• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

VÉLARTÆKNI

Framúrskarandi vélar ýta undir einstakt yfirbragð F‑TYPE. Háþróaðar, kraftmiklar og auðþekkjanlegar sem Jaguar.

Allar vélarnar eru með tvær vortex-keflaforþjöppur sem tryggja fyrirferðalitla vél. Aukin eldsneytisnýting næst með viðbragðsgóðu Stop/Start-kerfi, sérstaklega við akstur innanbæjar - staðalbúnaður í öllum F‑TYPE. F‑TYPE er í boði bæði með beinskiptingu og sjálfskiptingu til að þú finnir bílinn sem hentar þér.

Settu saman þinn eigin bíl

KRAFTMIKIL FORÞJAPPA

Glæný 2,0 lítra, 300 hestafla og fjögurra strokka bensínvél F‑TYPE með hverfilforþjöppu skilar góðum afköstum af fágun og skilvirkni. Hún er vel búin framsæknum tækninýjungum, þar á meðal hugvitssamlegri sístilltri ventlalyftu, rafrænum afléttiloka og olíudælu með breytilegri færslu. Útkoman er frábær kraftur, minni rekstrarkostnaður og róttæk endurskilgreining á kraftmiklum afköstum F‑TYPE.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU

V6 VÉLIN

V6-vélar F‑TYPE eru öflugar og fágaðar. Fyrirferðarlítil forþjappa með hárfínni inngjafarstýringu og aukaspjaldloka gefur þér tafarlaust afl við inngjöf. 3,0 lítra, 340 ha. V6-vélin skilar 450 Nm togi og nær hröðun upp á 0–100 km/klst. á aðeins 5,3 sekúndum. Öflugri 380 ha. vélin er með 460 Nm togi sem skilar enn meiri afköstum og hröðun upp á 0–100 km/klst. á 4,9 sekúndum.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU

HLJÓÐHEIMUR SPORTBÍLSINS

Allar gerðir F‑TYPE eru búnar sportútblæstri sem skilar hljóðstyrk sem minnir á kappakstursbíl. Útblásturskerfið bregst við stöðu inngjafar, hraða og vélarsnúningi með því að opna loka. Þegar þeir eru opnir beina þeir útblástursgasi beinni leið án hindrana í gegnum aftari hljóðkútinn sem skilar mun ríkari hljómi. Með stillanlegu útblásturskerfi (Switchable Active Exhaust)* er hægt að opna útblástursventlana handvirkt og njóta þannig líflegs hljóðheims F‑TYPE sama hver vélarhraðinn er.

*Staðalbúnaður í F‑TYPE R-Dynamic, F‑TYPE R og F‑TYPE SVR. Aukabúnaður í F‑TYPE.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ

Tæknilegir yfirburðir F‑TYPE veita tæra akstursánægju og skila fjölbreyttum eiginleikum fyrir mismunandi ökumenn og ólíka vegi. Hvort sem F‑TYPE er tveggja dyra, með eða án blæju, afturhjóladrifinn eða með aldrifi, sjálfskiptur eða beinskiptur geta allir fundið útfærslu sem hentar þeirra aksturslagi. Hannaðu og settu saman þinn eigin F‑TYPE á hönnunarsvæðinu okkar eða skráðu niður það sem þú hefur áhuga á.

Settu saman þinn eigin bíl