AKSTURSEIGINLEIKAR

Uppgötvaðu þá spennandi upplifun að aka F‑PACE-bílnum sem býður upp á snaggaralega aksturseiginleika og hátæknivélar sem skila mikilli afkastagetu og skilvirkni.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
AFKASTATÆKNI

Lífskrafturinn í F‑PACE felst í afli vélanna, léttri Jaguar-yfirbyggingu úr áli og háþróaðri tæknilausnum sem tryggja afkastagetuna. Í sameiningu tryggja þessir þættir mögnuð afköst og afar sannfærandi sparneytni.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
AKSTURSEIGINLEIKAR F‑PACE SVR

Í F‑PACE SVR hefur SVO-sérsmíðadeildin skapað jeppa sem rýkur úr 100 km/klst. á aðeins 4,3 sekúndum.

SJÁLFSÖRYGGI VIÐ ALLAR AÐSTÆÐUR

Hvort sem þú velur útfærslu með afturhjóladrifi1 eða aldrifi muntu alltaf upplifa Jaguar-tilfinninguna undir stýri á F‑PACE.
FREKARI UPPLÝSINGAR

LÉTT YFIRBYGGING ÚR ÁLI

F‑PACE er stífur og sterkur með yfirbyggingu úr léttu áli. Allir farþegar njóta framúrskarandi verndar um leið og takmörkuð þyngd bílsins eykur sparneytni og bætir aksturs- og hemlunareiginleika. F‑PACE er einn léttasti bíllinn í sínum gæðaflokki2, með þyngdardreifingu sem er rétt um 50:502, sem gerir afköst hans sportleg og aksturinn óaðfinnanlegan.

INGENIUM-LÍNAN

Ingenium-vélarnar frá Jaguar Land Rover eru ný tegund véla sem eru hannaðar fyrir hnökralaus afköst, fágun og skilvirkni. Háþróuð tækni og gegnheil álsmíði Ingenium skilar miklu afli og framúrskarandi eldsneytisnýtingu.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU
INGENIUM-BENSÍNVÉL

Nýju 2,0 lítra fjögurra strokka 250 ha. Ingenium-bensínvélarnar með hverfilforþjöppu í F‑PACE skila framúrskarandi afli og togi. Létt hönnun og notkun viðnámslítilla keflalega skilar mýkt og miklum afköstum.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU
INGENIUM-DÍSILVÉL

Ingenium-tæknin liggur til grundvallar í þremur dísilvélunum í F‑PACE-bílunum. Þessar viðnámslitlu álvélar eru með stífum strokkstykkjum og tvöföldum sveifludeyfum sem gera það að verkum að titringur er í algjöru lágmarki. Allar vélarnar eru búnar Stop/Start-tækni og hugvitssamlegri endurnýtingarhleðslu þar sem hreyfiorka frá hemlun er notuð til að hlaða rafgeyminn til að hámarka sparneytni, sérstaklega við innanbæjarakstur.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU
VÉLAR INNBLÁSNAR AF F‑TYPE

Allar bensínvélar F‑PACE bjóða upp á afl og gott viðbragð en eru samt sparneytnar. 3,0 lítra V6-bensínvél með forþjöppu, sem líka er notuð í F‑TYPE, skilar 380 hö. og togi upp á 450 Nm. 550 ha. 5,0 lítra V8-bensínvélin með forþjöppu er með hvorki meira né minna en 680 Nm snúningsvægi. Báðar vélarnar eru smíðaðar úr áli og skila tafarlaust mikilli afkastagetu og togi, hver sem vélarhraðinn er, auk þess að hljóma einstaklega vel.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU
3,0 LÍTRA 300 HÖ. V6-DÍSILVÉL MEÐ TVEIMUR HVERFILFORÞJÖPPUM

3,0 lítra, 300 hestafla V6-dísilvélin með tveimur hverfilforþjöppum skilar aflinu með fágun og skilvirkni og nær 700 Nm togi og sérlega viðbragðsfljótum akstri. Hún er með 2.000 bara „piezo common rail“ eldsneytisinnspýtingarkerfi sem tryggir skilvirkan bruna og minni útblástur.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU
VÉLAR
SKOÐA TÆKNILÝSINGU
NÝ DÍSILVÉL, BENSÍNVÉL EÐA RAFMAGNSMÓTOR?

Bensín- og dísilvélarnar okkar eru þær hreinustu og sparneytnustu sem við höfum framleitt til þessa. Rafmagnsaflrásin okkar veitir auk þess innlit í framtíðarakstur. Hver þeirra hentar þér?

HVER ÞEIRRA HENTAR ÞÉR?
BEINSKIPTING EÐA SJÁLFSKIPTING

Átta þrepa sjálfskiptingin í F‑PACE og átta þrepa hraðvirka sjálfskiptingin í F‑PACE SVR eru einstaklega viðbragðfljótar, mjúkar og skilvirkar. Þær skila hröðum gírskiptum til að tryggja hnökralausa hröðun. Einnig er hægt að skipta handvirkt um gír með rofum á stýrinu. Sex gíra beinskipting3 skilar mjúkum og snörpum gírskiptum. Hér fer léttur og háþróaður gírkassi sem er einn af hornsteinum framúrskarandi skilvirkni F‑PACE.

GÆÐAAKSTUR FYRIR ÖKUMANNINN
ASPC-GRIPKERFI OG ADSR-GRIPKERFI
ASPC-gripkerfi Jaguar4 er lághraðastilling sem býður upp á öruggari akstur við aðstæður þar sem grip er takmarkað. Í bílum með aldrifi og Adaptive Dynamics-fjöðrun greinir AdSR-gripkerfið (aukabúnaður) mismun á milli yfirborðsgerða og stillir bæði vélina og hemlana í samræmi við grip hverju sinni.

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:PGx2zd9Afjw
JAGUARDRIVE CONTROL-ROFINN
Með einstökum JaguarDrive Control-rofanum verða gírskiptingar og niðurskiptingar snarpari í kraftstillingunni, fyrr er skipt upp úr lægri gírum í sparneytnu stillingunni og í hálkustillingunni er skipt yfir í mýkra skrið þegar veggrip er takmarkað. Með rofanum geturðu valið á milli þess að nýta allan kraft F‑PACE-bílsins eða tryggja mestu sparneytni.

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:hJWsGMsCcC4
TOGSTÝRING MEÐ HEMLUM
Með togstýringartækni er hemlum beitt aðskilið á fram- og afturhjólin innra megin í beygjunni. Þannig næst fram hámarksgeta, líka í kröppum beygjum, og dregið er úr undirstýringu sem skilar lipurð sportbíls og öruggari akstri.
RAFDRIFIÐ EPAS-AFLSTÝRI
Rafdrifið EPAS-aflstýri býður upp á frábært viðbragð og stjórn. Það er eingöngu virkt þegar á þarf að halda - sem sparar bæði afl og eldsneyti. Háþróað tölvukerfi rafdrifna EPAS-aflstýrisins breytir stýrisaðstoðinni eftir þörfum - með aukinni aðstoð á litlum hraða og bættum aksturseiginleikum á miklum hraða.
ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN
Hvort sem ekið er hratt á þjóðvegi, um hlykkjótta sveitavegi eða innanbæjar lagar Adaptive Dynamics-fjöðrunin5 viðbragð F‑PACE að aðstæðum og aksturslagi þínu. Kerfið stillir demparana stöðugt til að viðhalda fullkomnu jafnvægi á milli viðbragðs og þæginda.
AKSTURSSTJÓRNSTILLING
Akstursstjórnstillingin6 byggist á tækni úr F‑TYPE-sportbílnum og gerir þér kleift að stilla fjöðrun, inngjöf, gírskiptingar og stýri í F‑PACE eftir þínum þörfum. Hún verður virk þegar kraftstillingin er valin með JaguarDrive-rofanum. Kraftstillingin kallar fram sportbílinn í F‑PACE, skerpir inngjafarviðbragðið, þyngir stýrið, eykur hraða gírskiptinga og leyfir skiptingar á hærri snúningi.

Jaguar F‑PACE er hraðskreiður jeppi og í honum færðu bæði framúrskarandi akstursupplifun og skilvirkni. Notaðu hönnunarsvæði okkar til að setja saman hinn fullkomna F‑PACE fyrir þig.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

1Framboð er misjafnt eftir markaðssvæðum.
2Fer eftir gerð og vél.
3Aðeins í boði með 2,0 lítra, fjögurra strokka, 163 ha. dísilvél.
4Aðeins með sjálfskiptingu.
5Staðalbúnaður í F‑PACE S og SVR, ekki fáanlegt í 2,0 lítra fjögurra strokka 163 ha. dísilvél.
6Aðeins sjálfskipting. Staðalbúnaður í F‑PACE S og SVR, ekki fáanlegt í 2,0 lítra fjögurra strokka 163 ha. dísilvél.
Allar tölur eru viðmið sem framleiðandi setur og eru háðar lokastaðfestingu áður en framleiðsla hefst. Athugið að tölur um koltvísýring og sparneytni geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og lægstu tölurnar eiga mögulega ekki við um staðlaðan hjólabúnað.
Skoða tölur úr WLTP-prófunum fyrir F‑PACE.
Skoða tölur úr WLTP-prófunum fyrir F‑PACE SVR.
WLTP er nýja opinbera ESB-prófunin sem notuð er til að reikna út staðlaðar tölur um eldsneytisnotkun og koltvísýring fyrir fólksbíla. Hún mælir eldsneytis- og orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi.
‡‡Upplýsingar um vélar hafa ekki verið endurvottaðar árið 2018. Birtar upplýsingar eru samkvæmt vottunum árið 2017.