• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

Ísakstursviðburður Jaguar

ÍSAKSTURSVIÐBURÐUR JAGUAR Í GSTAAD, FEBRÚAR 2015

Á hverju ári kemur hópur af Jaguar-áhugamönnum með okkur í sérstakan ísakstursviðburð. Í febrúar 2015 fórum við til Gstaad í Sviss. Fáðu nasasjón af þessum viðburði hér að neðan. Ef þú vilt taka þátt í ár getum við sent þér allar upplýsingar.

Á ísflötunum í Saanenland-dalnum í Sviss geturðu fengið að upplifa afl og styrka stöðuna í snörpu aldrifi Jaguar við sérhannaðar aðstæður.

AWD MEETS ALPINE SERENITY

ALDRIFIÐ NÝTUR SÍN Í ALPAFJÖLLUNUM

Alpaþorpið Gstaad liggur í 1050 feta hæð yfir sjávarmáli og er í sérstöku uppáhaldi hjá íþróttaunnendum sem geta notið fullkomins púðursnjós á veturna og blómstrandi grænnar náttúru á sumrin. Lifandi bændamenning og þjóðlegar hefðir fullkomna það orðspor sem fer af þorpinu. Saanen-flugbrautin liggur í Saanenland, glæsilegum fjalladal, og á henni er að finna ísflöt sem er hið fullkomna svæði til að sleppa Jaguar F‑TYPE með aldrifi lausum.

PURE DRIVEN SNOW

AKSTUR Í NÝFÖLLNUM SNJÓ

Listin við ísakstur felst í því að skapa eitthvað fallegt úr óbeislaðri náttúru - glitrandi slæða er dregin yfir afturhlutann, gufuslæður laðaðar upp úr kólnandi álflötum - verk sem þróast áfram þegar þú ekur bílnum. Ef þú ekur á F‑TYPE með aldrifi er frábært að njóta snerpu og stýringar bílsins á ísilögðum fleti. F‑TYPE fer létt með spyrnuskiptingar og viðbragðið er fumlaust til að þú getir notið umhverfisins á sama tíma.

TORQUE ON DEMAND

TOG EFTIR ÞÖRFUM

Með lipru aldrifskerfi Jaguar færðu þéttingsfast grip á frosnu undirlagi þegar þess er þörf og snerpu úr afturhjóladrifinu þegar aldrifið er óþarfi. IDD-kerfið greinir stöðugt gögn sem berast úr hverju hjóli fyrir sig og sendir frá sér fyrirbyggjandi átak og átak sem viðbragð til að tryggja stöðugleika. Með því að taka þátt í ísakstursviðburðinum geturðu þróað eigin færni og kannað hvað þú nærð langt við töfrandi aðstæður.

AN UNFORGETTABLE EXPERIENCE

ÓGLEYMANLEG LÍFSREYNSLA

Á hverju ári og hver sem staðsetningin er geta gestir okkar notið akstursleiðar sem er vel þekkt, vottuð og mikils metin af þeim sem þekkja til. Þegar þú mætir á staðinn ekur bílstjóri þér á fimm stjörnu hótel þar sem Jaguar-hópurinn tekur vel á móti þér. Eftir að hafa skálað í kokteilum er boðið upp á þriggja rétta kvöldverð og að honum loknum er samantekt frá leiðbeinendum okkar. Eftir góðan nætursvefn fylgir svo heill dagur við spennandi ísakstur. Einnig gefst tími til að upplifa stemninguna og einstakt landslagið á staðnum.

THE CARS

BÍLARNIR

Snarpir og nákvæmir aksturseiginleikar, snjalltækni fyrir ökumanninn, vélar með gríðarlegri afkastagetu - á hinum árlega ísakstursviðburði gefst þér færi á að skoða nýjustu aldrifsgerðirnar okkar sem eru leiðandi í flokki sambærilegra bíla.

THE EXPERIENCE

REYNSLAN

Njóttu fimm stjörnu lúxusgistingar í sögufrægum borgarkjarna Gstaad, bílferða með einkabílstjóra og lúxusfæðis frá morgni til kvölds. Og þegar þú situr ekki undir stýri geturðu látið líða úr þér í baðstofunni eða kynnt þér menningarlíf innfæddra í Sviss.

THE PEOPLE

FÓLKIÐ

Sérhæfðir leiðbeinendur leiða þig í gegnum kúnstina við ísakstur, skref fyrir skref, og gestgjafar þínir frá Jaguar eru þér ávallt innan handar.

DON’T MISS OUR NEXT ICE DRIVE

EKKI MISSA AF NÆSTA ÍSAKSTRI

Ísakstursviðburður Jaguar er tveggja daga ævintýri sem haldið er á hverjum vetri á sérstökum stöðum í Evrópu. Hefurðu áhuga á að koma með á næsta ári? Við getum tryggt að þú verðir á meðal þeirra fyrstu til að fá sendar upplýsingar.