• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

ÍSAKSTURSVIÐBURÐUR JAGUAR LAND ROVER Í ARJEPLOG 2017

Arjeplog stendur í hjarta Lapplands, en þar sjást með lægstu hitatölum á jarðkringlunni. Þar munu maður og vél kljást í sameiningu við áskoranir í ísakstursviðburði Jaguar Land Rover árið 2017.

GOÐSÖGNIN HELDUR ÁFRAM …

Komdu með Jaguar Land Rover til Svíþjóðar árið 2017 og upplifðu magnaðasta ísakstursviðburðinn hingað til. Meiri ís, meiri snjór, meiri ævintýri, allt þetta er á næsta leiti ...

Það er í Arjeplog í Svíþjóð sem við látum sem mest reyna á bílana okkar. Nú er komið að þér að kljást við miskunnarlausar aðstæður í ís og snjó. Hér sjást með lægstu hitatölum á jarðkringlunni og því er þessi ferð ekki fyrir viðkvæma. Fáðu nýjustu upplýsingarnar um það hvernig þú getur slegist með í för.

DJÚPFRYSTING Í SVÍÞJÓÐ

Í Arjeplog er ekki bara að finna stórbrotið landslag og djúpfrost; það er líka þar sem við látum sem mest reyna á bílana okkar. Prófunarstöðvum Jaguar Land Rover er ætlað að meta það hvernig bílunum okkar farnast í harkalegustu aðstæðum sem fyrirfinnast og af þeim sökum ætlum við að halda ísakstursviðburðinn okkar í Svíþjóð árið 2017.

ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM

ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM

Akstursleiðbeinendur okkar eru þaulvanir og þeir munu fylgja þér í hverju einasta skrefi, til þjónustu reiðubúnir og viljugir til að deila með þér áratuga reynslu sinni. Eftir mjög stuttan tíma ferðu að dansa á ísnum og renna þér inn í ótrúlegustu beygjur. Þannig geturðu skilið til fulls þá takmarkalausu möguleika sem Jaguar býður upp á.

Heill floti af helstu Jaguar-gerðum, þar á meðal bílum með aldrifi, stendur þér til boða á ísakstursviðburðinum 2017 og þannig geturðu fundið einmitt þann bíl sem uppfyllir þarfir þínar og langanir.

REYNSLA SEM BREYTIR LÍFI ÞÍNU

REYNSLA SEM BREYTIR LÍFI ÞÍNU

Gestum er boðið upp á miklu meira en bara stórfenglega akstursupplifun. Gist er á vönduðu hóteli í Arjeplog, öll þjónusta er hlýleg og fagleg og einnig gefst tími til að anda að sér einstöku norrænu landslagi undir leiðsögn frá Jaguar Land Rover-hópnum.