INCONTROL PRO-ÞJÓNUSTA
PRO-ÞJÓNUSTA

Auk allrar þjónustu sem boðið er upp á í InControl Connect inniheldur InControl Connect Pro fjölbreytta viðbótarþjónustu fyrir InControl Touch Pro. Þessi þjónusta eykur við eiginleika upplýsinga- og afþreyingakerfisins og skilar efnismeiri og tengdari upplifun.

UMFERÐARUPPLÝSINGAR Í RAUNTÍMA

Umferðarupplýsingar í rauntíma eru byggðar á milljónum umferðargagnastrauma í rauntíma til að veita þér réttustu mögulegu mynd af stöðu umferðarinnar á leiðinni á áfangastaðinn. Með betri upplýsingum um umferð er mun auðveldara að skipuleggja ferð, leita hjáleiða og komast á leiðarenda.

LEIÐSÖGN UPP AÐ DYRUM

Með forritinu Route Planner færðu leiðsögn upp að dyrum. Veldu áfangastaðinn í snjallsímanum og þegar þú sest upp í bílinn tekur leiðsögn hans við. Eftir að þú leggur bílnum er leiðsögnin flutt aftur yfir í snjallsímann sem birtir upplýsingar um almenningssamgöngur og gönguleiðir á áfangastað.**

** Skrá verður InControl-leiðsögureikning.

LEIÐSÖGN UPP AÐ DYRUM

Allar leiðirnar þínar eru sjálfkrafa samstilltar við InControl Touch Pro-leiðsögukerfið í bílnum, Route Planner í snjallsímanum og vefsvæði Route Planner.**

** Skrá verður InControl-leiðsögureikning.

LEIT Á NETINU

Þú getur leitað að áhugaverðum stöðum í nágrenninu, hvar sem þú ert. Kerfið leitar að upplýsingum, myndum og umsögnum í Trip Advisor, Lonely Planet, Qype og öðrum veitum. Þú getur fengið leiðsögn beint að viðkomandi stöðum eða deilt henni með öðrum.

GERVITUNGLAMYND

Stundum getur verið gott að átta sig á staðháttum með loftmynd. Í Connect Pro þarftu bara að ýta einu sinni á skjáinn til að kalla fram gervitunglamynd.

GÖTUSÝN

Skjárinn getur birt 360 gráðu götumynd*+ af áfangastaðnum til að gera þér kleift að þekkja hann þegar þú nálgast hann.

-Krefst micro SIM-korts með viðeigandi gagnaþjónustu.
-Þar sem þessi þjónusta er studd og í boði.

VERÐÞJÓNUSTA FYRIR ELDSNEYTI
Þegar þú þarft að taka eldsneyti finnur Connect Pro ekki bara fyrir þig dælustöðvar heldur geturðu líka borið saman eldsneytisverð mismunandi stöðva.
BÍLASTÆÐAÞJÓNUSTA
Þegar þú nálgast áfangastaðinn getur Connect Pro birt upplýsingar um bílastæði*+. Þú pikkar bara á það bílastæði sem þú vilt nota og leiðsögukerfið uppfærir leiðsögnina að því. * Krefst micro SIM-korts með viðeigandi gagnaþjónustu. + Þar sem þessi þjónusta er studd og í boði.
LEIÐAVAL Á NETINU
Á meðan þú ekur á áfangastað vaktar kerfið umferð og tekur með í reikninginn hefðbundið umferðarmynstur fyrir viðkomandi tíma dags til að tryggja að þú akir bestu leiðina.
UPPLÝSINGUM DEILT
Deildu ferðinni þinni og áætluðum komutíma með vinum og vandamönnum. Ef allt stefnir í að þér seinki sendir Touch Pro sjálfkrafa upplýsingar þess efnis til þeirra fyrir þig með SMS-skilaboðum eða tölvupósti.** ** Skrá verður InControl-leiðsögureikning.
LIVE-FORRIT

Live-forrit bjóða upp á forrit sem veita upplýsingar í rauntíma. Til að mynda birtir flugrakningarforritið Flight Tracker sprettitilkynningu til að láta vita af seinkun flugs svo að þú getir endurskipulagt aksturinn í samræmi við það.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar

As we roll out InControl, specific features described may be optional, and market or powertrain dependent. Please consult your local Jaguar Retailer for availability and full terms in your country. Certain features require an appropriate SIM with a suitable data contract, which will require further subscription after the initial term advised by your Retailer. Mobile connectivity cannot be guaranteed in all locations.