• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

InControl Secure

INCONTROL SECURE*

InControl Secure notar rakningartækni til að láta þig vita þegar reynt er að stela bílnum og sendir upplýsingar um staðsetningu bílsins til viðeigandi opinberra aðila til að hægt sé að endurheimta hann hratt og örugglega.

Athugaðu að við kynningu eiginleika í InControl þarf að hafa í huga að valmöguleikar og framboð ráðast af viðkomandi markaðssvæði. Upplýsingar um framboð í þínu landi er að finna á vefsvæði Jaguar fyrir þitt land eða hjá næsta söluaðila.

*InControl Secure er aukabúnaður sem býður upp á rakningu stolinna bíla og tilkynningar í snjallsíma og öryggismiðstöð. Hann er í boði gegn áskriftargjaldi sem samsvarar gildistíma ábyrgðarinnar. Þegar ábyrgðin rennur út kann áskriftin að hækka. Leitaðu upplýsinga hjá næsta söluaðila um hvað er í boði á þínu markaðssvæði.

HOW INCONTROL SECURE WORKS

VIRKNI INCONTROL SECURE

Ef einhver brýst inn í bílinn þinn eða hann er hreyfður í leyfisleysi rekur InControl Secure ferðir bílsins og sendir tilkynningu til þín og eftirlitsmiðstöðvarinnar með upplýsingum um nákvæma staðsetningu bílsins svo hægt sé að endurheimta hann á skjótan máta. Jafnvel þótt bílnum sé stolið með lyklunum í er hægt að láta rakningarþjónustuverið vita með snjallsímaforritinu InControl Remote. Allt er gert til að koma megi bílnum fljótt og örugglega aftur til eigandans. Þegar InControl Secure er uppsett er það sjálfkrafa virkjað með virkjun InControl Protect.

ABOUT INCONTROL SECURE

UM INCONTROL SECURE

Við höfum tekið saman lykilatriði eiginleika og virkni InControl Secure til frekari glöggvunar á InControl-kerfi Jaguar.