JAGUAR F‑PACE GEAR - AUKABÚNAÐUR

Við höfum sett saman fjölmarga aukahlutapakka sem gera F‑PACE-bílinn enn hagnýtari, fjölhæfari og sérstakari.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar

Aukahlutir frá Jaguar gera þér kleift að sníða F‑PACE nákvæmlega að þínum þörfum, lífsstíl og áhugamálum. Við erum búin að pakka vinsælustu aukahlutunum í fjóra hentuga pakka: Koltrefjapakka, stílpakka fyrir ytra byrði, stílpakka fyrir innanrými og lífsstílspakka. Kynntu þér pakkana og settu svo F‑PACE saman eftir þínu höfði eða flettu í gegnum vörulistann til að sjá allt sem í boði er.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
LEITA AÐ AUKAHLUTUM
Aukabúnaðarpakkar
KOLTREFJAPAKKI
Kallaðu fram sportbílinn í F‑PACE með þessum rennilegu og stílhreinu aukahlutum.
KOLTREFJAPAKKINN INNIHELDUR:
Speglahlífar og loftunarop á hliðum úr ekta gæðakoltrefjum.
STÍLPAKKINN
Þessir aukahlutir undirstrika afgerandi útlit F‑PACE á látlausan máta.
STÍLPAKKI FYRIR YTRA BYRÐI INNIHELDUR:
Gljásvört loftunarop á hliðum og gljásvartar speglahlífar.
LÍFSSTÍLSPAKKINN
Njóttu þess að lifa sportlegum og ævintýralegum lífsstíl til fulls með F‑PACE vel varinn, bæði að innan og utan.
LÍFSSTÍLSPAKKINN INNIHELDUR:
Þú færð meira út úr F‑PACE með þessum pakka. Þverbitar á þak merktir Jaguar geta borið allt frá íþróttabúnaði til farangurs. Aurhlífar að framan og aftan veita aukna vörn gegn óhreinindum og grjótskemmdum á lakki bílsins. Í innanrýminu bjóða svo gúmmímottur í farangursrými og gólf upp á vörn gegn hefðbundnu sliti og auðvelt er að taka þær úr og þrífa.
PAKKI FYRIR INNANRÝMI
Uppfærðu farþegarými F‑PACE með vandlega unnum aukahlutum fyrir innanrými frá Jaguar.
STÍLPAKKI FYRIR INNANRÝMI INNIHELDUR:
Til að verja innanrýmið og bæta svolítið við munaðinn er einnig að finna fyrsta flokks ofnar gólfmottur og fyrsta flokks teppi fyrir farangursrými í þessum pakka. Satínkrómaðir gírskiptirofar úr rafhúðuðu áli skerpa enn á stjórn ökumannsins.
GÆLUDÝRAPAKKI
Tryggðu vellíðan og öryggi gæludýrsins þíns með gæludýrapökkunum okkar. Skilrúm upp í þak tryggir að gæludýrið komi ekki inn í farþegarýmið og endingargóð gúmmímotta ver farangursrýmið.

Þú getur valið þér F‑PACE-gerð og bætt við aukabúnaði og aukahlutum til að gera hann að þínum. Ef þú vilt skoða fleiri hluti fyrir F‑PACE en hér eru taldir upp geturðu skoðað vörulistann í heild sinni á netinu.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
FINNA AUKAHLUTI