• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

Formúla E

JAGUAR SNÝR AFTUR TIL KEPPNI

Haustið 2016 snýr Jaguar aftur í heim akstursíþróttanna með sitt eigið lið í þriðja keppnistímabilið í FIA Formúlu E-heimsmeistarakeppninni. FIA Formúla E er fyrsta alþjóðlega keppnin þar sem keppt er í eins manns bílum sem knúnir eru með rafmagni.

FRAMTÍÐIN ER RAFMÖGNUÐ

FIA Formúla E er einstaklega spennandi tækifæri fyrir Jaguar til að þróa rafmagnsaflrásina sína enn frekar, þar á meðal tækni fyrir mótor og rafhlöðu.

Nick Rogers, yfirmaður verkfræðiteymis Jaguar Land Rover, sagði: „Það er mér heiður að tilkynna endurkomu Jaguar í akstursíþróttirnar með þátttöku í hinni framsæknu FIA Formúlu E-keppni. Rafmagnsbílar munu verða hluti af vöruframboði Jaguar Land Rover í framtíðinni og Formúla E gefur okkur einstakt tækifæri til að þróa rafmagnstæknina enn frekar. Keppnin gerir okkur kleift að þróa og prófa tækni frá okkur við mjög erfiðar aðstæður.

Ég er sannfærður um að á næstu fimm árum eigum við eftir að sjá meiri breytingar í bílaiðnaðinum en síðustu þrjátíu árin þar á undan. Framtíðin snýst um meiri tengimöguleika og aukna sjálfbærni og rafmagnsvæðing og léttari tækni verður sífellt mikilvægari með auknu þéttbýli. Formúla E er meðvitað um þessa þróun og hefur brugðist við henni, enda passar spennandi og nýstárleg nálgun keppninnar fullkomlega við okkar vörumerki.“

Jean Todt, forseti FIA, sagði: „FIA býður Jaguar velkomið sem nýjan framleiðanda í FIA Formúla E-keppnina. Við komum þessari keppni á til að bjóða framleiðendum upp á annars konar vettvang til að taka þátt í íþróttinni og þróa rafmagnstækni fyrir akstur. Sú staðreynd að Jaguar skuli hafa snúið aftur í akstursíþróttirnar í Formúlu E er vottun um árangur. Formúla E ryður brautina fram á veginn fyrir rafmagnsbílinn og hefur nú tekist að laða til sín eitt af virtustu og sögufrægustu vörumerkjum bílaiðnaðarins. Ég óska þeim góðs gengis á keppnistímabilinu 2016 til 2017.“

Alejandro Agag, framkvæmdastjóri Formúla E, sagði: „Okkur er það sönn ánægja að bjóða Jaguar velkomið í Formúlu E. Jaguar er vörumerki með mikla sögu í akstursíþróttum. Sú staðreynd að fyrirtækið ákveði að snúa aftur í alþjóðlega keppni í Formúlu E er mikil viðurkenning fyrir keppnina og gefur henni meira vægi í þróun rafmagnsbíla. Jaguar fylgir ákafur stuðningsmannahópur sem eykur vinsældir keppninnar á alþjóðlega vísu og er enn ein staðfesting þess að Formúla E er framtíð akstursíþróttanna.“

Ef þú vilt fá fréttir af framgangi Jaguar-liðsins í Formúlu E skaltu færa upplýsingarnar þínar inn hér að neðan.