• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

F-PACE SVR

Með 5,0 lítra V8-vél með forþjöppu og hámarkshraða upp á 283 km/klst. er F-PACE SVR hraðskreiðasti jeppinn frá Jaguar.
YTRA BYRÐI
INNANRÝMI

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS Í BLÖNDUÐUM AKSTRI í g/km

Allt niður í 272‡ með sjálfskiptingu

ELDSNEYTISNOTKUN Í BLÖNDUÐUM AKSTRI l/100km

Frá 11,9‡ með sjálfskiptingu

Lúxusafköst

F-PACE SVR er ekta sportbíll sem býr yfir notagildi og fjölhæfni sem einkennir fimm sæta jeppa. Körfusæti úr mjúku Windsor-leðri með Lozange-mynstri í bæði fram- og aftursætum bjóða upp á stórkostleg þægindi og stuðning í hverri einustu beygju.
YTRA BYRÐI
INNANRÝMI

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS Í BLÖNDUÐUM AKSTRI í g/km

Allt niður í 272‡ með sjálfskiptingu

ELDSNEYTISNOTKUN Í BLÖNDUÐUM AKSTRI l/100km

Frá 11,9‡ með sjálfskiptingu

Þetta er Jaguar-sportbíll frá SVO-sérsmíðadeildinni sem sýnir allt það besta hjá þessum fræga breska sportbílaframleiðanda. Hver einasti bíll býr yfir öllum bestu eiginleikum Jaguar: magnaðri afkastagetu, óviðjafnanlegum lúxus og háþróuðum tæknilausnum. Það nýjasta úr smiðju fullkominnar tæknimiðstöðvar SVO-sérsmíðadeildarinnar er F-TYPE SVR: öflugasti hraðskreiði Jaguar-jeppinn til þessa.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL SKOÐA MYNDASAFN

LÚXUSAFKÖST

F-PACE SVR er ekta sportbíll sem býr yfir notagildi og fjölhæfni sem einkennir fimm sæta jeppa. Körfusæti úr mjúku Windsor-leðri með Lozange-mynstri í bæði fram- og aftursætum bjóða upp á stórkostleg þægindi og stuðning í hverri einustu beygju.

HLJÓÐRÁSIN Í SVR

5,0 lítra V8-vélin með forþjöppu í F-PACE SVR skilar þér hröðun sem jafnast á við kappakstursbíl - með tilheyrandi djúpu og spennandi hljóði. Þetta er hljóðrás til að njóta frá upphafi til enda.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ

VÉLIN Í SVR

5,0 lítra V8-bensínvél með forþjöppu í F-PACE SVR skilar 550 hö. og 680 Nm snúningsvægi, fer úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. á 4,3 sekúndum og nær 283 km/klst. hámarkshraða.

SKOÐA AFKÖST

STRAUMLÍNULÖGUN

Straumlínulöguð hönnun er miðpunkturinn í allri hönnun F-PACE SVR. Dregið hefur verið úr lyftu, gripið hefur verið aukið og skerpt á öllum aksturseiginleikum - útkoman er aukinn stöðugleiki og hámarkshraði upp á 283 km/klst.

SKOÐA YTRA BYRÐI

SÉREINKENNI F-PACE SVR

ÖFLUGIR HEMLAR

Öflugt og sérlega slitþolið hemlakerfið í F-PACE SVR skilar hröðu og nákvæmu viðbragði, ekki síst þegar hemlað er endurtekið á miklum hraða.

SKYNFÆRIN Á FULLRI FERÐ

Virkt útblásturskerfi með fjórum, háglansandi útblástursrörum og sístillingu loka skilar bæði eftirtektarverðu útliti og afkastagetu sem hljómar stórkostlega.

ÞRYKKTAR ÁLFELGUR

Magnaðar álfelgur undirstrika sportlega áræðni F-PACE SVR enn frekar. Þú getur valið um 21“ þrykktar og demantsslípaðar álfelgur eða 22“ þrykktar álfelgur (aukabúnaður), demantsslípaðar eða gljásvartar.

SPORTSHIFT-GÍRSTÖNG

SportShift-gírstöngin er einföld og blátt áfram í notkun; hún skilar hröðum beinskiptingum og ýtir enn frekar undir sportlegt eðli F-PACE SVR.

FARÞEGASÆTI

Engu skiptir hvort þú ert farþegi í framsæti eða aftursæti - þú finnur fyrir sterkum tengslum við F-PACE SVR um leið og þú rennir þér í alltumlykjandi körfusætin með vönduðu Windsor-leðri. Í aftursætum er rýmið hið sama og í F-PACE, 945 mm fótarými og 65 mm hnjárými.

LOFTUNAROP Á VÉLARHLÍF

Ný loftunarop á vélarhlíf F-PACE SVR bæta bæði loftstreymi og kælingu. Með þeim verður loftstreymið í gegnum vatnskassann hreinna og stöðugra í gegnum vélarhúsið.

HANNAÐUR MEÐ AFKÖST Í HUGA

Ekkert er dregið úr munaði og notagildi sem einkennir F-PACE-bíla. En með endurbættri loftmótstöðuhönnun losnar öll afkastageta F-PACE SVR úr læðingi.

HÁMARKSKÆLING

Stærri loftinntök á framstuðara og snilldarlega staðsett loftunarop á vélarhlíf F-PACE SVR bæta bæði loftstreymi og kælingu.

ENDURBÆTT LOFTSTREYMI

Einstök loftunarop á hliðum streyma lofti úr brettaköntum og lágmarka lyftingu á framhlutanum, auk þess sem lengdar vindskeiðar jafna út loftstreymi yfir bílinn sem skilar loftviðnámsstuðli upp á aðeins 0,37.

AUKIN AFKÖST

Slétt neðra byrði dregur úr viðnámi á meðan dreifari að aftan stýrir loftstreyminu og bætir enn við stöðugleika F-PACE SVR á miklum hraða.

TÆKNILÝSING VÉLAR

5,0 lítra V8-bensínvélin er alfarið smíðuð úr áli; hún skilar 550 hestöflum og gerir F-PACE SVR að öflugasta F-PACE-bílnum til þessa.

TÆKNILÝSING
ÖFLUG SMÁATRIÐI

ÖFLUG SMÁATRIÐI

Kraftstillingin kallar fram sportlegan karakter F-PACE SVR. Hún eykur viðbragð inngjafarinnar, þyngd stýrisins og hraða gírskiptingarinnar á miklum vélarhraða.

SÉRSNIÐINN F-TYPE SVR

Veldu á milli vandaðra lita frá SVO-sérsmíðadeildinni og litasamsetninga fyrir innanrýmið í stíl.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

AUKAHLUTIR OG JAGUAR GEAR

Sérsníddu þinn F-PACE SVR enn frekar með vönduðum aukabúnaði og aukahlutum.

SKOÐA AUKAHLUTI OG AUKABÚNAÐ