NOTAGILDI OG ÖRYGGI

E‑PACE er hannaður til að flytja þig og farþega þína á sem þægilegastan og öruggastan máta, hvert sem leið þín liggur og með allt sem þú þarft á að halda.

Til að tryggja hámarksöryggi hefur E‑PACE verið hannaður með ýmsum eiginleikum, sem eiga ekki aðeins að vernda þig og farþega þína, heldur einnig afstýra slysum. E‑PACE er búinn ótal aðstoðareiginleikum fyrir ökumann sem efla hver annan og gera aksturinn auðveldari og öruggari.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SÉREINKENNI
TÓMSTUNDALYKILL
Með tómstundalyklinum geturðu stundað uppáhaldsiðjuna þína á meðan lykillinn er á öruggum stað í bílnum. Þú getur svo bundið tómstundalykilinn við úlnliðinn til að auka þægindin enn frekar. Með sterkbyggðu og vatnsheldu armbandinu geturðu notið fjölbreyttrar útiveru. Snertu svo einfaldlega tómstundalykilinn á afturhleranum til að opna eða læsa bílnum og virkja venjulegu lyklafjarstýringuna eða gera hana óvirka.
RAFKNÚINN AFTURHLERI MEÐ HANDFRJÁLSRI OPNUN<sup>1</sup>
Rafknúinn afturhleri með handfrjálsri opnun er aukabúnaður sem gerir ökumanni kleift að opna og loka afturhleranum handfrjálst fyrir utan bílinn í stað þess að þurfa að taka í afturhlerann eða nota lykil með fjarstýringu. Það nægir að setja fótinn undir aðra afturhlið bílsins til að opna eða loka afturhleranum.
TAKTU ALLT SEM ÞÚ ÞARFT MEÐ ÞÉR
Það er auðvelt að koma stórum hlutum fyrir í farangursrými með hámarksbreidd allt að 1,3 metra - sem þýðir að E‑PACE getur auðveldlega flutt barnakerru sem búið er að leggja saman. Með farangursgeymslu sem er 577 lítri að stærð geturðu auðveldlega komið fyrir tveimur miðlungsstórum ferðatöskum og þremur töskum fyrir handfarangur.
AÐSTOÐAREIGINLEIKAR FYRIR ÖKUMANN
NEYÐARHEMLUN
Ef hætta er á árekstri gefur E‑PACE frá sér hljóðviðvörun um yfirvofandi ákeyrslu. Á eftir henni koma sjónrænar viðvaranir. Ef ökumaðurinn bregst ekki við beitir kerfið hemlunum til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs. Þetta kerfi greinir einnig gangandi vegfarendur.
AKREINASTÝRING
Akreinastýringin greinir þegar bíllinn reikar yfir á næstu akrein og snýr stýrinu í rétta átt til að beina þér og bílnum mjúklega til baka.
ÖKUMANNSSKYNJARI
Greinir hvenær þig fer að syfja og lætur þig vita þegar þú ættir að taka þér hlé frá akstri.
HRAÐASTILLIR OG HRAÐATAKMÖRKUN
Hraðastillirinn gerir þér kleift að halda bílnum á núverandi hraða án þess að þurfa stöðugt að nota eldsneytisgjöfina, en þetta dregur úr þreytu hjá ökumanninum. Með hraðatakmörkun geturðu forstillt hámarkshraða fyrir bílinn.
BÍLASTÆÐAKERFI AÐ FRAMAN OG AFTAN
Aksturinn gerður þægilegri og öruggari – þegar sett er í bakkgír kviknar á skynjurum á fram- og afturstuðurum. Á meðan þú leggur færðu upplýsingar á snertiskjánum og með hljóðmerkjum um það hversu nærri þú ert hindrunum.
360° MYNDAVÉLAKERFI<sup>2</sup>
Kerfið skilar 360° útsýni í kringum bílinn á snertiskjánum sem hjálpar til við ýmsar athafnir, svo sem að leggja við gangstéttarbrún eða aka inn og út úr þröngum stæðum.
MARGSKIPT LED-AÐALLJÓS

Margskiptu LED-aðalljósin (aukabúnaður) gera ökumanni kleift að nota háljósaaðstoð og sjálfvirka stillingu framljósa. Með því að skipta háljósinu í lóðréttar rendur sem varla eru greinilegar tekst háljósaaðstoðinni að hámarka fjölda geislahlutanna sem ná utan um umferðina á móti og auka þannig útsýnið. Á sama tíma er skugga varpað fyrir framan ökutæki úr gagnstæðri átt til að koma í veg fyrir að ökumenn blindist og tryggja hámarksöryggi. Stefnuljósaröðin hjálpar svo til við að stytta tímann sem það tekur aðra vegfarendur að átta sig á fyrirhugaðri akstursstefnu.

LOFTPÚÐI FYRIR GANGANDI VEGFARENDUR<sup>3</sup>

Ef til árekstrar kemur virkja skynjarar í stuðaranum falinn loftpúða undir vélarhlífinni. Þar með opnast vélarhlífin og ytri loftpúði opnast til að verja gangandi vegfarendur eða hjólreiðafólk frá því að lenda á framrúðunni.

AKSTURSAÐSTOÐARPAKKAR
SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR MEÐ FJARLÆGÐARSTILLINGU
Ef ökutæki fyrir framan hægir á sér dregur sjálfvirkur hraðastillir sjálfkrafa úr hraða E‑PACE til að viðhalda öruggri fjarlægð. E‑PACE heldur svo áfram á forstilltum hraða um leið og leiðin er greið. Ef bíllinn fyrir framan þig stöðvast hægir fjarlægðarstillingin mjúklega á E‑PACE. Um leið og bíllinn á undan tekur af stað aftur er nóg að snerta inngjöfina til að fylgja honum eftir.
BLINDSVÆÐISHJÁLP
Blindsvæðishjálpin lætur vita af bílum sem eru á blindsvæðinu eða nálgast það hratt. Ef ökumaður gefur stefnuljós í átt að hindruninni blikkar viðvörunarljósið til að ítreka yfirvofandi hættu. Ef ökutæki greinist á blindsvæðinu þegar verið er að skipta um akrein beinir kerfið bílnum frá aðvífandi ökutækinu.
NEYÐARHEMLUN Á MIKLUM HRAÐA
Greinir hvenær framanákeyrsla vofir yfir og birtir viðvörun til ökumanns um að hemla. Ef ökumaðurinn bregst ekki við beitir kerfið hemlunum til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs.
UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN
Umferðarskynjari að aftan er sérstaklega gagnlegur þegar bakkað er út úr stæði þar sem hann varar ökumann við ökutækjum, gangandi vegfarendum eða annarri aðvífandi hættu frá báðum hliðum. Kerfið notar bæði hljóðrænar og myndrænar viðvaranir til að gera ökumanni viðvart og veita honum upplýsingar um það sem er fyrir aftan bílinn, líka þegar eitthvað byrgir honum sýn.
BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
Bílastæðaaðstoðin auðveldar ökumanni að leggja samsíða eða hornrétt í stæði með því að stýra bílnum í hentugt stæði. Aðeins þarf að velja viðeigandi gír og stjórna hraða bílsins með hemla- og inngjafarfótstigunum. Bílastæðaaðstoðin hjálpar einnig þegar ekið er út úr stæðum. Myndir og tilkynningar leiða þig í gegnum ferlið.
360° BÍLASTÆÐAKERFI
Með 360° bílastæðakerfinu okkar er hægt að leggja í þröng stæði af fullkomnu öryggi. Þegar bakkgírinn er valinn kviknar sjálfkrafa á skynjurum á öllum hliðum bílsins (einnig er hægt að kveikja handvirkt á kerfinu) og snertiskjárinn birtir mynd af bílnum ofan frá. Á meðan bílnum er lagt eru birtar upplýsingar á snertiskjánum og hljóðmerki segja til um hversu nærri hindranir eru.

Í þessum fyrsta smájeppa frá Jaguar sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna E‑PACE fyrir þig.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

1Staðalbúnaður í HSE-útfærslunni. Aðeins í boði þegar lyklalaus opnun (aukabúnaður) er til staðar.
2Aðeins í boði með rafdrifnum hliðarspeglum með sjálfvirkri deyfingu.
3Framboð misjafnt eftir markaðssvæðum.
4Fylgir með HSE-útfærslunni og í boði sem aukabúnaður. Aðeins í boði með rafdrifnum hliðarspeglum með sjálfvirkri deyfingu. Aðeins í boði með sjálfskiptingu.
5Fylgir með SE- og HSE-útfærslunum og í boði sem aukabúnaður.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar