• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

TÆKNI BÍLSINS

Háþróuð tækni vinnur með sportbílseiginleikum F‑TYPE til að tryggja öryggi þitt, tengingu og afþreyingu.
LOSUN KOLTVÍSÝRINGS í g/km

Allt niður í 99 g/km með beinskiptingu
Allt niður í 106 g/km með sjálfskiptingu

SPARNEYTNI í blönduðum akstri (l/100 km)

Frá 3,8 l með beinskiptingu
Frá 4,1 l með sjálfskiptingu

F‑TYPE er búinn Touch Pro upplýsinga- og afþreyingakerfi og vönduðu hljóðkerfi sem tengja þig, upplýsa þig og skemmta þér.

Settu saman þinn eigin bíl

EINFÖLD SJÓNRÆN STJÓRNTÆKI

Átta tommu litasnertiskjár F‑TYPE er aðgangsstaður þinn að InControl-upplýsinga- og afþreyingarkerfinu. Hér hefurðu fullkomna stjórn yfir leiðsögn, tónlist, síma, miðstöð og loftkælingu og mörgum öðrum stuðningskerfum fyrir ökumann, þar á meðal bílastæðaskynjara og akstursstjórnstillingu.

TOUCH PRO

TOUCH PRO

Touch Pro-upplýsinga- og afþreyingarkerfið er nú staðalbúnaður i F‑TYPE. Touch Pro er einstaklega viðbragðfljótt með snjöllu viðmóti og skörpum myndum sem gera það að háþróaðasta upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem Jaguar hefur smíðað. Því er enn auðveldara og ánægjulegra að aka og eiga F‑TYPE.

CONNECT PRO

CONNECT PRO

Tæknibúnaður og forrit Connect Pro gera þér kleift að njóta bestu mögulegu tengigetu og hámarksþæginda. Þau eru búin InControl Apps, InControl Remote-forritinu og Pro-þjónustu sem öll ganga á hraðvirku 4G-interneti.

FORRITIÐ INCONTROL REMOTE

FORRITIÐ INCONTROL REMOTE

Forritið InControl Remote gerir þér kleift að fylgjast með og stjórna F‑TYPE í snjallsíma. Þar finnurðu upplýsingar og tölfræði um bílinn, þar á meðal eldsneytisstöðu, fyrri ferðaupplýsingar og hvort gleymst hafi að loka eða læsa glugga eða dyrum. Einnig er hægt að nota forritið til að gangsetja vélina til að hita F‑TYPE upp*, læsa og opna hann, finna á korti eða með því að nota flautu og blikka ljósum.

*Aðeins í boði með sjálfskiptingu.

ÖRYGGISRAKNING

ÖRYGGISRAKNING

Öryggisrakning rekur ferðir F‑TYPE ef hann er tekinn ófrjálsri hendi og safnar upplýsingum um staðsetningu hans til að hægt sé að endurheimta bílinn eins fljótt og auðið er. Jafnvel þótt bílnum sé stolið með lyklunum í er hægt að virkja viðvörunina með því að hringja í rakningarþjónustuverið með forritinu InControl Remote.

HLJÓÐ FRÁ MERIDIAN™

HLJÓÐ FRÁ MERIDIAN™

Tvö öflug kerfi voru hönnuð sérstaklega fyrir F‑TYPE í samstarfi við bresku hljóðsérfræðingana hjá Meridian. Annars vegar 380 W staðalkerfið með 10 hátölurum, þar af tveimur bassahátölurum. Hins vegar valfrjálst 770 W, 12 hátalara Meridian Sourround-hljóðkerfi sem skilar hljómgæðum sem jafnast á við tónleikasal, þökk sé Trifield™ -tækninni frá Meridian.

SNERTISKYNJUN FYRIR GANGANDI VEGFARENDUR

SNERTISKYNJUN FYRIR GANGANDI VEGFARENDUR

Þetta kerfi verndar bæði þá sem standa utan við bílinn og þá sem eru inni í honum. Ef bíllinn snertir gangandi vegfaranda er snertiskynjunarkerfið hannað til að lyfta vélarhlífinni sjálfkrafa til að draga úr mögulegu höggi.