• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

F-PACE

Í þessum hraðskreiða lúxusjeppa færðu snaggaralega aksturseiginleika og afgerandi útlit í bland við mikið notagildi og sparneytni.

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS Í BLÖNDUÐUM AKSTRI (g/km)

Allt niður í 147‡ með beinskiptingu
Allt niður í 151‡ með sjálfskiptingu

ELDSNEYTISNOTKUN Í BLÖNDUÐUM AKSTRI (l/100 km)

Frá 5,6‡ með beinskiptingu
Frá 5,7‡ með sjálfskiptingu

Jaguar F-PACE er hraðskreiður jeppi og í honum færðu bæði framúrskarandi akstursupplifun og sparneytni. F-PACE er hátæknibíll niður í smæstu smáatriði; hann tryggir öryggi þitt, tengir þig og býður upp á afþreyingu. Hann hentar á hvers kyns vegum og býður upp á rými fyrir daglegt líf. F-PACE er Jaguar-bíll fyrir þig og fyrir alla fjölskylduna.

Settu saman þinn eigin bíl

ALLT FYRIR AFKÖSTIN

SVO-sérsmíðadeildin hefur endurhannað ytra byrði F-PACE með einstaka og spennandi afkastagetu í huga. F-PACE SVR er háþróaðasta útfærsla hins verðlaunaða F-PACE.

SKOÐA F-PACE SVR

EINKENNI SPORTBÍLSINS

F-PACE er hraðskreiður jeppi með einkenni sportbíls. Hækkun á vélarhlífinni og glæsilega mótaður afturhluti skapa afgerandi útlit þannig að eftir er tekið. Og nú er komið að þér að upplifa F-PACE eins og SVO-sérsmíðadeildin sá hann fyrir sér. SVR-eiginleikar F-PACE, t.d. nýr framstuðari og loftunarop á vélarhlíf, draga úr loftmótstöðu og undirstrika ótrúlegt afl bílsins.

Skoða ytra byrði

NOTAGILDI OG RÝMI

650 lítra farangursgeymsla F-PACE er sú stærsta í flokki sambærilegra bíla og aftursætin er hægt að fella niður í skiptingunni 40:20:40.

Skoða innanrými

KRAFTUR OG SKILVIRKNI

Létt álbygging F-PACE og vélaúrval, m.a. ný 550 ha. 5,0 lítra V8 bensínvél með forþjöppu, skila miklum afköstum og fáguðum, spennandi aksturseiginleikum.

SKOÐA AFKÖST

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

TÆKNI BÍLSINS

F-PACE er búinn nýjustu tæknilausnunum, t.d. sjónlínuskjá og tómstundalykli (aukabúnaður), auk framúrskarandi akstursaðstoðar sem gerir hverja bílferð afslappaða og þægilega. Þar má nefna Touch Pro, háþróað InControl-margmiðlunarkerfi sem færir þér afþreyingu og tryggir að þú sért alltaf í tengingu við umheiminn.

SKOÐA TÆKNI BÍLSINS
F‑PACE FYRIR FYRIRTÆKI

F‑PACE FYRIR FYRIRTÆKI

F-PACE býður ökumönnum upp á einstaka blöndu notagildis fyrir daglegt líf, sparneytni og afgerandi sportlegrar hönnunar.

Tæknibúnaðurinn í F-PACE dregur úr viðnámi, létt yfirbygging bílsins er úr áli og hann er straumlínulagaður í útliti. Allt þetta dregur úr losun koltvísýrings, bætir eldsneytisnýtingu og gerir líftímakostnað bílsins fyllilega samkeppnishæfan.

Þessu til viðbótar færðu allt það rými sem þú þarfnast, bæði fyrir vinnu og einkalíf. F-PACE er því framúrskarandi viðbót við hvaða bílaflota sem er.

JAGUAR F-PACE-LÍNAN

Kynntu þér F-PACE-línuna til að finna hina fullkomnu samsetningu afkastagetu, útlits og notagildis.

VELDU ÞÍNA GERÐ AF F-PACE

F-PACE PURE

Kjarni F-PACE. Innblásin afkastageta, snarpir aksturseiginleikar og notagildi.

F-PACE PRESTIGE

Aukinn munaður í fallega smíðuðu innanrými með leðuráklæði á sætum.

F-PACE PORTFOLIO

Hér nær munaður F-PACE-bílsins hámarki - hann er fágaður, háþróaður og stútfullur af nýjustu tæknilausnum.

F-PACE R-SPORT

Eftirtektarverður stíll með sportlegu ytra byrði og sérstökum sportsætum.

F-PACE S

Ef þú ert að leita að afgerandi afkastagetu geturðu valið á milli 300 ha. 3,0 l V6-dísilvélar með hverfilforþjöppu eða 380 ha. 3,0 l V6-bensínvélar með forþjöppu3.

F-PACE SVR

F-PACE SVR er hannaður með magnað afl og upplifun í huga með 550 ha. vél sem nær 0-100 km/klst. á 4,3 sekúndum.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.
1Fyrir neðan bögglagrind og þegar dekkjaviðgerðarsett er til staðar. 508 lítrar með litlu varadekki. 463 lítrar með varadekki í fullri stærð.
2Aðeins í boði í F-PACE SVR.
3Framboð misjafnt eftir markaðssvæðum.
‡Allar tölur eru viðmið sem framleiðandi setur og eru háðar lokastaðfestingu áður en framleiðsla hefst. Athugið að tölur um koltvísýring og sparneytni geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og lægstu tölurnar eiga mögulega ekki við um staðlaðan hjólabúnað.