• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

YTRA BYRÐI

Flæðandi línur, haganlega formaðar útlínur, ákveðinn afturhluti. F‑TYPE geislar af áræðni og skilur engan eftir í efa. Þetta er afkastamikill sportbíll.

Kraftmikil lögun F‑TYPE og falleg samsvörun gefa til kynna hvaðan hann kemur, sá nýjasti í rómaðri línu öflugra sportbíla frá Jaguar. Hann er að hluta til mótaður af vindinum í gegnum háþróaðar tölvustýrðar hönnunaraðferðir Jaguar. Straumlínulöguð afköst eru samtvinnuð yfirbyggingunni til að bjóða upp á litla lyftu og frábæran stöðugleika á miklum hraða. Það skiptir ekki máli hversu hratt er ekið. Nýju stillanlegu LED-aðalljósin á F‑TYPE beina geislanum á réttan hátt til að tryggja sem besta lýsingu hverju sinni.

Settu saman þinn eigin bíl

LED-AÐALLJÓS

F‑TYPE sker sig úr, jafnvel í myrkri. Nýju LED-aðalljósin* með J-laga LED-dagljósum eru jafnöflug og þau líta út fyrir að vera. Þessi fallega hannaði ljósabúnaður lagar geislann að þeim hraða sem ekið er á og skilar ljósmagni sem jafnast á við dagsbirtu. Ljósmagnið er alltaf með besta mögulega móti sama hverjar aðstæðurnar eru, sem hjálpar þér að greina hluti fyrir framan þig og dregur úr þreytu.

*Staðalbúnaður í F‑TYPE R-Dynamic, F‑TYPE R og F‑TYPE SVR. Aukabúnaður í F‑TYPE.

F‑TYPE

F‑TYPE

F‑TYPE er alvöru sportbíll með hönnun sem sameinar bæði afl og glæsileika. Djörf hlutföll. Náttúrulegar línur. Tímalaus, klassískur en jafnframt framsækinn. Eins og Jaguar einum er lagið. Fæst með 18" til 20" álfelgum.

F‑TYPE R-DYNAMIC

F‑TYPE R-DYNAMIC

Ný hönnun fær F‑TYPE R-Dynamic til að geisla af sjálfsöryggi. Hann er djarfur og ákveðinn, þökk sé stílnum á yfirbyggingunni og stórum álfelgum. Öflug og fallega hönnuð LED-aðalljós setja punktinn yfir i-ið.

F‑TYPE 400 SPORT

F‑TYPE 400 SPORT

Þessi sérútgáfa ber með sér ákveðinn svip og gular skreytingar sem einkenna F‑TYPE 400 SPORT að innan sem utan. Sport-útlitspakkinn og satíndökkgrá áklæðin vekja eftirtekt. Satíndökkgráar álfelgur fullkomna síðan útlitið.

F‑TYPE R

F‑TYPE R

F‑TYPE R geislar af spennu. Kraftmikil blanda afkasta og útlits. Og hann skilar henni líka. Meira afl. Auknir aksturseiginleikar. Meiri spenna. Fínslípaður og spennandi – F‑TYPE R er í sérflokki.

F‑TYPE SVR

F‑TYPE SVR

Afköst þessa öflugasta fjöldaframleidda bíls frá okkur eru aukin með öllum þáttum í hönnun ytra byrðisins. Hvert einasta stílatriði, niður í minnstu smáatriði, skilar þessum einstaka lífleika sem einkennir F‑TYPE SVR.

ÚRVAL TOPPA Á TVEGGJA DYRA BÍLA

ÁLTOPPUR

Gegnheill áltoppur gefur F‑TYPE stílhreint útlit og er sterkt og létt eins og aðrir hlutar bílsins. Litur hans, stíll og lögun henta öflugum hliðarsvip F‑TYPE. Áltoppurinn sýnir F‑TYPE sem ósvikinn sportbíl.

FASTUR ÞAKGLUGGI

Toppurinn er aukabúnaður sem býður upp á enn meiri náttúrlega lýsingu og tilfinningu fyrir rými. Ef sólskinið verður of bjart er hægt að draga sólskyggnið fyrir.

KOLTREFJATOPPUR

Koltrefjatoppurinn (aukabúnaður) er gerður úr tveimur samlímdum koltrefjalögum sem saman mynda sterkan en léttan topp sem er um 20 prósent léttari en hefðbundinn áltoppur. Í gegnum gæðalakkáferð sést koltrefjamynstrið greinilega.

BLÆJUTOPPUR

Létt þakefnið á F‑TYPE blæjubílnum fæst í fjórum litum. Við framleiðslu efnisins er hugað að hljómburði og dregið úr hávaða og afturrúðan er upphituð. Hægt er að setja toppinn upp eða fella hann niður sjálfkrafa á aðeins 12 sekúndum á meðan ekið er á allt að 50 km hraða á klst.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
LED-AFTURLJÓS

LED-AFTURLJÓS

Nýlega hönnuð og rennileg LED-afturljósin liggja yfir hornin á afturhluta bílsins. Aftan frá séð einkennist F‑TYPE af breidd og fallegum hlutföllum.

Tæknilegir yfirburðir F‑TYPE veita tæra akstursánægju og skila fjölbreyttum eiginleikum fyrir mismunandi ökumenn og ólíka vegi. Hvort sem F‑TYPE er tveggja dyra, með eða án blæju, afturhjóladrifinn eða með aldrifi, sjálfskiptur eða beinskiptur geta allir fundið útfærslu sem hentar þeirra aksturslagi. Hannaðu og settu saman þinn eigin F‑TYPE á hönnunarsvæðinu okkar eða skráðu niður það sem þú hefur áhuga á.

Settu saman þinn eigin bíl