• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR – ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA

KYNNINGIN Á I-PACE, FYRSTA RAFBÍLNUM FRÁ JAGUAR, GEFUR TÓNINN FYRIR GLÆNÝTT SVIÐ TÆKNINÝJUNGA. TIL DÆMIS NÝJU GAGNASAMSKIPTATÆKNINA OKKAR.

Við höfum þróað nýja möguleika sem bjóða upp á þráðlausa uppsetningu hugbúnaðar í bíla.

Til hægðarauka gera hugbúnaðaruppfærslur þér kleift að sækja og setja upp uppfærslur þráðlaust í gegnum SIM-kort eða Wi-Fi tengingu við bílinn.

Þegar uppfærsla er í boði færðu tilkynningu í bílinn sem spyr hvort þú viljir samþykkja hana. Fyrir bíla með marga ökumenn, t.d. bílaflota eða bílaleigubíla þar sem eigendur vilja ekki að hugbúnaðaruppfærslurnar séu aðgengilegar, er til staðar einfaldur láseiginleiki með PIN-númeri sem hægt er að virkja til að takmarka aðgengi.

Hugbúnaðaruppfærslur tryggja að bíllinn þinn skili hámarksafköstum og sé alltaf uppfærður. Þessum eiginleika er ætlað að gjörbylta bílaiðnaðinum og innan skamms verður hann eins algengur og hann er í farsímum í dag.

Software Updates - The Air buzzing with updates

Hugbúnaðaruppfærslur

SP: Hvað eru hugbúnaðaruppfærslur?

SV: Hugbúnaðaruppfærslur gera þér kleift að uppfæra grunnhugbúnað bíla þráðlaust og með því þarftu ekki að heimsækja söluaðila Jaguar / Land Rover.SP: Hvað gera þær við bílinn minn?

SV: Hugbúnaðaruppfærslur uppfæra upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins, fjarvirknieininguna og, í sumum gerðum, stjórneiningu rafhlöðuorku. Með þessu getur Jaguar útvegað þér uppfærslur á upplýsinga- og afþreyingarkerfum og, þar sem við á, gefið þér aukna stjórn á hleðsluafköstum rafhlöðunnar.SP: Hvernig get ég slökkt á hugbúnaðaruppfærslum?

SV: Hægt er að kveikja/slökkva á hugbúnaðaruppfærslum í stillingavalmyndinni í hlutanum „Hugbúnaðaruppfærslur“.


SP: Hvernig veit ég hvort uppfærsla er í boði fyrir mig?

SV: Þegar uppfærsla er í boði færðu kerfistilkynningu sem lætur þig vita að hugbúnaðaruppfærsla sé tiltæk fyrir bílinn þinn. Þú færð beiðni um niðurhal sem setur ferlið af stað ef hún er samþykkt. Einnig er hægt að leita að hugbúnaðaruppfærslu í stillingavalmyndinni í hlutanum „Hugbúnaðaruppfærslur“.SP: Eru hugbúnaðaruppfærslur ókeypis?

SV: Ef þú notar SIM-kortið þitt í stað Wi-Fi tengingar til að sækja uppfærslu gætir þú þurft að greiða fyrir gagnanotkun.SP: Hversu langan tíma tekur uppsetningin?

SV: Uppsetningin getur tekið allt að 35 mínútur og á þeim tíma er ekki hægt að nota bílinn.SP: Hvað ætti ég að gera áður en ég set uppfærsluna upp?

SV: A.m.k. 60% hleðsla verður að vera á rafhlöðu bílsins og hann má ekki vera tengdur við hleðslustöð. Ekki er hægt að nota bílinn fyrr en hugbúnaðaruppfærslunni er lokið.SP: „Software Update available“ var birt á snertiskjánum. Hvað á ég að gera?

SV: Þessi skilaboð birtast þegar nýr hugbúnaður er tiltækur. Bíllinn þinn styður hugbúnaðaruppfærslur án þess að þú þurfir að fara til söluaðila. Fylgdu kvaðningunum til að hefja ferlið.SP: Niðurhalið mistókst, hvað ætti ég að gera?

SV: Þú getur notað bílinn eins og venjulega þar sem það hefur engin áhrif á virkni bílsins þótt niðurhalið hafi mistekist. Þú getur reynt að uppfæra aftur í gegnum stillingavalmyndina í hlutanum „Hugbúnaðaruppfærslur“. Ef uppfærslan heldur áfram að mistakast er þér ráðlagt að fara til söluaðila til að rannsaka þetta nánar.SP: „Installation could not start“ var birt á snertiskjánum. Hvað ætti ég að gera?

SV: Þessi skilaboð birtast þegar ekki er hægt að ræsa uppsetningu á hugbúnaði. Ástæðan er gefin upp í skilaboðunum (t.d.: Hurð opin, farsímakerfi ekki í boði, forsendur ekki uppfylltar). Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að halda áfram.SP: „Software installation failed“ var birt á snertiskjánum. Hvað ætti ég að gera?

SV: Þessi skilaboð birtast þegar uppsetning á hugbúnaði mistekst. Hugbúnaður bílsins verður færður aftur í fyrri útgáfu. Hægt er að nota bílinn eins og venjulega. Söluaðili getur framkvæmt hugbúnaðaruppfærsluna. Skilaboðin munu gefa til kynna hvort hugbúnaðaruppfærslan sé áríðandi. Smelltu á „Í lagi“ til að loka hugbúnaðaruppfærslum.SP: Er hægt að stöðva uppsetninguna?

SV: Nei, þegar uppsetningin er hafin er ekki hægt að stöðva hana. Hins vegar ætti hún aðeins að taka u.þ.b. 35 mínútur. Þú getur farið inn í bílinn og út úr honum á þeim tíma.SP: Ég sleppti óvart uppfærslunni en vil halda áfram núna. Hvað ætti ég að gera?

SV: Hægt er að hefja uppfærsluna í gegnum stillingavalmynd bílsins í hlutanum „Hugbúnaðaruppfærslur“. Í þeim hluta er hægt að leita eftir uppfærslu fyrir annaðhvort bílinn eða upplýsinga- og afþreyingarkerfin.SP: Eru hugbúnaðaruppfærslur eina leiðin til að uppfæra hugbúnaðinn í bílnum mínum?

SV: Nei, þú getur enn ekið til söluaðilans sem getur uppfært bílinn þinn í gegnum verkstæðiskerfið.