• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

I‑PACE FIRST EDITION

I‑PACE First Edition er aðeins í boði í eitt ár.

HRÖÐUN

0-100 km/klst. á 4,8 sekúndum

DRÆGI

470 km í WLTP-prófun

*Tölur eru sýndar fyrir NEDC og fyrir nýju WLTP-akstursprófanirnar. Munurinn á tölum stafar af breytingum á því hvernig bílarnir eru prófaðir en ekki af minnkuðum afköstum. Raunverulegar tölur og heildargögn um EV-eiginleika geta verið mismunandi eftir akstri og umhverfisþáttum.


EINSTÖK SMÁATRIÐI

I‑PACE First Edition sameinar framúrstefnulega hönnun, tækni og afköst I‑PACE einstökum hönnunareiginleikum og fjölbreyttum búnaði.

Settu saman þinn eigin bíl

FRAMHLUTI

AFTURHLUTI

INNANRÝMI

BÚNAÐUR I‑PACE FIRST EDITION

Eingöngu staðalbúnaður í I‑PACE First Edition.

20” ÁLFELGUR

Gráar 20" „Style 5070“ álfelgur með fimm skiptum örmum og burstaðri áferð.

MARGSKIPT LED-AÐALLJÓS

Bjóða upp á frábært útsýni. Margskipt LED-aðalljós með einkennandi dagljósum.

LEÐURKLÆDD SPORTSÆTI

Framsæti með 18 stefnustillingum og hita og kælingu, minni í framsætum og hiti í aftursætum, sæti klædd hágæðaleðri sem bjóða upp á fullkomin þægindi.

TOUCH PRO DUO

Nýir 10" og 5" háskerpusnertiskjáir bjóða upp á aukinn sveigjanleika og notagildi. Nú er hægt að skoða upplýsingar á öðrum skjánum á meðan hinn er notaður fyrir aðrar aðgerðir.

HLJÓÐ FRÁ MERIDIAN

Dýpt og tærleiki lifandi tónlistarflutnings fæst í gegnum 825 vatta kerfi með 15 hátölurum, þar á meðal tveggja rása bassahátalara. Samhljómur Meridian™ Surround-hljóðkerfisins er tryggður með Trifield™-tækni.

AKSTURSAÐSTOÐARPAKKI

Akstursaðstoðarpakkinn inniheldur fjölbreytt úrval akstursaðstoðarbúnaðar, auk staðalbúnaðar, þar með talið sjálfvirkan hraðastilli með stýrisaðstoð, 360° myndavél, neyðarhemlun fyrir mikinn hraða og blindsvæðishjálp.

FASTUR ÞAKGLUGGI

Býður upp á aukna náttúrulega lýsingu, tilfinningu fyrir auknu rými og nútímalegt útlit.

STILLANLEG LÝSING

Með einum hnappi á snertiskjánum er hægt að breyta lýsingu innanrýmisins eftir stemmningunni hverju sinni.

FJÖGURRA SVÆÐA HITA- OG LOFTSTÝRING

Allir farþegar geta upplifað þægindi og kyrrð eftir eigin höfði.

FIRST EDITION-SÍLSAHLÍFAR

Sílsahlífar úr málmi með First Edition-merki.

FIRST EDITION-KLÆÐNING

Gljáandi First Edition-klæðning í öskugráum lit

PAKKI FYRIR KALT LOFTSLAG

Þessi pakki býður meðal annars upp á hita í framrúðu og rúðusprautum og hita í stýri.

Play

TÆKNILÝSING

Skoðaðu nákvæmar upplýsingar um afköst og drægi, mál og aðrar lykiltölur tengdar I‑PACE-línunni.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN I‑PACE

Finndu rafmagnaða samsetningu afkasta, tækni og útlits í Jaguar-bíl sem hentar þér.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

JAGUAR GEAR - AUKAHLUTIR

Settu saman besta I‑PACE sem til er: þinn I‑PACE

SKOÐA AUKAHLUTI OG AUKABÚNAÐ
SENDA MÉR FRÉTTIR
NEDC-staðallinn er eldri prófunin sem notuð var til að mæla eldsneytisnotkun og útblástur í farþegabifreiðum í Evrópu. WLTP (Worldwide harmonised Light vehicle Test Procedure) er nýja aðferðin sem hefur verið innleidd í áföngum frá 2017 og mælir eldsneytisnotkun, orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi. Tölur eru sýndar fyrir NEDC og fyrir nýju WLTP-akstursprófanirnar. Munurinn á tölum stafar af breytingum á því hvernig bílarnir eru prófaðir en ekki af minnkuðum afköstum. Opinberar tölur úr ESB-prófunum frá prófunum framleiðenda samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins. Aðeins ætlaðar til samanburðar. Raunverulegar tölur og heildargögn um EV-eiginleika geta verið mismunandi eftir akstri og umhverfisþáttum.