• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

Play

HÖNNUN YTRA BYRÐIS

Byltingarkennd hönnun I‑PACE er í anda bæði Jaguar og I‑PACE Concept.

STRAUMLÍNULÖGUN

Hvert einasta smáatriði straumlínulagaðrar hönnunar I‑PACE, allt frá afgerandi brettaköntum að framan til dreifara að aftan, gerir bílnum kleift að kljúfa loftið áreynslulaust til að hámarka drægi og stöðugleika.

Settu saman þinn eigin bíl

LOFTINNTAK Á VÉLARHLÍF

Afgerandi grillið líður inn á við og dregur þannig úr viðnámi með því að beina loftinu í gegnum loftinntak vélarhlífarinnar og þaðan yfir þakið, sem er ávalt til að tryggja hámarksloftflæði.

DREIFARI AÐ AFTAN

Rúnnuð horn tryggja að loftið sogast síður aftur fyrir bílinn og lágmarka þannig þrýstingsmun sem veldur viðnámi.

HURÐARHÚNAR

Innfelldir hurðarhúnarnir mynda algera samfellu á hliðum bílsins og tryggja að loftið streymir óhindrað meðfram honum.

FLÆÐANDI MIÐLÍNA

Farþegarýmið liggur lágt yfir rennilegum aurbrettum sem skapa tilfinningu fyrir hreyfingu og kallast fullkomlega á við hraða og aflíðandi miðlínu yfirbyggingarinnar.

ÚTLIT

Mjó og framúrstefnuleg LED-aðalljósin, með einkennandi „J“-laga hönnun, veita I‑PACE mikla útgeislun og þakið skapar samfellu í útliti, samlitt, í svörum áherslulit eða með þakglugga.

LED-AÐALLJÓS

Bílinn má fá afhentan með sjálfvirkum margskiptum LED-aðalljósum til að tryggja enn betra útsýni og öryggi í myrkri. Kerfið slekkur ekki á háljósunum heldur stillir stefnu þeirra sjálfkrafa til að koma í veg fyrir að ökumenn aðvífandi ökutækja blindist.

LED-AFTURLJÓS AÐ AFTAN

Afturljósin sem liggja yfir rúnnuð horn I‑PACE eru einnig LED-ljós. Ef sjálfvirk margskipt LED-aðalljós eru valin eru afturljósin, eins og aðalljósin, með stefnuljósum með raðlýsingu.

AUKABÚNAÐUR Á ÞAK

Þak I‑PACE er í boði í yfirbyggingarlit, í svörtum áherslulit eða með þakglugga til að fylla innanrýmið náttúrlegri lýsingu.

JAGUAR-FELGUR

JAGUAR-FELGUR

Fjölbreytt úrval felga er í boði fyrir I‑PACE, 18”, 20” og 22” - allar fullkomin viðbót við byltingarkennt útlit I‑PACE.

Finndu rafmagnaða samsetningu afkasta, tækni og útlits í Jaguar-bíl sem hentar þér.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL