• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

Incontrol Touch

KYNNTU ÞÉR INCONTROL TOUCH

InControl Touch er öflugt, nýtt margmiðlunarkerfi frá Jaguar með átta tommu snertiskjá með einföldum snerti- og strokuskipunum.

FUNCTIONALITY

FJÖLBREYTT VIRKNI

InControl Touch-skjárinn birtir skýrt og viðbragðsfljótt myndrænt viðmót sem bregst við snertingu og strokum til að stjórna lykilþáttum bílsins á fljótlegan og einfaldan máta. Skjárinn er stjórnstöð fyrir leiðsögn, tónlist, síma, hita- og loftstýringu og öryggiskerfi. Til að draga enn frekar úr truflun er InControl Touch búið raddstýringu fyrir handfrjálsa stjórnun. Með InControl Touch opnast þér heimur tengimöguleika og afþreyingar með einni snertingu eða vel völdum orðum. Sæktu InControl Touch-hermiforritið til að kynnast því hvernig kerfið virkar.

NAVIGATION

LEIÐSÖGN

InControl Touch-leiðsögn einfaldar skipulag og akstur eftir leiðum með nákvæmri raddleiðsögn, gatnamótayfirliti og þrívíðum kortum. Veldu áfangastaðinn með örfáum snertingum eða segðu skipun upphátt. Kerfið gerir þér svo kleift að velja fljótustu eða sparneytnustu leiðina. Þegar ferðin er hafin er hægt að nota eiginleika fyrir rauntímaupplýsingar um umferð til að stinga upp á annarri og fljótari leið ef hún býðst.

PHONE AND CONNECTIVITY

SÍMI OG TENGIMÖGULEIKAR

Bluetooth®-tenging við síma býður upp á snurðulausa tengingu og stjórn símtala, tengiliða og skilaboða í símanum í gegnum snertiskjáinn, auk spilunar tónlistar. Einfalt, auðvelt og þráðlaust. Að auki er hægt að setja símtöl í bið, slökkva á hljóði þeirra og sameina símtöl í símafund. Raddskipanir gera þér kleift að hafa hendurnar á stýrinu og augun á veginum.

ENTERTAINMENT

AFÞREYING - ÓSKALÖG ÖKUMANNA

InControl Touch er miðstöð allrar afþreyingar í bílnum. Auk þess að geta hlustað á hefðbundið útvarp og kristaltært stafrænt útvarp* geturðu tengt tækið þitt með Bluetooth eða USB og notað efni þess á snertiskjánum. Frábær hljómurinn er svo borinn fram í fínsmíðuðum hátölurum.*Aukabúnaður.

SAFETY

ÖRYGGI

Snertiskjárinn er búinn viðmóti fyrir ítarlegan öryggisbúnað Jaguar-bílsins þíns. Hann birtir mynd frá bakkmyndavélinni með myndrænni útfærslu fyrir fjarlægðir og hljóðviðvörunum. Snertiskjárinn er einnig stjórnstöð bakkskynjarakerfisins sem gerir þér kleift að bakka á öruggan máta út úr bílastæðum og á öðrum svæðum þar sem útsýni er takmarkað.