AKSTURSEIGINLEIKAR

Kraftmiklir og fágaðir aksturseiginleikar E‑PACE sjá til þess að þú nýtur hverrar ökuferðar.

E‑PACE er bæði stöðugur og viðbragðsfljótur í beygjum og bregst hratt og nákvæmlega við akstursskipunum.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
DRIVING TECHNOLOGY
AKSTURSEIGINLEIKAR JAGUAR
Undirvagn E‑PACE hefur verið þróaður til að skila liprum og fáguðum akstri á vegum. Í undirvagninn eru notaðir íhlutir úr áli sem bæta fjöðrunina með því að auka stífleika. Til að auka enn frekar þægindi í akstri er E‑PACE með sjálfstætt fjöðrunarkerfi hannað með fjölliða afturfjöðrun.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
ALDRIF
Aldrifið stjórnar dreifingu togs á milli fram- og afturöxla á snjallan hátt sem eykur afköstin við mismunandi skilyrði. Tog bílsins er í jafnvægi á báðum öxlum sem gerir honum kleift að nýta gripið á öllum fjórum dekkjum til fulls.
VIRK DRIFLÍNA<sup>1</sup>
Með virkri driflínu er hægt að auka lipurðina enn frekar en hún tryggir góða spyrnu og eykur stýringareiginleika afturhjóladrifsins. Kerfið leyfir allt að 100 prósent dreifingu togs á afturöxlum sem dreift er til annars hvors afturhjólsins, allt eftir því hvar grip næst.
ASPC-GRIPKERFI<sup>2</sup>
ASPC-gripkerfið býður upp á öruggari akstur á hálu yfirborði. Hér er um að ræða lághraða hraðastillingu sem gerir E‑PACE kleift að ráða við aðstæður þar sem grip er takmarkað, hvernig sem veðrið er, til að þú getir einbeitt þér að stýrinu.
VÉLAR OG GÍRKASSAR

Úrval Ingenium-véla er í boði fyrir Jaguar E‑PACE sem geta skilað afli og hreinni akstursánægju jafnt sem sparneytni og fáguðum akstri. Níu þrepa sjálfskiptingin er einstaklega viðbragðsþýð og sér þannig til þess að réttur gír sé alltaf valinn og tryggir með því hámarkseldsneytisnýtingu og -hröðun. Þeir sem vilja hafa meiri stjórn á hlutunum og auka sparneytni velja sex gíra beinskiptinguna.

INGENIUM-FJÖLSKYLDAN

Viðnámslitlu Ingenium-álvélarnar okkar eru með stífum strokkstykkjum og tvöföldum sveifludeyfum sem gera að verkum að titringur er í algjöru lágmarki. Allar vélarnar eru búnar Stop/Start-tækni* og hugvitsamlegri endurnýtingarhleðslu sem notar hreyfiorku frá hemlun til að hlaða rafgeyminn og hámarka þannig sparneytni, sérstaklega við akstur innanbæjar.

*Framboð misjafnt eftir markaðssvæðum

INGENIUM-BENSÍNVÉL

Ingenium-bensínvélarnar í E‑PACE eru búnar nýjustu tækninýjungum, á borð við CIV-undirlyftukerfi, sem bæta allt sem viðkemur afköstum, sparneytni og minni losun koltvísýrings.

INGENIUM-DÍSILVÉL

Viðnámslitlu Ingenium-dísilvélarnar úr áli í E‑PACE eru með háþróaðri forþjöpputækni sem tryggir mikið tog á öllu snúningssviðinu, skilar jöfnu og stígandi viðbragði og dregur jafnframt úr seinkun.

NÝ DÍSILVÉL, BENSÍNVÉL EÐA RAFMAGNSMÓTOR?

Bensín- og dísilvélarnar okkar eru þær hreinustu og sparneytnustu sem við höfum framleitt til þessa. Rafmagnsaflrásin okkar veitir auk þess innlit í framtíðarakstur. Hver þeirra hentar þér?

HVER ÞEIRRA HENTAR ÞÉR?
AKSTURSEIGINLEIKAR
AKSTURSSTJÓRNSTILLING<sup>3</sup>
Til að auka annaðhvort fágun og þægindi eða afkastagetu bílsins er akstursstjórnstillingin kjörinn aukabúnaður sem gerir ökumanni kleift að sérstilla inngjöf, gírskiptingar, stýri og fjöðrun E‑PACE-bílsins eftir því hvaða aksturseiginleikar eru nauðsynlegir hverju sinni.
ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN<sup>4</sup>
Adaptive Dynamics-fjöðrunarkerfið er aukabúnaður sem tryggir bæði nákvæmar hreyfingar og mjúkan akstur með því að greina stöðu hjóla og hreyfingar yfirbyggingarinnar. Rafstýrðir demparar eru stilltir til að ná fram bestu fjöðrunarstillingum og viðhalda stöðugu jafnvægi milli þæginda, fágunar og lipurleika í akstri.
JAGUARDRIVE CONTROL-ROFI
JaguarDrive Control-rofinn gerir þér kleift að sérsníða akstursupplifunina með því að velja á milli hefðbundinnar stillingar, sparneytinnar stillingar (ECO), kraftstillingar og vetrarstillingar fyrir stýri og inngjöf.
BEINSKIPTING EÐA SJÁLFSKIPTING
Níu þrepa sjálfskipting E‑PACE er einstaklega viðbragðsgóð, mjúk og skilvirk skipting sem skilar hröðum gírskiptum til að tryggja hnökralausa hröðun. Þeir sem vilja hafa meiri stjórn á hlutunum og auka sparneytni velja léttu, háþróuðu sex gíra beinskiptinguna sem skilar mjúkum og snörpum gírskiptum.

Í þessum fyrsta smájeppa frá Jaguar sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna E‑PACE fyrir þig.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

1Aðeins í boði með D240- og P300-vélum.
2Aðeins í boði með sjálfskiptingu.
3Ekki í boði með D150-vél eða beinskiptingu.
4Ekki í boði með D150-vél, beinskiptingu eða 17" álfelgum.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar