• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

Spila

AKSTURSEIGINLEIKAR F-PACE SVR

Í F-PACE SVR hefur SVO-sérsmíðadeildin skapað jeppa sem rýkur úr 100 km/klst. á aðeins 4,3 sekúndum.
F-PACE SVR
F-PACE
Spila

AKSTURSEIGINLEIKAR

Uppgötvaðu þá spennandi upplifun að aka F-PACE-bílnum sem býður upp á snaggaralega aksturseiginleika og hátæknivélar sem skila mikilli afkastagetu og skilvirkni.
F-PACE SVR
F-PACE

Ökutækin sem sjást á myndskeiðum á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

AFKASTATÆKNI

Lífskrafturinn í F-PACE felst í afli vélanna, léttri Jaguar-yfirbyggingu úr áli og háþróaðri tæknilausnum sem tryggja afkastagetuna. Í sameiningu tryggja þessir þættir mögnuð afköst og afar sannfærandi sparneytni.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

Play

SJÁLFSÖRYGGI VIÐ ALLAR AÐSTÆÐUR

Hvort sem þú velur útfærslu með afturhjóladrifi1 eða aldrifi muntu alltaf upplifa Jaguar-tilfinninguna undir stýri á F-PACE.

1 Framboð er misjafnt eftir markaðssvæðum.

LÉTT YFIRBYGGING ÚR ÁLI

F-PACE er stífur og sterkur með yfirbyggingu úr léttu áli. Allir farþegar njóta framúrskarandi verndar um leið og takmörkuð þyngd bílsins eykur sparneytni og bætir aksturs- og hemlunareiginleika. F-PACE er einn léttasti bíllinn í sínum gæðaflokki2, með þyngdardreifingu sem er rétt um 50:502, sem gerir afköst hans sportleg og aksturinn óaðfinnanlegan.image 1
image2


Tagline

Lorem ipsum dolor si.

spila

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

INGENIUM-LÍNAN

Ingenium-vélarnar frá Jaguar Land Rover eru ný tegund véla sem eru hannaðar fyrir hnökralaus afköst, fágun og skilvirkni. Háþróuð tækni og gegnheil álsmíði Ingenium skilar miklu afli og framúrskarandi eldsneytisnýtingu.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU

INGENIUM-BENSÍNVÉL

Nýju 2,0 lítra fjögurra strokka 250 ha. Ingenium-bensínvélarnar með hverfilforþjöppu í F-PACE skila framúrskarandi afli og togi. Létt hönnun og notkun viðnámslítilla keflalega skilar mýkt og miklum afköstum.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU

INGENIUM-DÍSILVÉL

Ingenium-tæknin liggur til grundvallar í þremur dísilvélunum í F-PACE-bílunum. Þessar viðnámslitlu álvélar eru með stífum strokkstykkjum og tvöföldum sveifludeyfum sem gera það að verkum að titringur er í algjöru lágmarki. Allar vélarnar eru búnar Stop/Start-tækni og hugvitssamlegri endurnýtingarhleðslu þar sem hreyfiorka frá hemlun er notuð til að hlaða rafgeyminn til að hámarka sparneytni, sérstaklega við innanbæjarakstur.

Skoða tæknilýsingu

VÉLAR INNBLÁSNAR AF F-TYPE

Allar bensínvélar F-PACE bjóða upp á afl og gott viðbragð en eru samt sparneytnar. 3,0 lítra V6-bensínvél með forþjöppu, sem líka er notuð í F-TYPE, skilar 380 hö. og togi upp á 450 Nm. 550 ha. 5,0 lítra V8-bensínvélin með forþjöppu er með hvorki meira né minna en 680 Nm snúningsvægi. Báðar vélarnar eru smíðaðar úr áli og skila tafarlaust mikilli afkastagetu og togi, hver sem vélarhraðinn er, auk þess að hljóma einstaklega vel.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU

3,0 LÍTRA 300 HÖ. V6-DÍSILVÉL MEÐ TVEIMUR HVERFILFORÞJÖPPUM

3,0 lítra, 300 hestafla V6-dísilvélin með tveimur hverfilforþjöppum skilar aflinu með fágun og skilvirkni og nær 700 Nm togi og sérlega viðbragðsfljótum akstri. Hún er með 2.000 bara „piezo common rail“ eldsneytisinnspýtingarkerfi sem tryggir skilvirkan bruna og minni útblástur.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU
BEINSKIPTING EÐA SJÁLFSKIPTING

BEINSKIPTING EÐA SJÁLFSKIPTING

Átta þrepa sjálfskiptingin í F-PACE og átta þrepa hraðvirka sjálfskiptingin í F‑PACE SVR eru einstaklega viðbragðfljótar, mjúkar og skilvirkar. Þær skila hröðum gírskiptum til að tryggja hnökralausa hröðun. Einnig er hægt að skipta handvirkt um gír með rofum á stýrinu. Sex gíra beinskipting3 skilar mjúkum og snörpum gírskiptum. Hér fer léttur og háþróaður gírkassi sem er einn af hornsteinum framúrskarandi skilvirkni F-PACE.

3Aðeins í boði í 2,0 lítra, fjögurra strokka, 163 ha. dísilvél (framboð ræðst af markaðsaðstæðum).

Jaguar F-PACE er hraðskreiður jeppi og í honum færðu bæði framúrskarandi akstursupplifun og skilvirkni. Notaðu hönnunarsvæði okkar til að setja saman hinn fullkomna F-PACE fyrir þig.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
1Framboð er misjafnt eftir markaðssvæðum.
2Fer eftir gerð og vél.
3Aðeins í boði með 2,0 lítra, fjögurra strokka, 163 ha. dísilvél.
4Aðeins með sjálfskiptingu.
5Staðalbúnaður í F-PACE S og SVR, ekki fáanlegt í 2,0 lítra fjögurra strokka 163 ha. dísilvél.
6Aðeins sjálfskipting. Staðalbúnaður í F-PACE S og SVR, ekki fáanlegt í 2,0 lítra fjögurra strokka 163 ha. dísilvél.
‡Allar tölur eru viðmið sem framleiðandi setur og eru háðar lokastaðfestingu áður en framleiðsla hefst. Athugið að tölur um koltvísýring og sparneytni geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og lægstu tölurnar eiga mögulega ekki við um staðlaðan hjólabúnað.
‡‡Upplýsingar um vélar hafa ekki verið endurvottaðar árið 2018. Birtar upplýsingar eru samkvæmt vottunum árið 2017.