InControl Touch Pro er framsæknasta margmiðlunarkerfi Jaguar hingað til, hannað til að gera aksturinn öruggari, mýkri og ánægjulegri.
Þú getur notað snertiskipanir á borð við snertingu, stroku og klemmu á viðbragðsfljótum fjölsnertiskjá InControl Touch Pro til að stjórna kortum, margmiðlun og stillingum á einfaldan máta. Kerfið býður einnig upp á hugvitsamlega raddstýringu til að þú getir notað það án þess að líta af veginum. Dæmi um raddskipanir væru „Play the Beatles“ („spila Bítlana“) eða „Call home“ („hringja heim“).
Þú getur sett upphafsskjáina upp eftir þínu höfði. Meira en 60 flýtileiðir og græjur gera þér kleift að sérsníða kerfið í kringum eiginleikana sem þú notar mest til að þú fáir sem mest úr akstrinum.
Njóttu hágæða hljóms í Meridian-hljómtækjunum. Tækni á borð við sjálfvirka hljóðstyrksstjórn hefur verið samþætt til að vinna vegna óæskilegum hljóðum. 380 W kerfið skilar einstaklega tærum og skýrum háum tónum og drynjandi bassa. Hægt er að uppfæra í enn öflugra 825 W kerfi með Meridian Trifield-tækni til að njóta þess besta í hljóðheimum, sama í hvaða sæti er setið.
Afþreyingarsett fyrir aftursæti fyrir InControl Touch Pro samanstendur af tveimur LCD-skjáum, þráðlausri fjarstýringu og tveimur þráðlausum Whitefire surround-heyrnartólum. Farþegar geta spilað tónlist og kvikmyndir, séð núverandi staðsetningu og áætlaðan komutíma og leitað að stöðum til að heimsækja. Staðina er svo hægt að senda á skjá ökumannsins til leiðsagnar.
*Eiginleikar sem fjallað er um hér að ofan kunna að vera aukabúnaður og framboð kann að vera misjafnt eftir markaðssvæðum.