• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

F-PACE S

F‑PACE S ber einstakan og sportlegan þokka, bæði að innan og utan.

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS Í BLÖNDUÐUM AKSTRI í g/km

Allt niður í 171‡ með sjálfskiptingu

ELDSNEYTISNOTKUN Í BLÖNDUÐUM AKSTRI l/100km

Frá 6.5‡ með sjálfskiptingu

Í F-PACE S mætast afl, háþróaðir aksturseiginleikar og sportlegur munaður - útkoman er ómótstæðilegur stíll og áreiðanleiki. Hönnunarandi innanrýmisins er sportlegur og kröftugur en býður samt upp á fjölbreytilega notkunarmöguleika. Framsæknar tæknilausnir frá Jaguar fullkomna þennan afkastamikla lúxusjeppa og hverja bílferð í honum.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

KRÖFTUGT INNANRÝMI

Sérhver þáttur innanrýmisins í F-PACE S - allt frá vali á innréttingum til einstakra S-merkinganna - segir þér að þessi útfærsla af F-PACE snúist um frammistöðu á öllum sviðum.

KRAFTMIKLAR VÉLAR

Í F-PACE er hægt að velja á milli tveggja kraftmikilla véla. 380 ha. 3,0 lítra V6-bensínvélin1 með forþjöppu og 450 Nm snúningsvægi nær hröðun upp á 0-100 km/klst. á 5,5 sekúndum. Kraftmikil 300 ha. 3,0 lítra V6-dísilvélin1 er með hverfilforþjöppu og 700 Nm snúningsvægi. Hún nær hröðun upp á 0-100 km/klst. á 6,2 sekúndum.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU

ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN OG AKSTURSSTJÓRNSTILLING

Adaptive Dynamics-fjöðrunin lagar viðbragð F-PACE að aðstæðum og aksturslagi þínu. Kerfið stillir demparana stöðugt til að viðhalda fullkomnu jafnvægi á milli viðbragðs og þæginda. Akstursstjórnstillingin byggist á tækni úr F-TYPE-sportbílnum og gerir þér kleift að stilla fjöðrun, inngjöf, gírskiptingar og stýri í F-PACE eftir þínum þörfum.

SKOÐA AFKÖST

AFGERANDI STÍLL

F-PACE er auðþekkjanlegur á vegum úti. Í hönnun ytra byrðisins er lögð áhersla á sterkbyggðari hluta F-PACE-bílsins og því er útlit hans kröftugt eins og aksturseiginleikarnir. Tuttugu tommu blaðfelgur úr áli, rauðir hemlaklafar og einstakar S-merkingar gera að verkum að þessi jeppi hefur ótvírætt kröftugt yfirbragð.

Skoða ytra byrði
TÆKNILÝSING S-GERÐARINNAR

TÆKNILÝSING S-GERÐARINNAR

Kynntu þér S nánar.

GERÐU BÍLINN AÐ ÞÍNUM

F-PACE er hægt að sérsníða að þínum lífsstíl. Veldu á milli ótal aukahluta sem eru bæði notadrjúgir og fallegir í útliti.

SKOÐA AUKAHLUTI

* Á myndum er að finna aukabúnað.
1 Framboð er misjafnt eftir markaðssvæðum.
2Aðeins í boði með sjálfskiptingu.
‡Allar tölur eru viðmið sem framleiðandi setur og eru háðar lokastaðfestingu áður en framleiðsla hefst. Athugið að tölur um koltvísýring og sparneytni geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og lægstu tölurnar eiga mögulega ekki við um staðlaðan hjólabúnað.