• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

Spila

TÆKNI BÍLSINS

Háþróuð tæknin í Jaguar F-PACE inniheldur fjölmörg kerfi sem bæta akstursupplifunina og auka öryggi allra farþega.

Ökutækin sem sjást á myndskeiðum á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

NÝJUNGAR FRÁ JAGUAR

Framúrskarandi Touch Pro upplýsinga- og afþreyingarkerfi er staðalbúnaður í F-PACE. Jaguar býður upp á viðbragðsfljótar, einfaldar og fullkomlega samþættar lausnir sem auðvelda þér aksturinn.

Settu saman þinn eigin bíl
10" Touch Pro

10" Touch Pro

STAÐALBÚNAÐUR Í ÖLLUM GERÐUM F-PACE

Nýjasta kynslóð vél- og hugbúnaðar í Touch Pro býður upp á fyrsta flokks tengimöguleika og afþreyingu í F-PACE.

 • 10 tommu snertiskjár með stillanlegum heimaskjá og bendistjórnun (pikka, strjúka, klemma)
 • Mælaborð með 5” miðlægum TFT-skjá2
 • Jaguar-hljóðkerfi2
 • AM/FM-útvarp, Bluetooth® og tvö USB-tengi

SKIPTUR SKJÁR

Skiptur skjár gerir ökumanni og farþega kleift að skoða hvor sitt efni á sama 10" snertiskjánum. Farþegi í framsæti getur t.d. horft á kvikmynd (og hlustað á hljóðið með þráðlausum heyrnartólum) á meðan ökumaðurinn fylgist með leiðsagnarforritinu.3

SJÓNLÍNUSKJÁR

SJÓNLÍNUSKJÁR

Sjónlínuskjárinn6 birtir grunnupplýsingar um bílinn, svo sem hraða, gír og akstursstefnu, á framrúðunni. Hann býður upp á afar skýrar myndir í lit og háskerpu sem auðveldar þér að lesa í aðgerðir og upplýsingar.

HLJÓÐ FRÁ MERIDIAN™

Meridian-hljóðkerfin og framúrskarandi stafræn hljóðvinnslureiknirit tryggja að taktur, áherslur og tímasetningar í tónlist skila sér nákvæmlega eins og tónlistarmaðurinn ætlaði sér. Að auki er hægt að velja enn betri hljóm með Meridian™-hljóðkerfi (380 W) með 10 hátölurum og tveggja rása bassahátalara eða Meridian Surround-hljóðkerfi6 (825 W) með 16 hátölurum og tveggja rása bassahátalara.

Skoða Meridian

Jaguar F-PACE er hraðskreiður jeppi og í honum færðu bæði framúrskarandi akstursupplifun og sparneytni. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna F-PACE fyrir þig.

Settu saman þinn eigin bíl

1Connect Pro-pakkinn felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar. Eiginleikar og valkostir InControl og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum - upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa nettengingu á öllum svæðum. Hlaða verður niður forritunum InControl og Remote frá Apple/Play Store. Tiltekinn búnaður krefst viðeigandi SIM-korts með gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum. 
2Eiginleikar og framboð þeirra kann að vera mismunandi eftir útfærslum bíla og markaðssvæðum. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Jaguar.
3Aukabúnaður; krefst uppsetningar Navigation Pro, geislaspilara/DVD-spilara og MeridianTM-hljóðkerfis/MeridianTM Surround-hljóðkerfis. 
4 Til að nota Navigation Pro þarf Connect Pro að vera til staðar. Þegar Navigation Pro er sett upp í bílnum þarf að velja allan búnað sem fylgir Connect Pro. Upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Internetvirkni og Wi-Fi-tenging krefjast uppsetningar micro SIM-korts með viðeigandi gagnaáskrift.
5Framboð og uppsetning ræðst af markaðssvæði. Aðeins í boði með Navigation Pro.
6Setja þarf upp framrúðu sem dökknar í sólarljósi.
7Aukabúnaður.