INCONTROL TOUCH PRO

KYNNTU ÞÉR INCONTROL TOUCH PRO

InControl Touch Pro er framsæknasta margmiðlunarkerfi Jaguar hingað til, hannað til að gera aksturinn öruggari, mýkri og ánægjulegri.

LEIÐAR- OG ÁFANGASTAÐASKIPULAG

LEIÐAR- OG ÁFANGASTAÐASKIPULAG

Ef þú hleður forritinu Route Planner frá Jaguar niður í snjallsímann þinn geturðu skipulagt hvaða staði þig langar að skoða í fríinu eða þarft að fara á í viðskiptaferðinni og samstillt þá við bílinn þar sem þeir bíða tilbúnir.
LEIÐSÖGN UPP AÐ DYRUM

LEIÐSÖGN UPP AÐ DYRUM

Eftir að þú leggur bílnum skiptir Touch Pro yfir Route Planner frá Jaguar þar sem þú færð upplýsingar um almenningssamgöngur og gönguleiðir á áfangastað.
LEIÐSÖGN SEM LÆRIR

LEIÐSÖGN SEM LÆRIR

Við akstur lærir Jaguar inn á leiðirnar sem þú ekur reglulega og birtir þér gagnlegar upplýsingar án þess að þú færir inn áfangastaðinn. Leiðsögn InControl Touch Pro kannar upplýsingar um umferð og uppfærir áætlaðan komutíma.
UPPLÝSINGUM DEILT

UPPLÝSINGUM DEILT

Deildu áætluðum komutíma með vinum og vandamönnun. Ef allt stefnir í að þér seinki sendir Touch Pro sjálfkrafa upplýsingar þess efnis til þeirra fyrir þig.
SÝNDARMÆLABORÐ MEÐ KORTI

SÝNDARMÆLABORÐ MEÐ KORTI

Touch Pro fylgir sýndarmælaborð með vali á fjórum mælaþemum eða þrívíðu korti á öllum skjánum í augnhæð. Mælarnir breytast meira að segja þegar kraftstillingin er valin til að endurspegla ágengara aksturslag.
EINFALDARI HVERSDAGSVERK

EINFALDARI HVERSDAGSVERK

Touch Pro einfaldar marga hversdagslega þætti. Kerfið lætur þig t.d. vita ef of lítið er af eldsneyti á bílnum fyrir áætlaðan akstur og birtir upplýsingar um bensínstöðvar á leiðinni. Einnig er hægt að vista kjörbensínstöðvar og bera saman verð á eldsneyti*+.
VANDKVÆÐALAUS FERÐALOK

VANDKVÆÐALAUS FERÐALOK

Rétt áður en þú kemur á áfangastað birtast á skjánum upplýsingar um möguleg bílastæði og hvort þau eru laus+. Með einni snertingu uppfærirðu leiðina. Kerfið getur einnig birt 360° götumynd+ af áfangastaðnum til að gera þér kleift að þekkja hann þegar þú nálgast hann.