• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

Upplifðu Jaguar

SJÁÐU NÝJAN JAGUAR XE VERÐA TIL Í HÁTÆKNIVERKSMIÐJUNNI Í SOLIHULL

Kíktu á bak við tjöldin í nýrri og glæsilegri hátækniverksmiðju í Solihull og sjáðu nýjan XE-bíl verða til. Þetta er háþróaðasti fjölskyldusportbíll sem við höfum framleitt.

Í Solihull hefur á undanförnum árum verið fjárfest fyrir meira en 1 milljarð sterlingspunda til að gera verksmiðjuna að einni þeirri framsæknustu í heimi. Glænýtt framleiðslusvæðið fyrir öfluga yfirbygginguna úr áli og svæðið fyrir lokasamsetningu eru á stærð við 22 fótboltavelli og þar er hægt að framleiða bíl af nýrri kynslóð XE á 78 sekúndna fresti.

THE ALL-NEW XE

GLÆNÝR XE

Vegna byltingarkenndrar yfirbyggingar er nýi XE-bíllinn stífasti, léttasti og straumlínulagaðasti fjölskyldusportbíll sem við höfum framleitt. Nú getur þú séð hann verða til með eigin augum, allt frá vandaðri samsetningu yfirbyggingarinnar til frágangs á sérhönnuðum atriðum.

INTELLIGENT METAL

SNJALLMÁLMUR

Ný sjálfberandi yfirbygging Jaguar úr áli er sú fyrsta sinnar tegundar í sínum flokki og gjörbyltir aksturseiginleikum bílsins, fágun hans og gæðum bílferðanna. Í verksmiðju okkar í Solihull geturðu séð hvernig lögun yfirbyggingarinnar er fullkomnuð, líka einkennandi afturhlutinn.

ELEGANT CYBERNETICS

FÁGUÐ STÝRIFRÆÐI

Til að framleiða einstaka og létta yfirbyggingu XE-bílsins þarf að notast við 615 hátæknivélmenni sem starfa saman sem eitt. Það gera vélmennin á örfáum sekúndum með því að nota vandaðar myndavélar til að finna réttar staðsetningar af nákvæmni. Þú færð sæti á fremsta bekk og getur því séð hvernig þessi sérstaki vélmennaher Jaguar mótar, hnoðar og límir hlutana saman áður en færir handverksmeistarar okkar sérsníða og ganga frá hverjum einstökum Jaguar sem pantaður hefur verið.

DESIGN YOUR OWN

HANNAÐU ÞINN EIGIN JAGUAR

Ertu að hugsa um að kaupa Jaguar? Í XE-skoðunarferðinni geturðu hleypt ímyndunaraflinu á flug og skoðað hundruð sérhannaðra efnisþátta og íhluta. Ótal atriði standa þér til boða: Innanrýmislausnir á borð við lungamjúkt leður í svargráu, ljósbrúnu og dökkbrúnu, klæðningar úr burstuðu áli eða viði með satínáferð, hjólaútfærslur, yfirbyggingarlitir og margmiðlunarvalkostir sem skapa klassíska, sportlega eða nútímalega stemningu.