INCONTROL PROTECT

INCONTROL PROTECT

Handhægt og öruggt. InControl Protect býður upp á hugvitssamlegt Remote-snjallsímaforrit, sérsniðinn Jaguar-aðstoðareiginleika og neyðarsímtalseiginleika.

Þar geturðu séð eldsneytisstöðuna og fundið bílinn þinn á stóru og fjölsetnu bílastæði og meira að segja athugað hvort þú hafir skilið glugga eftir opinn, allt með handhægu snjallsímaforriti.

Ef til bilunar kemur sendir sérsniðinn Jaguar-aðstoðareiginleikinn staðsetningu og bilanagreiningargögn á fyrirtækið sem kemur til aðstoðar. Í alvarlegri tilvikum tilkynnir neyðarsímtalaeiginleikinn neyðarþjónustu um staðsetningu þína.

Athugaðu að við kynningu eiginleika í InControl þarf að hafa í huga að valmöguleikar og framboð ráðast af viðkomandi markaðssvæði. Upplýsingar um framboð í þínu landi er að finna á vefsvæði Jaguar fyrir þitt land eða hjá næsta söluaðila.

Athugið: Í sumum gerðum/á sumum markaðssvæðum kann InControl Protect að vera kallað „InControl Remote“.

NEYÐARSÍMTAL

NEYÐARSÍMTAL

Í neyðartilvikum vísar neyðarsímtalseiginleikinn neyðarþjónustuaðilum á nákvæma staðsetningu þína. Ef þú lendir í slysi þar sem loftpúðar bílsins blásast upp er sjálfkrafa haft samband við neyðarþjónustu. Einnig geturðu ýtt á hnapp neyðarsímtalseiginleikans í bílnum til að kalla eftir hjálp.
SÉRSNIÐIN JAGUAR-AÐSTOÐ

SÉRSNIÐIN JAGUAR-AÐSTOÐ

Ef svo ólíklega vill til að bíllinn þinn bilar er hægt að nota hnappinn fyrir sérsniðna Jaguar-aðstoðareiginleikann til að leiðbeina aðilum sem koma til aðstoðar á rétta staðsetningu og senda þeim upplýsingar um ástand bílsins. Til að lágmarka tafir sendir eiginleikinni upplýsingar um vandamálið til að tæknimaðurinn hafi réttar upplýsingar og sé tilbúinn þegar hann mætir.
UM INCONTROL PROTECT

UM INCONTROL PROTECT

Við höfum tekið saman lykilatriði eiginleika og virkni InControl Protect til frekari glöggvunar á InControl-kerfi Jaguar.