• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

Play

RAFMÖGNUÐ AFKÖST

Hrífandi afl og afköst Jaguar án útblásturs - allt sem við má búast í rafknúnum sportbíl.

Í yfir áttatíu ár hefur Jaguar framleitt hrífandi bíla. Rafmagnið breytir þessu ekki heldur býður upp á fjölbreyttari leiðir til að skapa þau afköst sem við erum þekkt fyrir.

Settu saman þinn eigin bíl

AFL JAGUAR

Aflrás I‑PACE skilar 400 hö. og 700 Nm af virku, tafarlausu togi. Með spyrnu innbyggðs aldrifs skilar þetta I‑PACE 0-100 km/klst. á 4,8 sekúndum.

RAFHLAÐA

RAFHLAÐA

Hönnun 90 kWh rafhlöðu I‑PACE tryggir góða endingu og getu til að keyra lengi á hámarksafli. Rafhlaðan er innan hjólhafsins og stuðlar þannig að lágri þyngdarmiðju sem bætir aksturseiginleika I‑PACE og gerir hann að sannkölluðum bíl ökumannsins.

MÓTORAR

MÓTORAR

I‑PACE er knúinn af tveimur rafmótorum með sísegli sem sambyggðir eru fram- og afturöxlunum. Þessir mótorar skila 400 hö. og 700 Nm af tafarlausu togi. Með spyrnu innbyggðs aldrifs skilar þetta I‑PACE 0-100 km/klst. á 4,8 sekúndum.

GÍRSKIPTING

GÍRSKIPTING

Hönnun 90 kWh rafhlöðu I‑PACE tryggir góða endingu og getu til að keyra lengi á hámarksafli. Rafhlaðan er innan hjólhafsins og stuðlar þannig að lágri þyngdarmiðju sem bætir aksturseiginleika I‑PACE og gerir hann að sannkölluðum bíl ökumannsins.

TOGSTÝRING MEÐ HEMLUM

TOGSTÝRING MEÐ HEMLUM

Hemlatogstýring býður upp á lipurð sportbílsins og eykur öryggi ökumannsins með sjálfstæðri hemlun innri fram- og afturdekkja í beygju til að auka beygjukraftana sem verka á bílinn. Í flestum tilvikum er auknum hemlakrafti beitt á afturdekkið innanvert þar sem það eykur beygjugetuna mest á meðan hemlun er beitt á framdekkið innanvert til að auka skilvirkni og fágun í akstri.

VIRK LOFTFJÖÐRUN

VIRK LOFTFJÖÐRUN

Minna bil á milli bíls og vegar dregur úr loftmótstöðu og eykur drægi. Virk loftfjöðrunin er aukabúnaður í I‑PACE sem lækkar bílinn þegar ekið er hraðar en 105 km/klst. og ekið er lengra en 10 kílómetra.

ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

Adaptive Dynamics-fjöðrunarkerfið tryggir bæði nákvæmar hreyfingar og mjúkan akstur með því að greina hreyfingar bílsins allt að 500 sinnum á sekúndu. Kerfið greinir stöðugt hröðun, stýri, inngjöf og hreyfingar hemlafótstigs og rafstýrðir demparar eru stilltir til að ná fram bestu fjöðrunarstillingum og viðhalda stöðugu jafnvægi milli þæginda, fágunar og lipurleika í akstri.

AKSTURSSTJÓRNSTILLING

AKSTURSSTJÓRNSTILLING

Þegar Adaptive Dynamics-fjöðrun er til staðar gerir akstursstjórnstillingin þér kleift að sérstilla viðbragð inngjafar I‑PACE, stífni í stýri og stífni í dempurum. Veldu kraftstillinguna til að kalla fram sportbílinn í I‑PACE.

Play

ALDRIF

I‑PACE býður upp á akstursgetu á öllu undirlagi, í hvers kyns veðri. Afl- og togviðbragð er tafarlaust og rafmótorarnir geta stillt sig óháð hvor öðrum í samræmi við aðgerðir ökumanns, ástand undirlags og grip.

ADSR-GRIPKERFI

ADSR-GRIPKERFI

AdSR-gripkerfið, sem byggt er á óviðjafnanlegri sérfræðiþekkingu okkar á aldrifskerfum, greinir stöðugt umhverfisaðstæður bílsins og stillir mótorinn og hemlakerfið í samræmi við þær. Þegar AdSR-gripkerfið er valið virkar það á öllum hraða og veitir stuðning þegar veður eru válynd og yfirborðsaðstæður erfiðar.

ASPC-GRIPKERFI

ASPC-GRIPKERFI

ASPC-gripkerfið er fyrsta flokks kerfi sem gerir þér kleift að stilla og viðhalda stöðugum hraða við erfiðar aðstæður, t.d. á sleipu yfirborði. Kerfið vinnur á milli 3,6 km/klst. og 30 km/klst. og gerir þér kleift að einbeita þér að veginum framundan.

GRIPSTJÓRNUN

GRIPSTJÓRNUN

Gripstjórnun tryggir akstursgetu á hálu yfirborði á borð við blautt gras, snjó og ís til að tryggja hámarkstog þegar tekið er af stað. Kerfið er virkt þar til bíllinn nær 30 km/klst. Þegar þeim hraða er náð er I‑PACE hnökralaust stilltur aftur á valda akstursstillingu.

ENDURBÆTT ENDURNÝTING HEMLAAFLS

ENDURBÆTT ENDURNÝTING HEMLAAFLS

I‑PACE er búinn endurbættri endurnýtingu hemlaafls sem endurheimtir nánast alla hemlunarorku til að hámarka drægið. Um leið og fóturinn er tekinn af inngjafarfótstiginu verður endurnýting hemlaafls virk og hægir rólega á I‑PACE um leið og hún umbreytir aflinu til að lengja endingu rafhlöðunnar.

HEMLUN Í MIKILLI UMFERÐ

HEMLUN Í MIKILLI UMFERÐ

Einfaldaðu þér akstur í mikilli umferð með því að auka endurnýtingu hemlaafls á snertiskjá I‑PACE. Samsvarandi hraðaminnkun tryggir betri stjórn á hraða bílsins í þungri umferð með inngjöfinni einni saman.

SJÁLFVIRK SPJÖLD

SJÁLFVIRK SPJÖLD

Hámarksjafnvægi á milli kælingar og straumlínulögunar er náð með sjálfvirkum spjöldum sem opnast þegar kæla þarf rafhlöðuna og lokast þess á milli til að tryggja samfellt loftstreymi.

Play

VARMADÆLA

Hámarksjafnvægi á milli kælingar og straumlínulögunar er náð með sjálfvirkum spjöldum sem opnast þegar kæla þarf rafhlöðuna og lokast þess á milli til að tryggja samfellt loftstreymi.

Finndu rafmagnaða samsetningu afkasta, tækni og útlits í Jaguar-bíl sem hentar þér.

Settu saman þinn eigin bíl