• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

Á bak við tjöldin

SKOÐUNARFERÐ Í CASTLE BROMWICH

Hvað þarf til að hleypa lífinu í bíla sem eru með þeim tæknilega háþróuðustu í heimi? Með skoðunarferð í Castle Bromwich gefst þér einstök innsýn í það hvernig við smíðum bílana okkar. Þú færð einstakt tækifæri til að sjá allt framleiðsluferlið með eigin augum, allt frá málmplötu til fullbúins Jaguar-bíls.

Í hátækniverksmiðju okkar geturðu séð hundruð vélmenna sem starfa með hæfileikaríkum handverksmeisturum og framleiða bíla úr afar sannfærandi vörulínu Jaguar.

Sheet Metal to Sheer Thrills

Allt frá málmplötu til magnaðrar reynslu

Ef þú hefur velt því fyrir þér hvernig Jaguar-bíll verður til, ef þú átt Jaguar eða ert að hugsa um að kaupa slíkan bíl þá gefst þér hér tækifæri til að kynnast framleiðsluferlinu frá upphafi til enda.

Aluminium

Ál

Snjallyfirbygging Jaguar úr áli gjörbyltir því hvernig við smíðum liprari og viðbragðsfljótari bíla. Í Castle Bromwich geturðu fylgst með stærstu álpressu heims, en hún er sérbyggð fyrir framleiðslu á einstöku, rennilegu og straumlínulöguðu formi F‑TYPE-bílsins.

Cybernetics

Stýrifræði

Áttatíu prósent af yfirbyggingu Jaguar XJ-bílsins eru sett saman af rúmlega hundrað hátæknivélmennum sem starfa saman sem eitt. Fylgstu með því hvernig þessi sérstaki vélmennaher Jaguar mótar, hnoðar og límir hlutana saman áður en færir handverksmeistarar okkar ganga frá hverjum einstökum bíl.

Design your own Jaguar

Hannaðu þinn eigin Jaguar

Ef þú ert að hugsa um að kaupa Jaguar geturðu í þessari skoðunarferð kannað nánar hundruð sérhannaðra efnisþátta sem gera bílinn þinn einstakan. Leyfðu ímyndunaraflinu að leika lausum hala þegar þú velur þér yfirbyggingarlit og íhluti, allt frá felgum til klæðninga, áður en þú pantar þinn sérhannaða Jaguar.

THE FIRST ROAR

FYRSTU VÉLARHLJÓÐIN

Þú verður vitni að mögnuðu augnabliki þegar afli er hleypt á Jaguar-bíl og heyrir hið ótrúlega hljóð sem berst frá vélinni þegar hún er ræst á öllum strokkum í fyrsta skipti.