• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

TVEGGJA DYRA F‑TYPE SVR

F‑TYPE SVR er búinn uppfærðri 575 ha. vél sem hönnuð er til skila hráu afli, spennu og afköstum með hámarkshraða upp á 322 km/klst.

HÁMARKSAFL

575 HÖ.

HRÖÐUN FRÁ

3,7 sekúndum í 0-100 km/klst.

HÁMARKSHRAÐI

322 km/klst.

Frá SVO-sérsmíðadeildinni koma bílar sem túlka kjarnann í hugmyndafræði Jaguar: ótrúleg afköst, óviðjafnanlegan lúxus og framúrskarandi tækni. Það nýjasta úr smiðju hinnar fullkomnu tæknimiðstöðvar sérsmíðadeildarinnar er F‑TYPE SVR: öflugasti F‑TYPE bíllinn til þessa.

5,0 lítra V8-vél með tveimur vortex-forþjöppum útilokar viðnám og hnykki til að tryggja tafarlaust viðbragð á öllu snúningssviði vélarinnar. Haltu þér fast – 0–100 km/klst. á aðeins 3,7 sekúndum og hámarkshraðinn eru litlir 322 km/klst.*

*Þegar F‑TYPE SVR straumlínulöguðum væng úr koltrefjum var skipt út fyrir F‑TYPE hreyfanlega vindskeið að aftan sem er staðalbúnaður fór hámarkhraði tveggja dyra F‑TYPE SVR niður í 300 km/klst.

Skoða blæjubílinn Settu saman þinn eigin F‑TYPE SVR

HÖNNUN INNANRÝMIS

Mynstruð körfusæti sem eru þægileg og veita stuðning og afar nútímaleg klæðning gefa tilfinningu um lúxus hvert sem litið er.

LÉTT TÆKNI

Þyngd er andhverfa afkasta. Þess vegna hönnuðum við F‑TYPE SVR eins léttan og við mögulega gátum. Hvert einasta gramm skiptir máli. Létt útblásturskerfi úr títani og Inconel® sparar 16 kg og steyptar álfelgurnar spara 13,8 kg í heildina. Hver spindill í afturfjöðrun er 0,6 kg léttari en hefðbundnir spindlar og valfrjálsir hemlar úr keramiktrefjum, 398 mm að framan og 380 mm að aftan, eru 21 kg léttari en samsvarandi hemlar sem ekki eru úr keramiki. Hvert milligramm sem sparast skilar meiri hröðun í F‑TYPE SVR, liprari stýringu og sneggri hemlun – sem veitir ógleymanlega akstursupplifun.

Fræðast um aksturseiginleika

STRAUMLÍNULÖGUN

Straumlínulagaður vængur SVR er grundvallarþáttur aukinna afkasta sem dregur úr loftmótstöðu og eykur niðurþrýsting. Vængurinn er breiðari og staðsettur ofar sem gerir honum kleift að vinna yfir alla breidd bílsins. Þegar hann er í notkun lækkar hann loftviðnámsstuðulinn um 2,5 prósent og lyftustuðulinn um 15 prósent. Aðrar endurbætur á straumlínulögun beina loftstreymi í gegnum vélarrýmið til að tryggja hámarkskælingu og stöðugan niðurþrýsting. Slétt neðra byrði og dreifari að aftan draga úr loftviðnámi, stýra loftflæði og auka stöðugleika.

Skoða ytra byrði

AFLRÁSARTÆKNI

5,0 lítra V8-vélin í F‑TYPE SVR snýst öll um aflið og hefur verið endurkvörðuð til að skila allt upp í 575 hö. og 700 Nm togi. Aldrifið vinnur með rafræna mismunadrifinu til að auka spyrnu og stöðugleika sem veitir fullkomna stjórn yfir ótrúlegum afköstum F‑TYPE SVR.

Skoða vélartækni

HVERT SMÁATRIÐI SKIPTIR MÁLI

Uppgötvaðu hinn eiginlega F‑TYPE. SVR er léttari og hraðskreiðari - með endurbætta straumlínulögun sem eykur grip og aldrifstækni Jaguar sem tryggir stöðugt hámarksgrip. Hver einasti þumlungur er hugsaður með afköst í huga. Þetta er Jaguar í sinni tærustu mynd.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ

SÉRSNÍDDU ÞINN F‑TYPE

Gerðu F‑TYPE að þínum. Veldu lit á yfirbyggingu og þak og felgur í stíl. Settu saman innanrými eftir þínum smekk, með sætum, áferð og litasamsetningum sem falla þér í geð. Með frábæru framboði aukabúnaðar, stílpakka og aukahluta geturðu sérhannað F‑TYPE algerlega eftir þínu höfði.

Settu saman þinn eigin F‑TYPE