• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

F-PACE PRESTIGE

Aukinn munaður í fallega smíðuðu innanrými með leðuráklæði á sætum.

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS Í BLÖNDUÐUM AKSTRI í g/km

Allt niður í 147‡ með beinskiptingu
Allt niður í 151‡ með sjálfskiptingu

ELDSNEYTISNOTKUN Í BLÖNDUÐUM AKSTRI l/100km

Frá 5,6‡ með beinskiptingu
Frá 5,7‡ með sjálfskiptingu

Í Jaguar F-PACE Prestige færðu bæði glæsilegt útlit og vandað, fágað og hagkvæmt innanrými. Hægt er að velja um ólíkar vélar og gírkassa, auk aldrifs eða afturhjóladrifs. Auk þess sem allar ferðir eru betri með framúrskarandi InControl-tæknilausnum1.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

LÚXUSRÝMI

Innanrými F-PACE Prestige myndar samhljóm með sláandi fallegri hönnun ytra byrðisins; þar eru vönduð efni unnin á fullkominn hátt og frágangur er óaðfinnanlegur.

VIÐBÓTARMUNAÐUR

Njóttu þægilegra og fallegra lúxusframsæta sem hægt er að stilla á átta ólíka vegu. Stýri klætt mjúku leðri og mælaborð klætt leðri með leðurlíkissaumi auka enn á lúxustilfinninguna. Veldu á milli þriggja litasamsetninga til að gera bílinn þinn enn einstakari.

SKOÐA INNANRÝMI

LÝSING Í INNANRÝMI

Mjúkir fletir í fosfórbláum lit lífga upp á miðstokkinn, einkennandi línur í hurðum, hurðarhúna og hurðarhólf og auðga þannig stemmninguna í farþegarýminu.

SKOÐA INNANRÝMI

XENON-AÐALLJÓS

Tvívirk Xenon-aðalljós Jaguar með hreinsibúnaði bjóða upp á frábæra lýsingu, bæði með háum og lágum ljósum, til að auðvelda og auka öryggi við akstur í myrkri. Samþætt J-laga LED-dagljósin gefa bílnum einnig afgerandi útlit.

SKOÐA YTRA BYRÐI

HELSTU EIGINLEIKAR (TIL VIÐBÓTAR VIÐ F-PACE PRESTIGE)

TÆKNILÝSING PRESTIGE

Kynntu þér Prestige nánar.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU

GERÐU BÍLINN AÐ ÞÍNUM

F-PACE er hægt að sérsníða að þínum lífsstíl. Veldu á milli ótal aukahluta sem eru bæði notadrjúgir og fallegir í útliti.

SKOÐA AUKAHLUTI

1Connect Pro-pakkinn felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar. Eiginleikar og valkostir InControl og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum - upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa nettengingu á öllum svæðum.
2Aðeins sjálfskipting.
‡Allar tölur eru viðmið sem framleiðandi setur og eru háðar lokastaðfestingu áður en framleiðsla hefst. Athugið að tölur um koltvísýring og sparneytni geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og lægstu tölurnar eiga mögulega ekki við um staðlaðan hjólabúnað.