMÚRSKARANDI STRAUMLÍNULÖGUN

Straumlínulögunin er grundvallarþáttur í hönnun yfirbyggingar F‑PACE sem býður framúrskarandi loftviðnámsstuðul allt niður í 0,34.1 Útkoman er sú að F‑PACE er svo sannarlega jafnrennilegur og hann lítur út fyrir að vera. Afar háþróuð straumlínulögun dregur úr eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og vindgnauði, auk þess að bæta stöðugleika á miklum hraða og ýta undir sjálfsöryggi ökumannsins.

FRAMHLUTI
STILLANLEG LED-AÐALLJÓS

Sjálfvirk LED-aðalljós F‑PACE eru með einkennandi J-laga LED-dagljósum2 Jaguar sem gefa frá sér ljósmagn sem er nánast á við dagsbirtu, en af þeim sökum geta augu bílstjórans numið hluti í grennd við bílinn betur og einnig dregur þetta úr þreytu.

HLIÐ
HREINAR LÍNUR

F‑PACE lítur kröftuglega út frá öllum hliðum. Framhluti bílsins er afgerandi, grillið er stöndugt og skarpar fellingalínur hans kallast á við sportlegan glæsileikann úr F‑TYPE.

AFTURHLUTI
AFGERANDI AFTURHLUTI

Afgerandi afturhlutinn er undir áhrifum frá F‑TYPE; hann ýtir enn undir sportlegt yfirbragð F‑PACE og myndar lokkandi umgjörð fyrir sterk LED-afturljósin.

JAGUAR FELGUR
FELGUR Á F‑PACE SVR
Þú getur valið um 21“ þrykktar og demantsslípaðar álfelgur eða 22“ þrykktar álfelgur (aukabúnaður), demantsslípaðar eða gljásvartar. F‑PACE SVR er búinn 295 mm breiðum afturhjólbörðum sem auka gripið og legu bílsins í beygjum og undirstrika sportlegt yfirbragð hans.

Felgur á mynd eru 22" demantsslípaðar Style 5081-felgur með fimm skiptum örmum (aukabúnaður).
SPORTFELGUR
Fyrir F‑PACE býðst mjög gott úrval af léttum og straumlínulöguðum álfelgum og hjólastærðum frá 18 til 22 tomma - sem er einmitt það sem þarf til að fullkomna kröftugt útlit F‑PACE-bílsins. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að velja felgur.

Felgur á mynd eru 22" gráar og demantsslípaðar Style 9006-felgur með níu skiptum örmum (aukabúnaður).

Jaguar F‑PACE er hraðskreiður jeppi og í honum færðu bæði framúrskarandi akstursupplifun og sparneytni. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna F‑PACE fyrir þig.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

1Fer eftir vél.
2Uppsetning fer eftir útfærslu og markaðssvæði. Einnig eru fáanleg Xenon- og halógen-aðalljós, eftir því hvaða gerð bílsins er valin.