• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI

KYNNTU ÞÉR UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFIÐ

InControl er kerfi sem tengir þig og Jaguar-bílinn þinn við umheiminn. InControl býður upp á það nýjasta í tengimöguleikum, fyrir allt frá símtölum, miðlun og leiðsögn til stjórnunar miðstöðvar, stillinga fyrir ökumann og fjarstýrðan aðgang í gegnum snjallsímann.

INCONTROL TOUCH PRO

INCONTROL TOUCH PRO

InControl Touch Pro er framsæknasta margmiðlunarkerfi Jaguar hingað til. Viðbragðsfljótur fjölsnertiskjárinn styður stroku og klemmu og býður upp á tærustu upplifun sjón- og hljóðrænnar afþreyingar sem við höfum boðið upp á. Sérstillanlegur upphafsskjárinn eykur enn við upplifunina sem og raddstjórnun sem styður skipanir á borð við „more like this“ („meira þessu líkt“) fyrir lagaval. Efnisgeymslan er 10 GB SSD-drif sem auk þess býður upp á birtingu Gracenote-plötuumslaga.

Fáðu frekari upplýsingar um InControl Touch Pro
INCONTROL TOUCH

INCONTROL TOUCH

InControl Touch er nýtt margmiðlunarkerfi, í boði með XE, XF og F‑TYPE, sem er búið átta tommu snertiskjá með einföldum snerti- og strokuskipunum. Því fylgir fullkomið leiðsögukerfi með tvívíðum og þrívíðum kortum og raddskipunum, hnökralausri tengingu við síma og hita- og loftstýringu, afþreyingu og stjórnbúnað bílsins. InControl Touch er miðstöð fyrir margs konar akstursöryggisbúnað og ýmsan aukabúnað.

Fáðu frekari upplýsingar um InControl Touch
INCONTROL TOUCH PLUS

INCONTROL TOUCH PLUS

InControl Touch Plus, sem aðeins er í boði með F‑TYPE, býður upp á fullkomna stjórn á akstrinum, allt frá hita- og loftstýringu til leiðsagnar, sem og stjórnunar iPod eða MP3-spilara, með birtingu spilunarlista og tónlistar eftir flytjanda, plötu og stefnu. Hægt er að spila tónlist úr stafrænu útvarpi eða AM/FM-útvarpi, af geisladiski, skrám á harða disknum eða tengdu tæki, svo sem iPod. Gerðu hlustunarupplifunina enn áhrifaríkari með framúrskarandi Meridian™-hljóðkerfum. Einnig er hægt að hringja og svara símtölum með stjórnbúnaði á snertiskjánum eða í stýrinu.

Fáðu frekari upplýsingar um InControl Touch Plus