• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

Spila

JAGUAR F-PACE GEAR - AUKABÚNAÐUR

Við höfum sett saman fjölmarga aukahlutapakka sem gera F-PACE-bílinn enn hagnýtari, fjölhæfari og sérstakari.


Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.


Aukahlutir frá Jaguar gera þér kleift að sníða F-PACE nákvæmlega að þínum þörfum, lífsstíl og áhugamálum. Við erum búin að pakka vinsælustu aukahlutunum í fjóra hentuga pakka: Koltrefjapakka, stílpakka fyrir ytra byrði, stílpakka fyrir innanrými og lífsstílspakka. Kynntu þér pakkana og settu svo F-PACE saman eftir þínu höfði eða flettu í gegnum vörulistann til að sjá allt sem í boði er.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL LEITA AÐ AUKAHLUTUM

KOLTREFJAPAKKI

Kallaðu fram sportbílinn í F-PACE með þessum rennilegu og stílhreinu aukahlutum.

KOLTREFJAPAKKINN INNIHELDUR:

KOLTREFJAPAKKINN INNIHELDUR:

Speglahlífar og loftunarop á hliðum úr ekta gæðakoltrefjum.

STÍLPAKKINN

Þessir aukahlutir undirstrika afgerandi útlit F-PACE á látlausan máta.

STÍLPAKKI FYRIR YTRA BYRÐI INNIHELDUR:

STÍLPAKKI FYRIR YTRA BYRÐI INNIHELDUR:

Gljásvört loftunarop á hliðum og gljásvartar speglahlífar.

LÍFSSTÍLSPAKKINN

Njóttu þess að lifa sportlegum og ævintýralegum lífsstíl til fulls með F-PACE vel varinn, bæði að innan og utan.

LÍFSSTÍLSPAKKINN INNIHELDUR:

LÍFSSTÍLSPAKKINN INNIHELDUR:

Þú færð meira út úr F-PACE með þessum pakka. Þverbitar á þak merktir Jaguar geta borið allt frá íþróttabúnaði til farangurs. Aurhlífar að framan og aftan veita aukna vörn gegn óhreinindum og grjótskemmdum á lakki bílsins. Í innanrýminu bjóða svo gúmmímottur í farangursrými og gólf upp á vörn gegn hefðbundnu sliti og auðvelt er að taka þær úr og þrífa.

PAKKI FYRIR INNANRÝMI

Uppfærðu farþegarými F-PACE með vandlega unnum aukahlutum fyrir innanrými frá Jaguar.

STÍLPAKKI FYRIR INNANRÝMI INNIHELDUR:

STÍLPAKKI FYRIR INNANRÝMI INNIHELDUR:

Til að verja innanrýmið og bæta svolítið við munaðinn er einnig að finna fyrsta flokks ofnar gólfmottur og fyrsta flokks teppi fyrir farangursrými í þessum pakka. Satínkrómaðir gírskiptirofar úr rafhúðuðu áli skerpa enn á stjórn ökumannsins.

GÆLUDÝRAPAKKI

Tryggðu vellíðan og öryggi gæludýrsins þíns með gæludýrapökkunum okkar. Skilrúm upp í þak tryggir að gæludýrið komi ekki inn í farþegarýmið og endingargóð gúmmímotta ver farangursrýmið.

Þú getur valið þér F-PACE-gerð og bætt við aukabúnaði og aukahlutum til að gera hann að þínum. Ef þú vilt skoða fleiri hluti fyrir F-PACE en hér eru taldir upp geturðu skoðað vörulistann í heild sinni á netinu.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL Finna aukahluti