• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

AUKAHLUTIR OG JAGUAR GEAR

Með framúrskarandi úrvali aukahluta og Jaguar Gear geturðu búið til glæsilegasta I‑PACE í heiminum: Þinn eigin.

Aukahlutir og aukabúnaður frá Jaguar gerir þér kleift að sníða I‑PACE nákvæmlega að þínum þörfum, lífsstíl og áhugamálum. Því vinsælasta hefur verið skipt niður á þrjá pakka: Koltrefjapakka á ytra byrði, svartan útlitspakka og pakka fyrir kalt loftslag. Settu saman þinn eigin I‑PACE og flettu í gegnum aukahlutavörulistann til að sjá allt sem í boði er.

Settu saman þinn eigin bíl SKOÐA AUKAHLUTI


PAKKAR FYRIR YTRA BYRÐI

Gæddu hönnun I‑PACE afgerandi yfirbragði með þessum pökkum fyrir ytra byrði.

KOLTREFJAPAKKI Á YTRA BYRÐI

Undirstrikaðu mikla afkastagetu I‑PACE með koltrefjaskreytingum. Pakkinn inniheldur meðal annars koltrefjaumgjörð um grill, speglahlífar úr koltrefjum og koltrefjalista á hliðar og stuðara.

SVARTUR ÚTLITSPAKKI

Gæddu glæsilegt útlit I‑PACE örlítilli dulúð með þessum gljásvörtu aukahlutum. Þarna er að finna gljásvartar umgjarðir um hliðarglugga og gljásvart grill með gljásvartri umgjörð.

PAKKI FYRIR INNANRÝMI

PAKKI FYRIR KALT LOFTSLAG

Þessi pakki býður meðal annars upp á hita í framrúðu og rúðusprautum og hita í stýri.

VELDU ÞINN JAGUAR GEAR-BÚNAÐ

Gefðu I‑PACE persónulegt yfirbragð með aukahlutum sem henta þínum lífsstíl.

UPPLÝST JAGUAR-MERKI Á GRILLI

Upplýst merki á framgrillið skapar yfirbragð sem tekið er eftir. Merkið lýsist upp þegar hurðir I‑PACE eru teknar úr lás, þegar dyrnar eru opnaðar og þegar lýsing í innanrými er kveikt. Lýsingin slokknar þegar bíllinn er settur í gang.

GRILLUMGJÖRÐ ÚR KOLEFNISTREFJUM

Töfrandi koltrefjaumgjörð um framgrill með mynstraðri hágljáaáferð eykur enn við glæsilegt yfirbragðið til að undirstrika lipurt og aflmikið útlit Jaguar I‑PACE.

SPEGLAHLÍFAR ÚR KOLEFNISTREFJUM

Gæðaspeglahlífar úr kolefnistrefjum með mynstraðri hágljáaáferð auka við kraftmikið útlitið auk þess sem léttar kolefnistrefjarnar skila sér í minni þyngd.

SPORTFÓTSTIG

Fótstigin eru gerð úr ryðfríu stáli og gúmmíi, passa vel á þau sem fyrir eru og gefa bílnum nútímalegt og sportlegt yfirbragð.

SÉRSNIÐNAR SÍLSAHLÍFAR MEÐ LÝSINGU

Glæsilegar sílsahlífar úr ryðfríu stáli fyrir ökumanns- eða farþegahurðir. Lýsa þegar ökumanns- eða farþegadyrnar eru opnaðar.

OFNAR LÚXUSGÓLFMOTTUR

Sérsniðnar ofnar lúxusgólfmottur fyrir framsæti með upphleyptu Jaguar-merki og Nubuck-kanti. Þessar vönduðu mottur setja punktinn yfir i-ið í innanrýminu.

SMELLUKERFI

Smellukerfið er fyrirferðarlítið hirslukerfi sem hægt er að hengja á höfuðpúða framsætanna. Kerfið býður meðal annars upp á snaga til að koma í veg fyrir að fín föt krumpist. Þá hentar það einnig fyrir afþreyingu í aftursætum þar sem hægt er að festa á það stillanlega spjaldtölvufestingu. Smellukrókurinn er alhliða krókur sem býður upp viðbótargeymslurými, t.d. til að hengja upp poka.

TENGI- OG HLEÐSLUKVÍ FYRIR IPHONE®

Glasahaldarinn í miðstokknum er notaður fyrir tengi- og hleðslukví fyrir iPhone til að hægt sé að sjá á símann* á meðan hann er hlaðinn. Þegar iPhone-sími er tengdur er hægt að nálgast efnið í honum og stjórna því í upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins.

*Til notkunar með iPhone 5, 5c, 5s, 6, 6s, SE og 7. Hentar ekki fyrir notkun með 6 Plus og 7 Plus.

GÆLUDÝRAPAKKI

Tryggðu öryggi gæludýrsins þíns, vellíðan og þægindi. Skilrúm upp í þak tryggir að gæludýrið komi ekki inn í farþegarýmið, auk þess sem hægt er að fá bílinn afhentan með vatnsheldri mottu með kanti eða endingargóðri gúmmímottu sem ver farangursrýmið.

ÞVERBITAR Á ÞAK

Með þverbitum er hægt að nota fjölbreytt úrval aukabúnaðar fyrir þak. Þverbitar I‑PACE eru með nýjum og einstaklega fljótlegum losunarbúnaði sem gerir fólki kleift að festa og fjarlægja þverbitana án þess að nota verkfæri.

HJÓLAGRIND AÐ AFTAN

Hjólagrind fyrir eitt hjól sem einfalt er að festa að aftan. Hægt er að setja upp þrjár festingar að hámarki.

FESTING FYRIR VATNSÍÞRÓTTABÚNAÐ

Kerfi fyrir flutning ýmiss konar búnaðar fyrir vatnsíþróttir, þar á meðal brimbretti, kajak eða seglbretti. Hámarksburðargeta er 65 kg.

LÁSRÆR Á FELGU - KRÓMAÐAR

Verðu felgurnar með sérhönnuðum og einstaklega traustum krómuðum lásróm á felgur.

SNJÓSOKKAR TIL AÐ BÆTA VEGGRIP

Búnaður úr léttu ofnu efni til að auka grip í snjó og ís, einfalt að setja á og taka af og tekur lítið í pláss í geymslu. Mælt er með uppsetningu á öllum fjórum dekkjum.

GRIPKERFI FYRIR SNJÓ

Þetta gripmikla keðjukerfi eykur akstursgetu í snjó, aur og hálku. Er eingöngu til notkunar á afturdekk.

MERKI Á MIÐJA FELGU - BRESKI FÁNINN

Fallegt einlitt merki með Jaguar-lógóinu á breska fánanum sem vísar í breska arfleifð okkar.

STÍLHREINAR VENTLAHETTUR - BRESKI FÁNINN

Fjölbreytt úrval sérhannaðra ventlahetta eru í boði.

STÍLHREINAR VENTLAHETTUR - JAGUAR „GROWLER“

„Growler“-merkið er mikilvægur hluti arfleifðar okkar. Þessar sérhönnuðu ventlahettur gera fallegar felgur enn flottari.

Finndu rafmagnaða samsetningu afkasta, tækni og útlits í Jaguar-bíl.

Settu saman þinn eigin bíl LEITA AÐ AUKAHLUTUM