Handhægt og öruggt. InControl Protect býður upp á hugvitssamlegt Remote-snjallsímaforrit, sérsniðinn Jaguar-aðstoðareiginleika og neyðarsímtalseiginleika.
Þar geturðu séð eldsneytisstöðuna og fundið bílinn þinn á stóru og fjölsetnu bílastæði og meira að segja athugað hvort þú hafir skilið glugga eftir opinn, allt með handhægu snjallsímaforriti.
Ef til bilunar kemur sendir sérsniðinn Jaguar-aðstoðareiginleikinn staðsetningu og bilanagreiningargögn á fyrirtækið sem kemur til aðstoðar. Í alvarlegri tilvikum tilkynnir neyðarsímtalaeiginleikinn neyðarþjónustu um staðsetningu þína.
Athugaðu að við kynningu eiginleika í InControl þarf að hafa í huga að valmöguleikar og framboð ráðast af viðkomandi markaðssvæði. Upplýsingar um framboð í þínu landi er að finna á vefsvæði Jaguar fyrir þitt land eða hjá næsta söluaðila.
Athugið: Í sumum gerðum/á sumum markaðssvæðum kann InControl Protect að vera kallað „InControl Remote“.