UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI

KYNNTU ÞÉR UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFIÐ

InControl er kerfi sem tengir þig og Jaguar-bílinn þinn við umheiminn. InControl býður upp á það nýjasta í tengimöguleikum, fyrir allt frá símtölum, miðlun og leiðsögn til stjórnunar miðstöðvar, stillinga fyrir ökumann og fjarstýrðan aðgang í gegnum snjallsímann.

TOUCH PRO

TOUCH PRO

InControl Touch Pro er framsæknasta margmiðlunarkerfi Jaguar hingað til. Viðbragðsfljótur fjölsnertiskjárinn styður stroku og klemmu og býður upp á tærustu upplifun sjón- og hljóðrænnar afþreyingar sem við höfum boðið upp á. Sérstillanlegur upphafsskjárinn eykur enn við upplifunina sem og raddstjórnun sem styður skipanir á borð við „more like this“ („meira þessu líkt“) fyrir lagaval. Efnisgeymslan er 10 GB SSD-drif sem auk þess býður upp á birtingu Gracenote-plötuumslaga.
TOUCH

TOUCH

InControl Touch er nýtt margmiðlunarkerfi, í boði með XE, XF og F‑TYPE, sem er búið átta tommu snertiskjá með einföldum snerti- og strokuskipunum. Því fylgir fullkomið leiðsögukerfi með tvívíðum og þrívíðum kortum og raddskipunum, hnökralausri tengingu við síma og hita- og loftstýringu, afþreyingu og stjórnbúnað bílsins. InControl Touch er miðstöð fyrir margs konar akstursöryggisbúnað og ýmsan aukabúnað.
TOUCH PLUS

TOUCH PLUS

InControl Touch Plus, sem aðeins er í boði með F‑TYPE, býður upp á fullkomna stjórn á akstrinum, allt frá hita- og loftstýringu til leiðsagnar, sem og stjórnunar iPod eða MP3-spilara, með birtingu spilunarlista og tónlistar eftir flytjanda, plötu og stefnu. Hægt er að spila tónlist úr stafrænu útvarpi eða AM/FM-útvarpi, af geisladiski, skrám á harða disknum eða tengdu tæki, svo sem iPod. Gerðu hlustunarupplifunina enn áhrifaríkari með framúrskarandi Meridian™-hljóðkerfum. Einnig er hægt að hringja og svara símtölum með stjórnbúnaði á snertiskjánum eða í stýrinu.

As we roll out InControl, specific features described may be optional and market or powertrain dependent. Please consult your local Jaguar retailer for availability and full terms in your country. Certain features require an appropriate SIM with a suitable data contract, which will require a further subscription after the initial term advised by your retailer. Mobile connectivity cannot be guaranteed in all locations.