• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

F‑TYPE R MEÐ BLÆJU

Meira afl. Auknir aksturseiginleikar. Meiri spenna. F‑TYPE R er háþróaðri, fágaðri og meira spennandi sportbíll.

HÁMARKSAFL

550 HÖ.

HRÖÐUN FRÁ

4,1 sekúndum í 0-100 km/klst.

HÁMARKSHRAÐI

300 km/klst.

F‑TYPE R er knúinn með ótrúlegri 5,0 lítra 550 ha. V8-vél með forþjöppu frá Jaguar með 680 Nm togi sem skilar þér 0–100 km/klst. hröðun á 4,1 sekúndu. F‑TYPE R getur tekist á við vegi í nánast hvaða ástandi sem er með öflugri blöndu afls, afkasta og stýringar.

SKOÐA TVEGGJA DYRA BÍLINN Settu saman þinn eigin F‑TYPE

HÖNNUN INNANRÝMIS

Innanrými F‑TYPE R veitir þér einstaka upplifun. „R“-þemað gefur bílnum einstakt yfirbragð, meðal annars með álmynstri á klæðningu miðstokksins með R-merkinu. Njóttu þess að sitja í körfusæti sem styður við þig, klæddu leðri með tvöföldum saumi og R-merkinu þrykktu í höfuðpúðann.

SAMTENGDUR AKSTUR

F‑TYPE R er búinn Adaptive Dynamics-fjöðrun og togstýringu sem vinna með rafræna mismunadrifinu. Kerfin vinna saman við að ná hámarksspyrnu og stjórn í beygjum um leið og þau draga úr undirstýringu.

Fræðast um aksturseiginleika

ÚTLIT SEM VEKUR EFTIRTEKT

Einstaklega kraftmikil lögun og falleg hönnunaratriði F‑TYPE R undirstrika að hér er alvöru sportbíll á ferð. Vélarhlífin er fagurlega formuð og upphleypt með loftunaropum sem eru samlit yfirbyggingunni, útblástursrörin skaga aftur úr bílnum og punkturinn yfir i-ið eru mikilfenglegar 20" álfelgur.

Skoða ytra byrði

ÓTRÚLEG AFKÖST

F‑TYPE R nýtir einstaklega stífa yfirbygginguna til hins ýtrasta. Stífnin veitir ekki aðeins góðan grunn fyrir aldrifið meið IDD-kerfinu sem skilar framúrskarandi spyrnu heldur vinnur hún einnig með fjöðrun bílsins sem veitir ótrúlegt veggrip. Saman gera þau að verkum að F‑TYPE R getur nýtt sér að fullu ógurlegt afl 5,0 lítra V8 550 hestafla vélarinnar með forþjöppu.

Skoða vélartækni

SÉRSNÍDDU ÞINN F‑TYPE

Gerðu F‑TYPE að þínum. Veldu lit á yfirbyggingu og þak og felgur í stíl. Settu saman innanrými eftir þínum smekk, með sætum, áferð og litasamsetningum sem falla þér í geð. Með frábæru framboði aukabúnaðar, stílpakka og aukahluta geturðu sérhannað F‑TYPE algerlega eftir þínu höfði.

Settu saman þinn eigin F‑TYPE