TÆKNI BÍLSINS

InControl er safn framúrskarandi tæknilausna sem tengir bæði þig og E‑PACE við umheiminn með ógrynni upplýsinga og afþreyingarefnis.

InControl er búið hugvitsamlegri og framsækinni tækni sem tryggir að allir njóti ferðarinnar til fulls. 10" Touch Pro-skjárinn í miðjum miðstokknum styður stroku og klemmu og skilar afburða hljóm- og myndgæðum.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
TOUCH PRO

Til að bæta upplifunina í bílnum enn frekar býður Touch Pro upp á fjóra sérstillta heimaskjái með hröðum svörunartíma og raddstýringu. Á gagnvirka hliðarborðinu er hægt að velja úr fjölda stjórnborða þannig að þú getir notað aðalskjásvæðið til að fletta, en hliðarborðið fyrir stjórnun síma. Skipt er á milli borða með því einfaldlega að strjúka upp og niður.

SKOÐA TOUCH PRO
INCONTROL-BÚNAÐUR
CONNECT PRO-PAKKI<sup>1</sup>
Hægt er að auka enn við virkni Touch Pro með Connect Pro-pakkanum2 sem samanstendur af Pro-þjónustu og heitum 4G Wi-Fi-reit, snjallstillingum og Navigation Pro-leiðsögukerfi. Hlustaðu á uppáhaldstónlistina þína, útvarp og hlaðvörp á meðan þú ekur. Allt þetta án snjallsímans. Tengdu Deezer- og TuneIn-reikningana þína við InControl-gáttina til að hafa aðgang að margmiðlunarefni á snertiskjá bílsins.
INCONTROL APPS<sup>2</sup>
InControl Apps-tæknin er aukabúnaður sem gerir þér kleift að nota snertiskjá E‑PACE til að stjórna forritum í Apple- og Android-snjallsímum sem hægt er að nota í bílum, þar með talið tengiliðum, dagatali og tónlistarspilara. Þú tengir einfaldlega snjallsímann þinn með USB-snúru.
SNJALLSTILLINGAR<sup>3</sup>
Snjallstillingar eru aukabúnaður sem geta auðkennt ökumenn sjálfkrafa út frá lykli og síma hvers og eins og þannig stillt sæti og spegla eftir þörfum viðkomandi og kveikt á uppáhaldsafþreyingu í upphafi hverrar ferðar. Snjallstillingar geta einnig lært inn á og gert kjörstillingar þínar sjálfvirkar út frá venjum þínum og fyrri aðgerðum.
REMOTE<sup>4</sup>
Remote veitir upplýsingar um bílinn og fjarstýrðan aðgang að honum. Þessi þjónusta felur í sér sérsniðna aðstoð sem sendir upplýsingar um staðsetningu þína og greiningargögn ef bíllinn bilar og sendir auk þess neyðarsímtöl. InControl Remote-forritið gerir þér einnig kleift að fylgjast með eldsneytisstöðunni og jafnvel finna bílinn á stóru og fjölsetnu bílastæði.
ÖRYGGISRAKNING<sup>5</sup>
Ef einhver brýst inn í bílinn þinn eða hann er hreyfður í leyfisleysi rekur öryggisrakningarbúnaðurinn ferðir bílsins sjálfkrafa og sendir tilkynningu til þín og eftirlitsmiðstöðvarinnar með upplýsingum um nákvæma staðsetningu bílsins, svo hægt sé að endurheimta hann á skjótan máta. Jafnvel þótt bílnum sé stolið með lyklunum í er hægt að láta rakningarþjónustuverið vita með snjallsímaforritinu Secure Tracker.
SMELLUKERFI
Smellukerfiseiningin er aukabúnaður sem býður farþegum í aftursæti upp á handfrjálsa notkun spjaldtölva. Einfaldur festibúnaður og USB-hleðslubúnaður við aftursæti gerir farþegum kleift að hlaða tækin sín á meðan þeir njóta afþreyingar.
UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
SJÓNLÍNUSKJÁR
Sjónlínuskjárinn (aukabúnaður) birtir helstu upplýsingar um ökutækið á framrúðunni. Hann býður upp á afar skýrar myndir í lit og háskerpu sem auðveldar þér að lesa í aðgerðir og upplýsingar.
GAGNVIRKUR ÖKUMANNSSKJÁR<sup>6</sup>
E‑PACE státar af 12,3" gagnvirkum ökumannsskjá í háskerpu sem heldur ökumanninum ávallt upplýstum og tengdum. Kerfið getur tekið á móti og birt akstursupplýsingar, afþreyingu og akstursöryggisgögn, þar á meðal leiðsögn, síma, hljóð og mynd.
MERIDIAN™-HLJÓÐKERFI<sup>7</sup>
Tvö hljóðkerfi hönnuð af bresku hljóðsérfræðingunum hjá MeridianTM eru í boði sem aukabúnaður til að glæða tónlistina þína lífi. Hið frábæra Meridian Surround-hljóðkerfi með TrifieldTM-tækni skilar dýpt og tærleika lifandi tónlistarflutnings. Fjórtán vandlega staðsettir hátalarar og einn bassahátalari tryggja framúrskarandi hljómburð.
SKOÐA MERIDIAN
IGUIDE

Forritið Jaguar iGuide nýtir nýjustu tækni til að útskýra nauðsynlega eiginleika og stjórntæki í E‑PACE. Í því er einnig að finna farsímaútgáfu notandahandbókarinnar til að tryggja að þú hafir nauðsynlegar upplýsingar ávallt við höndina.

Í þessum fyrsta smájeppa frá Jaguar sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna E‑PACE fyrir þig.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

1Connect Pro-pakkinn felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar/Land Rover. Ekki er hægt að tryggja tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Neteiginleikar og Wi-Fi-tenging krefjast micro SIM-korts með viðeigandi gagnaáskrift.
2Staðalbúnaður í S-, SE- og HSE-útfærslunum.
3Aðeins í boði með Connect Pro-pakkanum.
4Remote felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar.
5Öryggisrakning er áskriftarþjónusta sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar.
6Staðalbúnaður í HSE-útfærslunni.
7380 W Meridian-hljóðkerfi er staðalbúnaður í SE- og HSE-útfærslunum.

Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. Trifield og „three fields“-tækið er vörumerki Trifield Productions Ltd.

InControl felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar. Eiginleikar og valkostir InControl og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Ekki er hægt að tryggja tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Hlaða verður niður forritunum InControl og Remote frá Apple/Play Store. Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar